Bætt skipulagsmál í Fjarðabyggð Kristinn Þór Jónasson og Jóhanna Sigfúsdóttir skrifa 3. maí 2022 08:46 Mikilvægur hluti uppbyggingar sveitarfélags vaxtar og styrks eru skipulagsmál. Í vor vann Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð að metnaðarfullri stefnuskrá fyrir komandi kosningar. Ekki síst á sviði skipulagsmála lögðu margir sitt að mörkum. Enda byggir gott skipulag gott samfélag. Það á ekki síst við um sveitarstjórn sem sameinar marga ólíka byggðakjarna. Í góðu skipulagi er hugað að því hvernig byggð og umhverfi geta stuðlað að virkum lífstíl, aðgengi og samspili náttúru og byggðar. Tryggja þarf endurnýjun og uppbyggingu svæða, samhliða aðgengi allra. Við teljum mikil lífsgæði felast í að búa í nánd við náttúru Fjarðabyggðar og því mikilvægt að skipulag sýni náttúru og umhverfi virðingu. Mikilvægt er að skipulagið sé hreyfanlegt og geti brugðist við breyttum aðstæðum og áherslum. Hér eru nokkur atriði sem við viljum leggja áherslu á skipulagsmálum í Fjarðabyggðar: Krefjast áfram uppbyggingar Suðurfjarðarvegar. Á Vordegi Fjarðabyggðar verði efnt til hátíðahalda í tengslum við hreinsunarátak í byggðakjörnunum. Unnið verði að því að innleiða samhent átak atvinnulífsins, sveitarfélagsins og íbúa um hreinsun, tiltekt og hátíðarhalda í byggðakjörnunum. Ráðast í átak í merkingu sagnfræðilegra heimilda, stíga, safna og tjaldsvæða innan Fjarðabyggðar. Við viljum bæta leikaðstöðu barna á leikvöllum. Skipuleggja uppbyggingu hreystivalla í samráði við íbúa. Klára verður uppbyggingu tjaldsvæða á Breiðdalsvík, Eskifirði, Stöðvarfirði og Neskaupstað. Krefjast verður aukinna fjármuna í fornleifauppgröft á Stöðvarfirði. Fara þarf í hugmyndavinnu með íbúum um uppbyggingu ferðamannasegla (myndatökustaða) í öllum bæjarkjörnum. Framkvæma langtímaáætlun um uppbyggingu í hafnarmálum. Áfram skyldi þróa almenningssamgöngur í samráði við íbúa, félagasamtök og atvinnulíf. Tryggja að ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins verði lokið. Hefja markvissa Led- væðingu ljósastaura. Leggja þarf aukna fjármuni í göngu- og hjólreiðastíga í Fjarðabyggð og ljúka þar tengingu milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Til þessara verka leitum við eftir þínum stuðningi þann 14. maí n.k. Kristinn Þór Jónasson er verkstjóri og Jóhanna Sigfúsdóttir er viðskiptafræðingur. Höfundar skipa 2. og 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Mikilvægur hluti uppbyggingar sveitarfélags vaxtar og styrks eru skipulagsmál. Í vor vann Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð að metnaðarfullri stefnuskrá fyrir komandi kosningar. Ekki síst á sviði skipulagsmála lögðu margir sitt að mörkum. Enda byggir gott skipulag gott samfélag. Það á ekki síst við um sveitarstjórn sem sameinar marga ólíka byggðakjarna. Í góðu skipulagi er hugað að því hvernig byggð og umhverfi geta stuðlað að virkum lífstíl, aðgengi og samspili náttúru og byggðar. Tryggja þarf endurnýjun og uppbyggingu svæða, samhliða aðgengi allra. Við teljum mikil lífsgæði felast í að búa í nánd við náttúru Fjarðabyggðar og því mikilvægt að skipulag sýni náttúru og umhverfi virðingu. Mikilvægt er að skipulagið sé hreyfanlegt og geti brugðist við breyttum aðstæðum og áherslum. Hér eru nokkur atriði sem við viljum leggja áherslu á skipulagsmálum í Fjarðabyggðar: Krefjast áfram uppbyggingar Suðurfjarðarvegar. Á Vordegi Fjarðabyggðar verði efnt til hátíðahalda í tengslum við hreinsunarátak í byggðakjörnunum. Unnið verði að því að innleiða samhent átak atvinnulífsins, sveitarfélagsins og íbúa um hreinsun, tiltekt og hátíðarhalda í byggðakjörnunum. Ráðast í átak í merkingu sagnfræðilegra heimilda, stíga, safna og tjaldsvæða innan Fjarðabyggðar. Við viljum bæta leikaðstöðu barna á leikvöllum. Skipuleggja uppbyggingu hreystivalla í samráði við íbúa. Klára verður uppbyggingu tjaldsvæða á Breiðdalsvík, Eskifirði, Stöðvarfirði og Neskaupstað. Krefjast verður aukinna fjármuna í fornleifauppgröft á Stöðvarfirði. Fara þarf í hugmyndavinnu með íbúum um uppbyggingu ferðamannasegla (myndatökustaða) í öllum bæjarkjörnum. Framkvæma langtímaáætlun um uppbyggingu í hafnarmálum. Áfram skyldi þróa almenningssamgöngur í samráði við íbúa, félagasamtök og atvinnulíf. Tryggja að ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins verði lokið. Hefja markvissa Led- væðingu ljósastaura. Leggja þarf aukna fjármuni í göngu- og hjólreiðastíga í Fjarðabyggð og ljúka þar tengingu milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Til þessara verka leitum við eftir þínum stuðningi þann 14. maí n.k. Kristinn Þór Jónasson er verkstjóri og Jóhanna Sigfúsdóttir er viðskiptafræðingur. Höfundar skipa 2. og 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar