Banna bílasölum að auglýsa tilboð á notuðum bílum án fyrra verðs Atli Ísleifsson skrifar 4. maí 2022 13:03 Stofnunin skoðaði 72 vefsíður bílasala og kom þá í ljós að tilefni hafi verið til athugasemda við 53 þeirra. Getty Neytendastofa hefur bannað bílasölunum Bílakaupum ehf. og Netbílum ehf. að auglýsa tilboð á notuðum bílum án þess að tilgreina fyrra verð. Þetta er gert eftir að bílasölurnar brugðust ekki við erindum stofnunarinnar og gerðu ekki úrbætur á vefsíðum sínum. Þetta segir á heimasíðu Neytendastofu. Þar segir að stofnunin hafi skoðað vefsíður bílasala með notaða bíla í júlí 2021. Tilgangur skoðunarinnar hafi verið að athuga hvort þar væru að finna tilboðsauglýsingar á bílum án þess að fram kæmi fyrra verð. Stofnunin skoðaði 72 vefsíður og hafi þá komið í ljós að tilefni hafi verið til athugasemda við 53 þeirra. „Neytendastofa sendi bílasölunum bréf þar sem vakin var athygli á skyldu til að kynna aðeins verðlækkun sem er raunveruleg og að taka fram fyrra verð þegar tilboð er kynnt. Í bréfinu voru jafnframt sett fram tilmæli um að gæta þess að fara að þeim lögum og reglum er gilda um auglýsingar og tilboðsmerkingar. Neytendastofa fylgdi skoðuninni eftir í lok janúar sl. og enn voru tilboðsauglýsingar á vefsíðum 46 bílasala í ólagi. Í kjölfar athugasemda Neytendastofu voru gerðar viðeigandi úrbætur hjá 44 bílasölum Tvær bílasölur brugðust hins vegar ekki við erindum Neytendastofu og gerðu ekki úrbætur á vefsíðum sínum. Því hefur stofnunin nú tekið ákvörðun um að banna Bílakaup ehf. og Netbílum ehf. að auglýsa tilboð á bifreiðum án tilgreinds fyrra verðs,“ segir á heimasíðunni. Verði ekki farið að banninu mega bílasölurnar búast við að tekin verði ákvörðun um sektir á grundvelli laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Bílar Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Þetta segir á heimasíðu Neytendastofu. Þar segir að stofnunin hafi skoðað vefsíður bílasala með notaða bíla í júlí 2021. Tilgangur skoðunarinnar hafi verið að athuga hvort þar væru að finna tilboðsauglýsingar á bílum án þess að fram kæmi fyrra verð. Stofnunin skoðaði 72 vefsíður og hafi þá komið í ljós að tilefni hafi verið til athugasemda við 53 þeirra. „Neytendastofa sendi bílasölunum bréf þar sem vakin var athygli á skyldu til að kynna aðeins verðlækkun sem er raunveruleg og að taka fram fyrra verð þegar tilboð er kynnt. Í bréfinu voru jafnframt sett fram tilmæli um að gæta þess að fara að þeim lögum og reglum er gilda um auglýsingar og tilboðsmerkingar. Neytendastofa fylgdi skoðuninni eftir í lok janúar sl. og enn voru tilboðsauglýsingar á vefsíðum 46 bílasala í ólagi. Í kjölfar athugasemda Neytendastofu voru gerðar viðeigandi úrbætur hjá 44 bílasölum Tvær bílasölur brugðust hins vegar ekki við erindum Neytendastofu og gerðu ekki úrbætur á vefsíðum sínum. Því hefur stofnunin nú tekið ákvörðun um að banna Bílakaup ehf. og Netbílum ehf. að auglýsa tilboð á bifreiðum án tilgreinds fyrra verðs,“ segir á heimasíðunni. Verði ekki farið að banninu mega bílasölurnar búast við að tekin verði ákvörðun um sektir á grundvelli laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Bílar Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira