Innlent

Laga- og kennara­nemar fúlsa ekki við frelsis­borgaranum

Jakob Bjarnar skrifar
Hildur Björnsdóttir í matarvagninum sem þegar hefur vakið verulega athygli, ekki síst eftir að Listaháskólinn afþakkaði komu vagnsins. En því fer fjarri að allir fúlsi við frelsisborgaranum, sem Sjálfstæðismenn bjóða uppá en þeir fara milli hverfa og bjóða uppá hamborgara og ís í tilefni af komandi kosningum.
Hildur Björnsdóttir í matarvagninum sem þegar hefur vakið verulega athygli, ekki síst eftir að Listaháskólinn afþakkaði komu vagnsins. En því fer fjarri að allir fúlsi við frelsisborgaranum, sem Sjálfstæðismenn bjóða uppá en þeir fara milli hverfa og bjóða uppá hamborgara og ís í tilefni af komandi kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn

Hildur Björnsdóttir, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir frelsisborgara flokksins hafa slegið í gegn og segir viðbrögð nemenda Listaháskólans við boði um borgara ekki lýsandi.

Meðal uppátækja Sjálfstæðisflokkurinn í kosningabaráttunni vegna komandi sveitarstjórnarkosninga er að fara milli hverfa með sérstakan matarvagn og bjóða upp á hamborgara, sem Sjálfstæðismenn kalla frelsisborgara. Til stóð að staðsetja vagninn á bílastæði Listaháskólans í Laugarnesi en listaspírurnar kunnu ekki gott að meta og afþökkuðu.

„Frelsinu fylgir rétturinn til að segja einfaldlega „nei takk!“. Það er gott að vita að nemendur Listaháskólans séu vel haldnir í mat og drykk,“ segir Hildur í samtali við Vísi. En bendir á að svo virðist ekki vera með laganema, kennaranema og nemendur Kvikmyndaskólans.

„Þeir óskað sérstaklega eftir komu matarvagnsins. Það er okkur bæði ljúft og skylt,“ segir Hildur.

Leiðtoginn fullyrðir að frelsisborgarinn hafi slegið í gegn.

„Tæplega 3000 borgarar hafa runnið ljúflega ofan í jafnmarga borgarbúa undir samtölum við málglaða frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins. Vagninn mun heimsækja hverfin í borginni á næstu dögum, og bjóða uppá ýmist ís eða borgara,“ segir Hildur og bætir því við að allir séu velkomnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×