Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 4. maí 2022 12:16 Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. Gert er ráð fyrir að verðbólga aukist í rúmlega 8 prósent á þriðja ársfjórðungi, en helsti drifkraftur verðbólgunnar er snarhækkandi húsnæðisverð í kjölfar þess að hömlum var létt af bankakerfinu í heimsfaraldri og hundruðum milljarða af lánsfé dælt inn á húsnæðismarkaðinn. Á meðan ríkisstjórnir nágrannalandanna kynna björgunarpakka til að verja fólk og fyrirtæki fyrir verðþrýstingi skilar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur auðu. Engar aðgerðir hafa verið kynntar til að bregðast við stöðunni í efnahagsmálum. Ráðherrar talaþvers og kruss og það virðist ekki vera margt sem stjórnarliðar geta sameinast um, annað en kannski það að Íslandsbankaklúðrið sé öllum nema Bjarna Benediktssyni að kenna. Framundan eru kjaraviðræður við krefjandi aðstæður. Alþýðusamband Íslands hefur lýst því yfir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ráðast að miklu leyti af því hvort stjórnvöld séu tilbúin að efla tilfærslukerfin og auka framboð af húsnæði fyrir lágtekju- og millitekjuhópa. Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi þegar kemur að slíkri húsnæðisuppbyggingu á undanförnum árum. Þótt aðeins 36 prósent landsmanna búi í Reykjavík hafa meira en 70 prósent íbúða í almenna íbúðakerfinu risið í borginni síðan 2016. Um leið hafa verið slegin met í úthlutun lóða; fjöldi útgefinna byggingarleyfa er alla jafna langt umfram fjölda framkvæmda sem ráðist er í og samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í fyrra voru 900 fleiri íbúðir í byggingu í Reykjavík en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til samans. Nýlega kynnti borgarstjóri áform um að tvöfalda fyrri uppbyggingaráætlanir svo meira en 2 þúsund íbúðir geti farið í uppbyggingu á hverju ári næstu fimm árin í Reykjavík. Það er áhyggjuefni að á meðan borgin stendur sig í stykkinu skuli ríkisstjórn Íslands boða talsverðan niðurskurð í fjárframlögum ríkisins til almenna íbúðakerfisins og algera stöðnun þegar kemur að stuðningi við barnafjölskyldur gegnum tilfærslukerfin. Þetta er gert í nafni aðhaldssamrar fjármálastefnu um leið og þensluhvetjandi skattastyrkjum er pungað út til efri millitekjufólks og hvers kyns hugmyndum um hærri álögur á tekjuhæstu hópana og stöndugustu fyrirtækin hafnað. Þetta eru kaldar kveðjur til verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjaraviðræðna. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa raunar enn ekki staðið við loforð sem gefin voru launafólki við undirritun síðustu kjarasamninga. Þá lofuðu Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi að hafa forgöngu um aðgerðir gegn launaþjófnaði og að tryggja leigjendum ákveðnar réttarbætur með breytingum á húsaleigulögum. Þessi mál mæta afgangi og rata ekki á dagskrá Alþingis; stjórnarliðum finnst t.a.m. liggja meira á því að fá umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar til umræðu í þingsal og til umfjöllunar í þingnefnd heldur en að efna þessi loforð. Þannig er forgangsröðunin við landstjórnina. Hætt er við því að ákvarðanafælni og úrræðaleysi, bæði gagnvart áhrifum verðbólgunnar á tekjulág og skuldsett heimili og gagnvart undirliggjandi orsökum verðþrýstingsins, valdi spennu sem brjótist fram í kjaraviðræðunum í haust. Þá mun sem fyrr skipta máli að hafa flokka við stjórnvölinn í Reykjavíkurborg sem skilja mikilvægi félagslegrar húsnæðisuppbyggingar, forgangsraða í þágu velferðar og stjórna af ábyrgð og festu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Verðlag Alþingi Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Sjá meira
Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. Gert er ráð fyrir að verðbólga aukist í rúmlega 8 prósent á þriðja ársfjórðungi, en helsti drifkraftur verðbólgunnar er snarhækkandi húsnæðisverð í kjölfar þess að hömlum var létt af bankakerfinu í heimsfaraldri og hundruðum milljarða af lánsfé dælt inn á húsnæðismarkaðinn. Á meðan ríkisstjórnir nágrannalandanna kynna björgunarpakka til að verja fólk og fyrirtæki fyrir verðþrýstingi skilar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur auðu. Engar aðgerðir hafa verið kynntar til að bregðast við stöðunni í efnahagsmálum. Ráðherrar talaþvers og kruss og það virðist ekki vera margt sem stjórnarliðar geta sameinast um, annað en kannski það að Íslandsbankaklúðrið sé öllum nema Bjarna Benediktssyni að kenna. Framundan eru kjaraviðræður við krefjandi aðstæður. Alþýðusamband Íslands hefur lýst því yfir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ráðast að miklu leyti af því hvort stjórnvöld séu tilbúin að efla tilfærslukerfin og auka framboð af húsnæði fyrir lágtekju- og millitekjuhópa. Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi þegar kemur að slíkri húsnæðisuppbyggingu á undanförnum árum. Þótt aðeins 36 prósent landsmanna búi í Reykjavík hafa meira en 70 prósent íbúða í almenna íbúðakerfinu risið í borginni síðan 2016. Um leið hafa verið slegin met í úthlutun lóða; fjöldi útgefinna byggingarleyfa er alla jafna langt umfram fjölda framkvæmda sem ráðist er í og samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í fyrra voru 900 fleiri íbúðir í byggingu í Reykjavík en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til samans. Nýlega kynnti borgarstjóri áform um að tvöfalda fyrri uppbyggingaráætlanir svo meira en 2 þúsund íbúðir geti farið í uppbyggingu á hverju ári næstu fimm árin í Reykjavík. Það er áhyggjuefni að á meðan borgin stendur sig í stykkinu skuli ríkisstjórn Íslands boða talsverðan niðurskurð í fjárframlögum ríkisins til almenna íbúðakerfisins og algera stöðnun þegar kemur að stuðningi við barnafjölskyldur gegnum tilfærslukerfin. Þetta er gert í nafni aðhaldssamrar fjármálastefnu um leið og þensluhvetjandi skattastyrkjum er pungað út til efri millitekjufólks og hvers kyns hugmyndum um hærri álögur á tekjuhæstu hópana og stöndugustu fyrirtækin hafnað. Þetta eru kaldar kveðjur til verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjaraviðræðna. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa raunar enn ekki staðið við loforð sem gefin voru launafólki við undirritun síðustu kjarasamninga. Þá lofuðu Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi að hafa forgöngu um aðgerðir gegn launaþjófnaði og að tryggja leigjendum ákveðnar réttarbætur með breytingum á húsaleigulögum. Þessi mál mæta afgangi og rata ekki á dagskrá Alþingis; stjórnarliðum finnst t.a.m. liggja meira á því að fá umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar til umræðu í þingsal og til umfjöllunar í þingnefnd heldur en að efna þessi loforð. Þannig er forgangsröðunin við landstjórnina. Hætt er við því að ákvarðanafælni og úrræðaleysi, bæði gagnvart áhrifum verðbólgunnar á tekjulág og skuldsett heimili og gagnvart undirliggjandi orsökum verðþrýstingsins, valdi spennu sem brjótist fram í kjaraviðræðunum í haust. Þá mun sem fyrr skipta máli að hafa flokka við stjórnvölinn í Reykjavíkurborg sem skilja mikilvægi félagslegrar húsnæðisuppbyggingar, forgangsraða í þágu velferðar og stjórna af ábyrgð og festu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar