Heilsugæsla og heilbrigðisþjónusta í fyrirrúmi Sævar Gíslason skrifar 4. maí 2022 08:45 Heilsugæsla hér í bæ er löngu sprungin en eins og staðan er núna þá geta verið margar vikur í bið á einu heilsugæslu bæjarins eftir heimilislækni og þjónustu sem er með öllu ólíðandi. Margt fólk er því nauðbeygt að leita í önnur sveitarfélög eftir slíkri þjónustu meðal annars ég og mín fjölskylda. Þessu vil ég breyta með að hafa frumkvæði í að fá einkarekna heilsugæslu sem hreinni viðbót við þá sem fyrir er. Einhverjir hræðast einkarekstur í heilsugæslukerfinu en með þessu móti myndi tíminn sem tekur að koma þessari nauðsynlegu þjónustu vera styttri en ef ríkisleiðin með sínum alkunna silagangi væri farin. Við getum ekki beðið lengur. Hugmynd mín að staðsetningu gæti verið á Tjarnarvöllum í Vallahverfi sem þá myndi þjóna Völlum, Holti, Áslandi og Skarðshlíð. Í framhaldi af því vildi ég byggja verslunar og þjónustukjarna með fallegri göngugötu fyrir miðju á Tjarnarvöllum á bílastæði nær Reykjanesbraut. Mikilvægt er í nýjum og vaxandi hverfum að fjölbreytt þjónusta sé í boði. Þann 23.06.2021 lagði bæjarstjórn áherslu á mikilvægi þess að heilsugæsla og hjúkrunarheimili rísi í Hamranesi þar sem sveitarfélagið hefur tekið frá lóð fyrir heilbrigðisþjónustu. Á þessu svæði búa um 10 þúsund manns þegar Vallahverfi, Skarðshlíð og Hamranes verða fullbyggð og jafnframt var bókað í fundargerð að nauðsynlegt sé að hefja undirbúning og viðræður við heilbrigðisráðuneytið sem fyrst. Bæjarstjórn fól bæjarstjóra að fylgja málinu eftir en ekkert hefur gerst og virðist málið liggja í dvala í skjóli núverandi meirihluta og virðist þetta ekki vera í forgang hjá þeim þrátt fyrir fögur loforð. Þessu viljum við í Miðflokknum og óháðum breyta og setja í algeran forgang. Höfundur er varamaður í fjölskylduráði og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði í komandi sveitastjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Miðflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Heilsugæsla hér í bæ er löngu sprungin en eins og staðan er núna þá geta verið margar vikur í bið á einu heilsugæslu bæjarins eftir heimilislækni og þjónustu sem er með öllu ólíðandi. Margt fólk er því nauðbeygt að leita í önnur sveitarfélög eftir slíkri þjónustu meðal annars ég og mín fjölskylda. Þessu vil ég breyta með að hafa frumkvæði í að fá einkarekna heilsugæslu sem hreinni viðbót við þá sem fyrir er. Einhverjir hræðast einkarekstur í heilsugæslukerfinu en með þessu móti myndi tíminn sem tekur að koma þessari nauðsynlegu þjónustu vera styttri en ef ríkisleiðin með sínum alkunna silagangi væri farin. Við getum ekki beðið lengur. Hugmynd mín að staðsetningu gæti verið á Tjarnarvöllum í Vallahverfi sem þá myndi þjóna Völlum, Holti, Áslandi og Skarðshlíð. Í framhaldi af því vildi ég byggja verslunar og þjónustukjarna með fallegri göngugötu fyrir miðju á Tjarnarvöllum á bílastæði nær Reykjanesbraut. Mikilvægt er í nýjum og vaxandi hverfum að fjölbreytt þjónusta sé í boði. Þann 23.06.2021 lagði bæjarstjórn áherslu á mikilvægi þess að heilsugæsla og hjúkrunarheimili rísi í Hamranesi þar sem sveitarfélagið hefur tekið frá lóð fyrir heilbrigðisþjónustu. Á þessu svæði búa um 10 þúsund manns þegar Vallahverfi, Skarðshlíð og Hamranes verða fullbyggð og jafnframt var bókað í fundargerð að nauðsynlegt sé að hefja undirbúning og viðræður við heilbrigðisráðuneytið sem fyrst. Bæjarstjórn fól bæjarstjóra að fylgja málinu eftir en ekkert hefur gerst og virðist málið liggja í dvala í skjóli núverandi meirihluta og virðist þetta ekki vera í forgang hjá þeim þrátt fyrir fögur loforð. Þessu viljum við í Miðflokknum og óháðum breyta og setja í algeran forgang. Höfundur er varamaður í fjölskylduráði og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði í komandi sveitastjórnarkosningum.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar