„Veit vel að með því að ræða körfubolta í sjónvarpinu þá vill fólk sjá hvað maður sjálfur gerir“ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2022 11:06 Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Álftaness, og Kjartan Atli Kjartansson, nýr þjálfari liðsins. UMFÁ Kjartan Atli Kjartansson, sem verið hefur umsjónarmaður Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport um árabil, hefur ákveðið að gerast meistaraflokksþjálfari að nýju. Hann stýrir karlaliði Álftaness á næstu leiktíð, fyrir uppeldisfélagið sitt, og ætlar sér að koma því í Subway-deildina sem hann fjallar um í hverri viku. „Ég hef alveg velt því fyrir mér hvað þyrfti til að ég myndi fara aftur í meistaraflokksþjálfun. Þetta er fullkomið tækifæri. Liðið er í 1. deild, það er mikill metnaður þarna, þetta er liðið sem ég ólst upp í. Það er ákveðinn gluggi núna til að gera einhverja hluti og ég vildi ekki láta þetta tækifæri renna mér úr greipum,“ segir Kjartan Atli. Hann mun þó síður en svo hætta að stýra Körfuboltakvöldi. „Þegar leikir skarast á við þáttinn þá mun ég þó missa af þáttum en annars verð ég á mínum stað á skjánum,“ segir Kjartan. Lið Álftaness var einu skrefi frá því að komast upp í efstu deild í vor, undir stjórn Hrafns Kristjánssonar sem hætti eftir tímabilið. Kjartan Atli hefur sinnt körfuboltaþjálfun í yfir tvo áratugi en ekki þjálfað meistaraflokk síðan tímabilið 2014-15 þegar hann var aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Áður hafði hann einnig stýrt kvennaliði Stjörnunnar og karlaliði FSu sitt hvorn veturinn. Nú þarf maður að sjá hvort þessar glósur virki Tækifærið til að þjálfa Álftanes, liðið sem hann ólst upp í, var einfaldlega of gott til að hafna því. „Það hefur alltaf kitlað pínu að fara í meistaraflokksþjálfun. Það er mikill metnaður á Álftanesi og ég hef alltaf fylgst með liðinu, og átt í miklum tengslum við klúbbinn. Þegar þjálfarastaðan losnaði höfðu forráðamenn félagsins samband og ég var mjög lengi að hugsa mig um, og þurfti að ræða þetta við mína vinnuveitendur og fjölskylduna mína enda tökum við allar svona ákvarðanir í sameiningu. Ég er náttúrulega ótrúlega þakklátur fjölskyldunni og fyrirtækinu sem ég vinn hjá fyrir að veita mér þetta svigrúm svo að ég geti tekist á við þessa áskorun eins og mig langar til,“ segir Kjartan. Kjartan Atli Kjartansson og Stefanía Helga Ásmundsdóttir stýrðu Stjörnunni til Íslandsmeistaratitils í minnibolta 11 ára stelpna á dögunum.kki.is En fylgir því ekki aukin pressa að hafa verið aðalstjarnan í íslenskri körfuboltaumfjöllun um árabil og taka nú slaginn sjálfur í meistaraflokki? „Örugglega, þó ég hafi ekki pælt í því þannig,“ segir Kjartan léttur í bragði og bætir við: „Ég er búinn að vera að stúdera hvað allir aðrir eru að gera og nú þarf maður að sjá hvort þessar glósur sem maður hefur tekið í gegnum árin virki eitthvað. Ég er búinn að þjálfa yngri flokka allan þennan tíma og veit vel að með því að ræða körfubolta svona í sjónvarpinu að þá vill fólk sjá hvað maður sjálfur gerir. Og núna er maður kominn á meistaraflokksstigið svo að já, það er örugglega aðeins meiri pressa.“ En hvað ef að Kjartan skilar Álftanesi upp í efstu deild? Þjálfar hann liðið þá áfram og dregur sig í hlé í sjónvarpinu? „Þetta er samningur til eins árs og við þurfum bara að meta hvernig staðan verður að ári liðnu,“ segir Kjartan sem er þó staðráðinn í að stýra Álftanesi upp eftir að liðið komst í úrslit umspils í 1. deildinni í vor: „Íþróttalið vilja alltaf taka skref upp og það er ekkert skref upp á við fyrir Álftanes annað en að komast upp í Subway-deildina. Við vitum að við erum eitt af þessum liðum sem geta farið upp og ætlum okkur að gera það.“ Keypti búninga á útsölu og teipaði númerin á Kjartan Atli þjálfaði fyrsta liðið sem Álftanes sendi á Íslandsmót, árið 2001, eftir að hafa sjálfur verið með á fyrstu æfingum félagsins í lok síðustu aldar. „Ég var sautján þegar ég byrjaði að þjálfa hjá félaginu. Bróðir minn var ellefu ára og hann og vinir hans vildu æfa körfubolta. Ég tók að mér að vera með æfingar fyrir grunnskólabörn á Áltanesi nokkrum sinnum í viku, og skráði strákana á Íslandsmótið, keypti búningana sjálfur á útsölu í Intersport og teipaði númerin aftan á. Ég er því búinn að vera frá fyrsta degi í körfuboltanum á Álftanesi og það spilar inn í ákvörðunina núna,“ segir Kjartan sem eftir að hafa sjálfur spilað í úrvalsdeild lék með Álftanesi þegar liðið fór upp úr 3. deild og í 1. deildina. „Ég átti mér alltaf draum um að Álftanes yrði körfuboltabær en ég kom því aldrei lengra en svo að það væri draumur. Svo komu stjórnarmenn í félagið sem gátu tekið þetta enn lengra. Þá dreymdi ekki bara heldur framkvæmdu þeir og þeir hafa búið til ótrúlegt starf,“ segir Kjartan sem lék raunar einn leik með Álftanesi í 1. deildinni í vetur, þegar forföll voru vegna kórónuveirusmita, í 114-91 sigri á Hrunamönnum. Setur sig í spor krakkana á Nesinu Hann segir mikinn hug í mönnum á Álftanesi og bendir á að yfir 100 iðkendur séu nú í yngri flokkum félagsins, sem jafnframt er í samstarfi við Stjörnuna. „Það sem að höfðar mest til mín er að ég ólst sjálfur upp á Nesinu, í Sjávargötunni, og veit alveg hvaða þýðingu það hefur fyrir krakkana á Nesinu að það séu þarna íþróttalið, sterk meistaraflokkslið, sem maður getur borið sig saman við og stefnt á að spila með. Ég get sett mig í spor krakkana og langar að þau geti mætt á leiki og orðið hrifin af því sem við erum að gera, og stefnt í þessa átt.“ Körfuboltakvöld Körfubolti Garðabær UMF Álftanes Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
„Ég hef alveg velt því fyrir mér hvað þyrfti til að ég myndi fara aftur í meistaraflokksþjálfun. Þetta er fullkomið tækifæri. Liðið er í 1. deild, það er mikill metnaður þarna, þetta er liðið sem ég ólst upp í. Það er ákveðinn gluggi núna til að gera einhverja hluti og ég vildi ekki láta þetta tækifæri renna mér úr greipum,“ segir Kjartan Atli. Hann mun þó síður en svo hætta að stýra Körfuboltakvöldi. „Þegar leikir skarast á við þáttinn þá mun ég þó missa af þáttum en annars verð ég á mínum stað á skjánum,“ segir Kjartan. Lið Álftaness var einu skrefi frá því að komast upp í efstu deild í vor, undir stjórn Hrafns Kristjánssonar sem hætti eftir tímabilið. Kjartan Atli hefur sinnt körfuboltaþjálfun í yfir tvo áratugi en ekki þjálfað meistaraflokk síðan tímabilið 2014-15 þegar hann var aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Áður hafði hann einnig stýrt kvennaliði Stjörnunnar og karlaliði FSu sitt hvorn veturinn. Nú þarf maður að sjá hvort þessar glósur virki Tækifærið til að þjálfa Álftanes, liðið sem hann ólst upp í, var einfaldlega of gott til að hafna því. „Það hefur alltaf kitlað pínu að fara í meistaraflokksþjálfun. Það er mikill metnaður á Álftanesi og ég hef alltaf fylgst með liðinu, og átt í miklum tengslum við klúbbinn. Þegar þjálfarastaðan losnaði höfðu forráðamenn félagsins samband og ég var mjög lengi að hugsa mig um, og þurfti að ræða þetta við mína vinnuveitendur og fjölskylduna mína