Kannanir benda til mesta ósigurs Sjálfstæðismanna í borginni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. maí 2022 07:01 Hildur Björnsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í borginni. Sjálf kennir hún bankasölunni um lélegt fylgi flokksins í skoðanakönnunum. Prófessor í stjórnmálafræði er henni sammála þar. vísir/vilhelm Kannanir benda til sögulegs ósigurs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar innan við tvær vikur eru til kosninga. Þá hefur flokkurinn aldrei mælst lægri í þjóðarpúlsi Gallups þar sem stuðningur við ríkisstjórnina minnkar einnig verulega. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut rúmlega 24 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum og hefur síðan mælst í þjóðarpúlsi Gallups í kring um 22 prósentin. En í síðasta púlsi dregur sannarlega til tíðinda. Flokkurinn mælist þar í fyrsta skipti undir 20 prósentum, sem væri langversta útkoma sem flokkurinn hefði fengið í kosningum. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir tapa einnig fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dregst verulega saman milli mánaða; fer úr 61 prósenti niður í 47. Ekki Hildi að kenna En Sjálfstæðisflokkurinn virðist þó eini ríkisstjórnarflokkurinn sem þetta hefur áhrif á inn í komandi borgarstjórnarkosningar ef marka má kannanir. Þar mælist flokkurinn nú með 21 prósent fylgi. „Það er lækkun frá því fyrir mánuði þegar það var 25 prósent og langlíklegasta skýringin á þessu fylgistapi er auðvitað bankasölumálið,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Ef könnunin endurspeglar niðurstöður komandi kosninga yrði þetta mesti ósigur Sjálfstæðisflokksins í borginni frá upphafi en hann hefur lægst fengið rétt um 25 prósent í kosningunum 2014. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn tæp 31 prósent. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni en hún hefur sjálf kennt bankasölumálinu um lélegt fylgi í könnunum. Þarna er Ólafur henni sammála. „Ég held að það séu allar líkur á að þessi skýring Hildar sé rétt. Ég held að það að hún hafi tekið við forystusætinu skýri ekki þetta fylgistap.“ Lítið hægt að gera á tveimur vikum Hann segir þó allt stefna í mesta tap flokksins í borginni. Það sé fátt hægt að gera til að rífa fylgi upp um nokkur prósentustig tveimur vikum fyrir kosningar. Ólafur segir ekki alla von úti fyrir Sjálfstæðisflokksins. Það sjáist þó eiginlega aldrei að flokkur nái að rífa upp fylgi sitt um mörg prósentustig tveimur vikum fyrir kosningar.vísir/vilhelm „Margir spyrja að því en venjulega er fátt um svör. Það er mjög óvenjulegt að flokki takist að rífa fylgi upp á allra síðustu metrunum. Við höfum séð flokka rjúka upp en það hefur tekið lengri tíma,“ segir Ólafur. Og þó - Sjálfstæðisflokkurinn tók mikið stökk á skömmum tíma fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar 2018. Mældist í einni könnun fyrir Fréttablaðið 19 dögum fyrir kosningar með um 22 prósent, stukku upp í 26 tíu dögum síðar og enduðu loks með tæp 31 prósent í sjálfum kosningunum. Ólafur segir þetta þó afar sjaldgæf tilvik en nefnir eitt dæmi enn frá þingkosningunum í haust. Framsókn hafði þá mælst með 10 til 12 prósent í öllum könnunum í aðdraganda kosninganna. „En á tiltölulega mjög stuttum tíma, kannski tveimur vikum eða svo, þá fór hann úr þessum 12 prósentum í 17. Þannig að þetta er svo sem hægt,“ segir Ólafur. Þannig það er ekki öll von úti? „Aldrei öll von úti.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut rúmlega 24 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum og hefur síðan mælst í þjóðarpúlsi Gallups í kring um 22 prósentin. En í síðasta púlsi dregur sannarlega til tíðinda. Flokkurinn mælist þar í fyrsta skipti undir 20 prósentum, sem væri langversta útkoma sem flokkurinn hefði fengið í kosningum. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir tapa einnig fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dregst verulega saman milli mánaða; fer úr 61 prósenti niður í 47. Ekki Hildi að kenna En Sjálfstæðisflokkurinn virðist þó eini ríkisstjórnarflokkurinn sem þetta hefur áhrif á inn í komandi borgarstjórnarkosningar ef marka má kannanir. Þar mælist flokkurinn nú með 21 prósent fylgi. „Það er lækkun frá því fyrir mánuði þegar það var 25 prósent og langlíklegasta skýringin á þessu fylgistapi er auðvitað bankasölumálið,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Ef könnunin endurspeglar niðurstöður komandi kosninga yrði þetta mesti ósigur Sjálfstæðisflokksins í borginni frá upphafi en hann hefur lægst fengið rétt um 25 prósent í kosningunum 2014. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn tæp 31 prósent. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni en hún hefur sjálf kennt bankasölumálinu um lélegt fylgi í könnunum. Þarna er Ólafur henni sammála. „Ég held að það séu allar líkur á að þessi skýring Hildar sé rétt. Ég held að það að hún hafi tekið við forystusætinu skýri ekki þetta fylgistap.“ Lítið hægt að gera á tveimur vikum Hann segir þó allt stefna í mesta tap flokksins í borginni. Það sé fátt hægt að gera til að rífa fylgi upp um nokkur prósentustig tveimur vikum fyrir kosningar. Ólafur segir ekki alla von úti fyrir Sjálfstæðisflokksins. Það sjáist þó eiginlega aldrei að flokkur nái að rífa upp fylgi sitt um mörg prósentustig tveimur vikum fyrir kosningar.vísir/vilhelm „Margir spyrja að því en venjulega er fátt um svör. Það er mjög óvenjulegt að flokki takist að rífa fylgi upp á allra síðustu metrunum. Við höfum séð flokka rjúka upp en það hefur tekið lengri tíma,“ segir Ólafur. Og þó - Sjálfstæðisflokkurinn tók mikið stökk á skömmum tíma fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar 2018. Mældist í einni könnun fyrir Fréttablaðið 19 dögum fyrir kosningar með um 22 prósent, stukku upp í 26 tíu dögum síðar og enduðu loks með tæp 31 prósent í sjálfum kosningunum. Ólafur segir þetta þó afar sjaldgæf tilvik en nefnir eitt dæmi enn frá þingkosningunum í haust. Framsókn hafði þá mælst með 10 til 12 prósent í öllum könnunum í aðdraganda kosninganna. „En á tiltölulega mjög stuttum tíma, kannski tveimur vikum eða svo, þá fór hann úr þessum 12 prósentum í 17. Þannig að þetta er svo sem hægt,“ segir Ólafur. Þannig það er ekki öll von úti? „Aldrei öll von úti.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira