Stofnum hugbúnaðarklasa í Kópavogi Erlendur Geirdal skrifar 3. maí 2022 10:31 Hugbúnaður, smáforrit, tölvuleikir og margs konar stafrænar lausnir eru fyrir löngu orðnar hluti af tilveru okkar allra og þáttur þeirra vex hröðum skrefum. Hugbúnaðargerð er orðin mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og mun ef vel tekst til, verða ein af grunnstoðum efnahags þjóðarinnar. Mikil eftirspurn er eftir starfsfólki með þekkingu á hugbúnaðargerð því allar framsæknar þjóðir keppast nú við að styrkja stöðu hugbúnaðargeirans hjá sér. Efnahagslegt mikilvægi hugbúnaðar og stafrænnar þróunar fer hratt vaxandi og til dæmis er tölvuleikjaiðnaðurinn er orðinn stærsti afþreyingariðnaður heimsins. Jákvæðir þættir atvinnuuppbyggingar í hugbúnaðariðnaði á Íslandi eru fjölmargir og vil ég nefna nokkra: Vel launuð störf Hugbúnaðariðnaður skapar verðmæt störf fyrir fólk með fjölbreytta menntun og færni. Augljóslega byggir hún á störfum forritara og tölvunarfræðinga en einnig hönnuða, viðskiptafræðinga, markaðs- og sölufólks og fleiri sérfræðinga. Störf á landsbyggðinni Greinin býður upp á störf án staðsetningar og getur þannig styrkt fjölbreytni æi störfum á landsbyggðinni. Í mörgum tilfellum getur starfstöðin verið eitt skrifborð og tölva með góðri nettengingu. Slík störf henta einnig vel þeim sem þurfa að flytja sig um set eða kjósa að búa erlendis um skemmri eða lengri tíma. Umhverfisvæn stóriðja Hugbúnaðargerð er umhverfisvæn vegna þess að hún krefst ekki notkunar á hráefnum. Fjarvinnumöguleikar minnka neikvæð áhrif umferðar- og/eða útblásturs vegna ferða starfsfólks til og frá vinnu. Ennfremur skapar útflutningur afurða lítið kolefnisspor vegna þess að hugbúnaður er fluttur á markað um internetið. Góð samkeppnisstaða Samkeppnishæfni Íslands er einkar góð á þessu sviði því flutningskostnaður sem óhjákvæmilega fylgir framleiðslu áþreifanlegra vara er ekki til staðar eða er mjög óverulegur við hugbúnaðarframleiðslu. Stofnum hugbúnaðarklasa Ég vil að stefnt verði að stofnun hugbúnaðarklasa í bænum. Hentug staðsetning klasans væri í nágrenni Hamraborgar eða á Kársnesi því Borgarlína mun tengja þau svæði við háskólana um Fossvogsbrú. Hugbúnaðarklasi yrði deigla nýsköpunar í hugbúnaði og stafrænum lausnum þar sem fyrirtæki nytu stuðnings hvert af öðru, samnýtingar aðstöðu og búnaðar og nálægðar við fræðasamfélagið í háskólunum. Ég vil einnig að aukin áhersla verði á kennslu í hugbúnaðargerð og stafrænum lausnum í grunnskólum Kópavogs og að börnum og unglingum standi til boða sumarnámskeið tengd forritun og hugbúnaðarþróun í samstarfi við fyrirtæki í geiranum. Ef vel tekst til getur hugbúnaðarklasi í Kópavogi orðið mikilvæg stoð við uppbyggingu þessa framtíðariðnaðar og leitt af sér mörg og áhugaverð störf í Kópavogi og um allt land. Höfundur skipar 3ja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Hugbúnaður, smáforrit, tölvuleikir og margs konar stafrænar lausnir eru fyrir löngu orðnar hluti af tilveru okkar allra og þáttur þeirra vex hröðum skrefum. Hugbúnaðargerð er orðin mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og mun ef vel tekst til, verða ein af grunnstoðum efnahags þjóðarinnar. Mikil eftirspurn er eftir starfsfólki með þekkingu á hugbúnaðargerð því allar framsæknar þjóðir keppast nú við að styrkja stöðu hugbúnaðargeirans hjá sér. Efnahagslegt mikilvægi hugbúnaðar og stafrænnar þróunar fer hratt vaxandi og til dæmis er tölvuleikjaiðnaðurinn er orðinn stærsti afþreyingariðnaður heimsins. Jákvæðir þættir atvinnuuppbyggingar í hugbúnaðariðnaði á Íslandi eru fjölmargir og vil ég nefna nokkra: Vel launuð störf Hugbúnaðariðnaður skapar verðmæt störf fyrir fólk með fjölbreytta menntun og færni. Augljóslega byggir hún á störfum forritara og tölvunarfræðinga en einnig hönnuða, viðskiptafræðinga, markaðs- og sölufólks og fleiri sérfræðinga. Störf á landsbyggðinni Greinin býður upp á störf án staðsetningar og getur þannig styrkt fjölbreytni æi störfum á landsbyggðinni. Í mörgum tilfellum getur starfstöðin verið eitt skrifborð og tölva með góðri nettengingu. Slík störf henta einnig vel þeim sem þurfa að flytja sig um set eða kjósa að búa erlendis um skemmri eða lengri tíma. Umhverfisvæn stóriðja Hugbúnaðargerð er umhverfisvæn vegna þess að hún krefst ekki notkunar á hráefnum. Fjarvinnumöguleikar minnka neikvæð áhrif umferðar- og/eða útblásturs vegna ferða starfsfólks til og frá vinnu. Ennfremur skapar útflutningur afurða lítið kolefnisspor vegna þess að hugbúnaður er fluttur á markað um internetið. Góð samkeppnisstaða Samkeppnishæfni Íslands er einkar góð á þessu sviði því flutningskostnaður sem óhjákvæmilega fylgir framleiðslu áþreifanlegra vara er ekki til staðar eða er mjög óverulegur við hugbúnaðarframleiðslu. Stofnum hugbúnaðarklasa Ég vil að stefnt verði að stofnun hugbúnaðarklasa í bænum. Hentug staðsetning klasans væri í nágrenni Hamraborgar eða á Kársnesi því Borgarlína mun tengja þau svæði við háskólana um Fossvogsbrú. Hugbúnaðarklasi yrði deigla nýsköpunar í hugbúnaði og stafrænum lausnum þar sem fyrirtæki nytu stuðnings hvert af öðru, samnýtingar aðstöðu og búnaðar og nálægðar við fræðasamfélagið í háskólunum. Ég vil einnig að aukin áhersla verði á kennslu í hugbúnaðargerð og stafrænum lausnum í grunnskólum Kópavogs og að börnum og unglingum standi til boða sumarnámskeið tengd forritun og hugbúnaðarþróun í samstarfi við fyrirtæki í geiranum. Ef vel tekst til getur hugbúnaðarklasi í Kópavogi orðið mikilvæg stoð við uppbyggingu þessa framtíðariðnaðar og leitt af sér mörg og áhugaverð störf í Kópavogi og um allt land. Höfundur skipar 3ja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun