Viðreisn lofar lengstu göngugötu heims í miðbænum Snorri Másson skrifar 4. maí 2022 07:02 „Strikið vs. Göngugata frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Let's make history!“ skrifaði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi á Twitter fyrir skemmstu. Pawel vill gera allan Laugaveg að göngugötu, en hvernig liti það út? Í innslaginu hér að ofan er sú hugmynd sett fram myndrænt og sýnt hvernig hún gæti verið útfærð. Sömuleiðis er gengið niður Laugaveginn í félagsskap frambjóðandans. Lengra en Strikið í Kaupmannahöfn Eins og sakir standa er aðeins þrjú hundruð og fimmtíu metra kafli á milli Ingólfstorgs og Hlemms varanleg göngugata. Ef allt Austurstræti, Bankastræti og Laugavegur yrðu lögð undir göngugötu frá Ingólfstorgi og upp að Hlemmi yrði það eins og hálfs kílómetra löng gata. Strikið í Kaupmannahöfn er núna lengsta göngugata heims, en það er lagt til samanburðar við þessa hugmynd verður ljóst að Laugavegur yrði lengsta göngugata í heimi. Í Íslandi í dag var rætt við Pawel um þessa hugmynd, sem hann segir ekki kosningabrellu: „Ég held að þetta væri bara brilliant. Við sjáum að sá partur Laugavegar sem þegar er göngugata hefur heppnast mjög vel.“ Pawel Bartoszek er ötull talsmaður göngugatna í Reykjavík. Hann sagði frá hugmyndum um heimsmet í þeim efnum í Íslandi í dag.Vísir Þær áhyggjur eru jafnan viðraðar í tengslum við göngugötur að þar þrífist verslun síður, þar sem fólk vill heldur koma á bílum og geta lagt þeim. Pawel segir hins vegar að samkvæmt hans útreikningum þrífist verslun betur á þeim kafla Laugavegar sem hefur verið gerður að göngugötu. „Mér finnst borðleggjandi að taka kaflann upp að Barónsstíg á næstu fjórum árum. Það er smá flókinn kafli þarna efst sem er á milli Barónsstígs og Snorrabrautar, vegna þess að þar er í dag bílastæðahús. Það gæti því frekar verið spurning um fjögur árin þar á eftir, en sýnin er klárlega þangað,“ segir Pawel Bartoszek. Pawel segir að Reykvíkingar gætu að lokum vanist þessu, jafnvel þótt aðlögunin sé sannarlega að taka sinn tíma á þeim köflum sem þegar eru göngugötur, samanber þetta innslag hér frá því síðasta sumar: Borgarstjórn Reykjavík Göngugötur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Ísland í dag Tengdar fréttir Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10 Ánægja með göngugötur eykst á milli ára Tæplega 70 prósent Reykvíkinga eru jákvæð gagnvart göngugötum borgarinnar, um tveimur prósentustigum fleiri en árið á undan, samkvæmt niðurstöðum könnunar Maskínu sem Reykjavíkurborg lét vinna. 24. september 2021 18:53 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Pawel vill gera allan Laugaveg að göngugötu, en hvernig liti það út? Í innslaginu hér að ofan er sú hugmynd sett fram myndrænt og sýnt hvernig hún gæti verið útfærð. Sömuleiðis er gengið niður Laugaveginn í félagsskap frambjóðandans. Lengra en Strikið í Kaupmannahöfn Eins og sakir standa er aðeins þrjú hundruð og fimmtíu metra kafli á milli Ingólfstorgs og Hlemms varanleg göngugata. Ef allt Austurstræti, Bankastræti og Laugavegur yrðu lögð undir göngugötu frá Ingólfstorgi og upp að Hlemmi yrði það eins og hálfs kílómetra löng gata. Strikið í Kaupmannahöfn er núna lengsta göngugata heims, en það er lagt til samanburðar við þessa hugmynd verður ljóst að Laugavegur yrði lengsta göngugata í heimi. Í Íslandi í dag var rætt við Pawel um þessa hugmynd, sem hann segir ekki kosningabrellu: „Ég held að þetta væri bara brilliant. Við sjáum að sá partur Laugavegar sem þegar er göngugata hefur heppnast mjög vel.“ Pawel Bartoszek er ötull talsmaður göngugatna í Reykjavík. Hann sagði frá hugmyndum um heimsmet í þeim efnum í Íslandi í dag.Vísir Þær áhyggjur eru jafnan viðraðar í tengslum við göngugötur að þar þrífist verslun síður, þar sem fólk vill heldur koma á bílum og geta lagt þeim. Pawel segir hins vegar að samkvæmt hans útreikningum þrífist verslun betur á þeim kafla Laugavegar sem hefur verið gerður að göngugötu. „Mér finnst borðleggjandi að taka kaflann upp að Barónsstíg á næstu fjórum árum. Það er smá flókinn kafli þarna efst sem er á milli Barónsstígs og Snorrabrautar, vegna þess að þar er í dag bílastæðahús. Það gæti því frekar verið spurning um fjögur árin þar á eftir, en sýnin er klárlega þangað,“ segir Pawel Bartoszek. Pawel segir að Reykvíkingar gætu að lokum vanist þessu, jafnvel þótt aðlögunin sé sannarlega að taka sinn tíma á þeim köflum sem þegar eru göngugötur, samanber þetta innslag hér frá því síðasta sumar:
Borgarstjórn Reykjavík Göngugötur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Ísland í dag Tengdar fréttir Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10 Ánægja með göngugötur eykst á milli ára Tæplega 70 prósent Reykvíkinga eru jákvæð gagnvart göngugötum borgarinnar, um tveimur prósentustigum fleiri en árið á undan, samkvæmt niðurstöðum könnunar Maskínu sem Reykjavíkurborg lét vinna. 24. september 2021 18:53 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10
Ánægja með göngugötur eykst á milli ára Tæplega 70 prósent Reykvíkinga eru jákvæð gagnvart göngugötum borgarinnar, um tveimur prósentustigum fleiri en árið á undan, samkvæmt niðurstöðum könnunar Maskínu sem Reykjavíkurborg lét vinna. 24. september 2021 18:53