enda tökum við allar svona ákvarðanir í sameiningu. Ég er náttúrulega ótrúlega þakklátur fjölskyldunni og fyrirtækinu sem ég vinn hjá fyrir að veita mér þetta svigrúm svo að ég geti tekist á við þessa áskorun eins og mig langar til,“ segir Kjartan. Kjartan Atli Kjartansson og Stefanía Helga Ásmundsdóttir stýrðu Stjörnunni til Íslandsmeistaratitils í minnibolta 11 ára stelpna á dögunum.kki.is En fylgir því ekki aukin pressa að hafa verið aðalstjarnan í íslenskri körfuboltaumfjöllun um árabil og taka nú slaginn sjálfur í meistaraflokki? „Örugglega, þó ég hafi ekki pælt í því þannig,“ segir Kjartan léttur í bragði og bætir við: „Ég er búinn að vera að stúdera hvað allir aðrir eru að gera og nú þarf maður að sjá hvort þessar glósur sem maður hefur tekið í gegnum árin virki eitthvað. Ég er búinn að þjálfa yngri flokka allan þennan tíma og veit vel að með því að ræða körfubolta svona í sjónvarpinu að þá vill fólk sjá hvað maður sjálfur gerir. Og núna er maður kominn á meistaraflokksstigið svo að já, það er örugglega aðeins meiri pressa.“ En hvað ef að Kjartan skilar Álftanesi upp í efstu deild? Þjálfar hann liðið þá áfram og dregur sig í hlé í sjónvarpinu? „Þetta er samningur til eins árs og við þurfum bara að meta hvernig staðan verður að ári liðnu,“ segir Kjartan sem er þó staðráðinn í að stýra Álftanesi upp eftir að liðið komst í úrslit umspils í 1. deildinni í vor: „Íþróttalið vilja alltaf taka skref upp og það er ekkert skref upp á við fyrir Álftanes annað en að komast upp í Subway-deildina. Við vitum að við erum eitt af þessum liðum sem geta farið upp og ætlum okkur að gera það.“ Keypti búninga á útsölu og teipaði númerin á Kjartan Atli þjálfaði fyrsta liðið sem Álftanes sendi á Íslandsmót, árið 2001, eftir að hafa sjálfur verið með á fyrstu æfingum félagsins í lok síðustu aldar. „Ég var sautján þegar ég byrjaði að þjálfa hjá félaginu. Bróðir minn var ellefu ára og hann og vinir hans vildu æfa körfubolta. Ég tók að mér að vera með æfingar fyrir grunnskólabörn á Áltanesi nokkrum sinnum í viku, og skráði strákana á Íslandsmótið, keypti búningana sjálfur á útsölu í Intersport og teipaði númerin aftan á. Ég er því búinn að vera frá fyrsta degi í körfuboltanum á Álftanesi og það spilar inn í ákvörðunina núna,“ segir Kjartan sem eftir að hafa sjálfur spilað í úrvalsdeild lék með Álftanesi þegar liðið fór upp úr 3. deild og í 1. deildina. „Ég átti mér alltaf draum um að Álftanes yrði körfuboltabær en ég kom því aldrei lengra en svo að það væri draumur. Svo komu stjórnarmenn í félagið sem gátu tekið þetta enn lengra. Þá dreymdi ekki bara heldur framkvæmdu þeir og þeir hafa búið til ótrúlegt starf,“ segir Kjartan sem lék raunar einn leik með Álftanesi í 1. deildinni í vetur, þegar forföll voru vegna kórónuveirusmita, í 114-91 sigri á Hrunamönnum. Setur sig í spor krakkana á Nesinu Hann segir mikinn hug í mönnum á Álftanesi og bendir á að yfir 100 iðkendur séu nú í yngri flokkum félagsins, sem jafnframt er í samstarfi við Stjörnuna. „Það sem að höfðar mest til mín er að ég ólst sjálfur upp á Nesinu, í Sjávargötunni, og veit alveg hvaða þýðingu það hefur fyrir krakkana á Nesinu að það séu þarna íþróttalið, sterk meistaraflokkslið, sem maður getur borið sig saman við og stefnt á að spila með. Ég get sett mig í spor krakkana og langar að þau geti mætt á leiki og orðið hrifin af því sem við erum að gera, og stefnt í þessa átt.“
Körfuboltakvöld Körfubolti Garðabær UMF Álftanes Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira