Viðhald félagslegra leiguíbúða Sigrún Árnadóttir skrifar 4. maí 2022 15:45 Í gær birtist aðsend grein á www.visir.is þar sem vakin var athygli á umræðu um vandamál vegna myglu og raka í byggingum. Þeirri spurningu var velt upp hvernig ástandið væri í leiguíbúðumFélagsbústaða og því haldið fram að þar væri víða pottur brotinn. Hvort sú fullyrðing fæst staðist skal ósagt látið enda liggur ekki fyrir heildstætt mat á ástandi þeirra rúmlega 3000 íbúða sem Félagsbústaðir leigja út. En af þessu tilefni er rétt að greina stuttlega frá hvernig viðhaldi íbúðanna er háttað. Í öllum hverfum borgarinnar eru félagslegar leiguíbúðir sem ætlaðar eru fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum, auk leiguíbúða fyrir aldraða og fólk með fötlun. Alls rúmlega 3000 íbúðir. Árleg fjölgun íbúða er í takti við áherslur Reykjavíkurborgar um frekari uppbyggingu til þess að mæta þörfum fyrir húsnæði og er gjarnan miðað við að 5% íbúða í borginni séu félagslegar leiguíbúðir. Flestar íbúðirnar sem keyptar hafa verið á undanförnum árum eru í nýbyggingum. Á hverju ári er fjöldinn allur af íbúðum standsettur vegna leigjendaskipta. Fagmenntaðir starfsmenn Félagsbústaða yfirfara íbúðirnar og gera áætlun um viðhald og kostnað. Fengnir eru fagaðilar á sínu sviði í þær endurbætur sem með þarf fyrir næstu útleigu. Þannig voru á árinu 2021 12% íbúða félagsins endurnýjaðar vegna nýrra leigjenda eða flutnings leigjenda milli íbúða auk þess sem gerðir voru leigusamningar um 100 nýkeyptar íbúðir. Viðhaldi íbúða í búsetu er sinnt í kjölfar ábendinga frá leigjendum eða húsfélagi viðkomandi fjölbýlishúss. Þjónustuborð Félagsbústaða skráir niður öll erindi og kemur þeim í réttan farveg til viðeigandi úrlausnar. Á árinu 2021 voru skráðar 2330 viðhaldsbeiðnir. Beiðnirnar eru eins og gefur að skilja af fjölbreyttum toga allt frá biluðum krana til lekavandamála. Iðnaðarmenn sinna öllum þessum erindum. Auk þessa berast erindi eða ábendingar um flóknari úrlausnarefni og er þá farið í sérstaka húsnæðisskoðun til frekari greiningar. Þegar leigjendur tilkynna um leka, óeðlilegan raka eða grun um myglu er farið í sérstakar húsnæðisskoðanir og eftir atvikum fengnir óháðir aðilar til að mæla loftgæði og/eða taka sýni til að kanna mygluvöxt. Myglu í húsnæði má einkum rekja til utanaðkomandi vatnsleka, leka innanhúss, ónógrar loftunar og ófullnægjandi þrifa. Leitast er við að komast að upptökum vandans og gera þær lagfæringar sem með þarf. Félagsbústaðir leggja áherslu á að svara öllum þeim erindum sem berast frá leigjendum og aðstoða við úrlausn þeirra mála sem upp koma vegna viðhalds eða annarra erinda. Á síðastliðnum 3 árum hefur MMR framkvæmt tvær þjónustukannanir meðal leigjenda Félagsbústaða. Ánægjulegt er að meiri ánægja mælist með þjónustuþætti í síðari könnuninni sem fram fór í apríl á síðasta ári. Þar kom í ljós að 84% leigjanda eru ánægðir eða mjög ánægðir með að leigja hjá Félagsbústöðum sem er aukning frá fyrri mælingu. Alls mældust 72% leigjenda ánægðir með þjónustu Félagsbústaða sem er aukning um 10% milli mælinga. Ánægja eða mikil ánægja með viðhaldsþjónustu mældist 60% og jókst ánægjan um 4% milli kannana. Niðurstöður eru rýndar og lagt á ráðin um úrbætur og hvernig má gera gott betra. Félagsbústaðir eru hlutafélag að fullu í eigu Reykjavíkurborgar. Eigandinn skipar stjórn félagsins sem ber ábyrgð á rekstrinum. Þannig hafa kjörnir fulltrúar aðrir en þeir sem sæti eiga í stjórninni ekki beina aðkomu að rekstri Félagsbústaða. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mygla Tengdar fréttir Mygla í félagslegu íbúðarhúsnæði Reykjavíkurborgar Við heyrum reglulega af vandamálum tengdum myglu og raka í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Er umræðan þá aðallega tengd skólum og vellíðan barna og starfsmanna þar. En hvað um fjölskyldur sem eru í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar og af ýmsum ástæðum jafnvel föst þar? Er ástandið á íbúðunum þar bara í lagi? 3. maí 2022 15:00 Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær birtist aðsend grein á www.visir.is þar sem vakin var athygli á umræðu um vandamál vegna myglu og raka í byggingum. Þeirri spurningu var velt upp hvernig ástandið væri í leiguíbúðumFélagsbústaða og því haldið fram að þar væri víða pottur brotinn. Hvort sú fullyrðing fæst staðist skal ósagt látið enda liggur ekki fyrir heildstætt mat á ástandi þeirra rúmlega 3000 íbúða sem Félagsbústaðir leigja út. En af þessu tilefni er rétt að greina stuttlega frá hvernig viðhaldi íbúðanna er háttað. Í öllum hverfum borgarinnar eru félagslegar leiguíbúðir sem ætlaðar eru fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum, auk leiguíbúða fyrir aldraða og fólk með fötlun. Alls rúmlega 3000 íbúðir. Árleg fjölgun íbúða er í takti við áherslur Reykjavíkurborgar um frekari uppbyggingu til þess að mæta þörfum fyrir húsnæði og er gjarnan miðað við að 5% íbúða í borginni séu félagslegar leiguíbúðir. Flestar íbúðirnar sem keyptar hafa verið á undanförnum árum eru í nýbyggingum. Á hverju ári er fjöldinn allur af íbúðum standsettur vegna leigjendaskipta. Fagmenntaðir starfsmenn Félagsbústaða yfirfara íbúðirnar og gera áætlun um viðhald og kostnað. Fengnir eru fagaðilar á sínu sviði í þær endurbætur sem með þarf fyrir næstu útleigu. Þannig voru á árinu 2021 12% íbúða félagsins endurnýjaðar vegna nýrra leigjenda eða flutnings leigjenda milli íbúða auk þess sem gerðir voru leigusamningar um 100 nýkeyptar íbúðir. Viðhaldi íbúða í búsetu er sinnt í kjölfar ábendinga frá leigjendum eða húsfélagi viðkomandi fjölbýlishúss. Þjónustuborð Félagsbústaða skráir niður öll erindi og kemur þeim í réttan farveg til viðeigandi úrlausnar. Á árinu 2021 voru skráðar 2330 viðhaldsbeiðnir. Beiðnirnar eru eins og gefur að skilja af fjölbreyttum toga allt frá biluðum krana til lekavandamála. Iðnaðarmenn sinna öllum þessum erindum. Auk þessa berast erindi eða ábendingar um flóknari úrlausnarefni og er þá farið í sérstaka húsnæðisskoðun til frekari greiningar. Þegar leigjendur tilkynna um leka, óeðlilegan raka eða grun um myglu er farið í sérstakar húsnæðisskoðanir og eftir atvikum fengnir óháðir aðilar til að mæla loftgæði og/eða taka sýni til að kanna mygluvöxt. Myglu í húsnæði má einkum rekja til utanaðkomandi vatnsleka, leka innanhúss, ónógrar loftunar og ófullnægjandi þrifa. Leitast er við að komast að upptökum vandans og gera þær lagfæringar sem með þarf. Félagsbústaðir leggja áherslu á að svara öllum þeim erindum sem berast frá leigjendum og aðstoða við úrlausn þeirra mála sem upp koma vegna viðhalds eða annarra erinda. Á síðastliðnum 3 árum hefur MMR framkvæmt tvær þjónustukannanir meðal leigjenda Félagsbústaða. Ánægjulegt er að meiri ánægja mælist með þjónustuþætti í síðari könnuninni sem fram fór í apríl á síðasta ári. Þar kom í ljós að 84% leigjanda eru ánægðir eða mjög ánægðir með að leigja hjá Félagsbústöðum sem er aukning frá fyrri mælingu. Alls mældust 72% leigjenda ánægðir með þjónustu Félagsbústaða sem er aukning um 10% milli mælinga. Ánægja eða mikil ánægja með viðhaldsþjónustu mældist 60% og jókst ánægjan um 4% milli kannana. Niðurstöður eru rýndar og lagt á ráðin um úrbætur og hvernig má gera gott betra. Félagsbústaðir eru hlutafélag að fullu í eigu Reykjavíkurborgar. Eigandinn skipar stjórn félagsins sem ber ábyrgð á rekstrinum. Þannig hafa kjörnir fulltrúar aðrir en þeir sem sæti eiga í stjórninni ekki beina aðkomu að rekstri Félagsbústaða. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða
Mygla í félagslegu íbúðarhúsnæði Reykjavíkurborgar Við heyrum reglulega af vandamálum tengdum myglu og raka í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Er umræðan þá aðallega tengd skólum og vellíðan barna og starfsmanna þar. En hvað um fjölskyldur sem eru í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar og af ýmsum ástæðum jafnvel föst þar? Er ástandið á íbúðunum þar bara í lagi? 3. maí 2022 15:00
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun