Ráðist á Chappelle á sviði í Los Angeles Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2022 08:54 Dave Chappelle var gagnrýndur harðlega fyrir að segja að kyn væri „staðreynd“ og að transfólk væri of hörundsárt í uppistandsþætti á Netflix í fyrra. Vísir/EPA Bandaríski uppistandarinn Dave Chappelle slapp ómeiddur þegar karlmaður hljóp hann niður á sviði í Los Angeles í gærkvöldi. Árásarmaðurinn hljóp baksviðs eftir atlöguna en var snúinn niður af öryggisvörðum. Uppákoman átti sér stað þegar Chappelle kom fram á uppistandshátíðinni Netflix er brandari í Hollywood-skálinni í Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna. Myndbönd af árásinni fóru á flug á samfélagsmiðlum en þar sést karlmaðurinn hlaupa á grínistann. #davechappelle attacked at #hollywoodbowl #netflixisajoke pic.twitter.com/oP04S0de90— abazar 🦇🔊 (@abazar) May 4, 2022 Ekki kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC af atvikinu hvað árásarmanninum gekk til. Árásin er þar sett í samhengi við gagnrýni sem Chappelle sætti vegna þáttar hans á Netflix þar sem hann var sakaður um andúð á transfólki í fyrra. Til mótmæla kom fyrir utan höfuðstöðvar streymisveitunnar Netflix vegna þáttarins. „Þetta var transmaður,“ sagði Chappelle þegar hann kom aftur upp á svið eftir árásina. Vinir Chappelle úr frægðarmennastétt komu honum til aðstoðar í darraðardansinum. Chris Rock, sem var sjálfur sleginn á sviði á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir skemmstu, kom upp á sviðið og leikarinn og söngvarinn Jamie Foxx sömuleiðis. „Þegar þú ert í kröppum dansi kemur Jamie Foxx alltaf á staðinn með skerfarahatt,“ grínaðist Chappelle. Talskona Hollywood-skálarinnar sagði að rannsókn væri hafin á atvikinu og hún gæti ekki tjáð sig frekar um það af þeim sökum. Bandaríkin Uppistand Hollywood Tengdar fréttir Chappelle sakaður um transfóbíu Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd. 8. október 2021 14:48 Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Uppákoman átti sér stað þegar Chappelle kom fram á uppistandshátíðinni Netflix er brandari í Hollywood-skálinni í Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna. Myndbönd af árásinni fóru á flug á samfélagsmiðlum en þar sést karlmaðurinn hlaupa á grínistann. #davechappelle attacked at #hollywoodbowl #netflixisajoke pic.twitter.com/oP04S0de90— abazar 🦇🔊 (@abazar) May 4, 2022 Ekki kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC af atvikinu hvað árásarmanninum gekk til. Árásin er þar sett í samhengi við gagnrýni sem Chappelle sætti vegna þáttar hans á Netflix þar sem hann var sakaður um andúð á transfólki í fyrra. Til mótmæla kom fyrir utan höfuðstöðvar streymisveitunnar Netflix vegna þáttarins. „Þetta var transmaður,“ sagði Chappelle þegar hann kom aftur upp á svið eftir árásina. Vinir Chappelle úr frægðarmennastétt komu honum til aðstoðar í darraðardansinum. Chris Rock, sem var sjálfur sleginn á sviði á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir skemmstu, kom upp á sviðið og leikarinn og söngvarinn Jamie Foxx sömuleiðis. „Þegar þú ert í kröppum dansi kemur Jamie Foxx alltaf á staðinn með skerfarahatt,“ grínaðist Chappelle. Talskona Hollywood-skálarinnar sagði að rannsókn væri hafin á atvikinu og hún gæti ekki tjáð sig frekar um það af þeim sökum.
Bandaríkin Uppistand Hollywood Tengdar fréttir Chappelle sakaður um transfóbíu Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd. 8. október 2021 14:48 Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Chappelle sakaður um transfóbíu Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd. 8. október 2021 14:48