Heilsugæsla og heilbrigðisþjónusta í fyrirrúmi Sævar Gíslason skrifar 4. maí 2022 08:45 Heilsugæsla hér í bæ er löngu sprungin en eins og staðan er núna þá geta verið margar vikur í bið á einu heilsugæslu bæjarins eftir heimilislækni og þjónustu sem er með öllu ólíðandi. Margt fólk er því nauðbeygt að leita í önnur sveitarfélög eftir slíkri þjónustu meðal annars ég og mín fjölskylda. Þessu vil ég breyta með að hafa frumkvæði í að fá einkarekna heilsugæslu sem hreinni viðbót við þá sem fyrir er. Einhverjir hræðast einkarekstur í heilsugæslukerfinu en með þessu móti myndi tíminn sem tekur að koma þessari nauðsynlegu þjónustu vera styttri en ef ríkisleiðin með sínum alkunna silagangi væri farin. Við getum ekki beðið lengur. Hugmynd mín að staðsetningu gæti verið á Tjarnarvöllum í Vallahverfi sem þá myndi þjóna Völlum, Holti, Áslandi og Skarðshlíð. Í framhaldi af því vildi ég byggja verslunar og þjónustukjarna með fallegri göngugötu fyrir miðju á Tjarnarvöllum á bílastæði nær Reykjanesbraut. Mikilvægt er í nýjum og vaxandi hverfum að fjölbreytt þjónusta sé í boði. Þann 23.06.2021 lagði bæjarstjórn áherslu á mikilvægi þess að heilsugæsla og hjúkrunarheimili rísi í Hamranesi þar sem sveitarfélagið hefur tekið frá lóð fyrir heilbrigðisþjónustu. Á þessu svæði búa um 10 þúsund manns þegar Vallahverfi, Skarðshlíð og Hamranes verða fullbyggð og jafnframt var bókað í fundargerð að nauðsynlegt sé að hefja undirbúning og viðræður við heilbrigðisráðuneytið sem fyrst. Bæjarstjórn fól bæjarstjóra að fylgja málinu eftir en ekkert hefur gerst og virðist málið liggja í dvala í skjóli núverandi meirihluta og virðist þetta ekki vera í forgang hjá þeim þrátt fyrir fögur loforð. Þessu viljum við í Miðflokknum og óháðum breyta og setja í algeran forgang. Höfundur er varamaður í fjölskylduráði og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði í komandi sveitastjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Miðflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Heilsugæsla hér í bæ er löngu sprungin en eins og staðan er núna þá geta verið margar vikur í bið á einu heilsugæslu bæjarins eftir heimilislækni og þjónustu sem er með öllu ólíðandi. Margt fólk er því nauðbeygt að leita í önnur sveitarfélög eftir slíkri þjónustu meðal annars ég og mín fjölskylda. Þessu vil ég breyta með að hafa frumkvæði í að fá einkarekna heilsugæslu sem hreinni viðbót við þá sem fyrir er. Einhverjir hræðast einkarekstur í heilsugæslukerfinu en með þessu móti myndi tíminn sem tekur að koma þessari nauðsynlegu þjónustu vera styttri en ef ríkisleiðin með sínum alkunna silagangi væri farin. Við getum ekki beðið lengur. Hugmynd mín að staðsetningu gæti verið á Tjarnarvöllum í Vallahverfi sem þá myndi þjóna Völlum, Holti, Áslandi og Skarðshlíð. Í framhaldi af því vildi ég byggja verslunar og þjónustukjarna með fallegri göngugötu fyrir miðju á Tjarnarvöllum á bílastæði nær Reykjanesbraut. Mikilvægt er í nýjum og vaxandi hverfum að fjölbreytt þjónusta sé í boði. Þann 23.06.2021 lagði bæjarstjórn áherslu á mikilvægi þess að heilsugæsla og hjúkrunarheimili rísi í Hamranesi þar sem sveitarfélagið hefur tekið frá lóð fyrir heilbrigðisþjónustu. Á þessu svæði búa um 10 þúsund manns þegar Vallahverfi, Skarðshlíð og Hamranes verða fullbyggð og jafnframt var bókað í fundargerð að nauðsynlegt sé að hefja undirbúning og viðræður við heilbrigðisráðuneytið sem fyrst. Bæjarstjórn fól bæjarstjóra að fylgja málinu eftir en ekkert hefur gerst og virðist málið liggja í dvala í skjóli núverandi meirihluta og virðist þetta ekki vera í forgang hjá þeim þrátt fyrir fögur loforð. Þessu viljum við í Miðflokknum og óháðum breyta og setja í algeran forgang. Höfundur er varamaður í fjölskylduráði og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði í komandi sveitastjórnarkosningum.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar