Sverrir Einar áfrýjar máli sínu á hendur Sindra Þór Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2022 16:41 Sverrir Einar segist ekki geta unað þeirri niðurstöðu sem varð í héraði í meiðyrðamáli hans á hendur Sindra Þór en Sverrir segir fyrirliggjandi að Sindri hafi lagt sig í framkróka um að valda sér sem allra mestu tjóni með ummælum um sig á Twitter. Sverrir Einar Eiríksson eigandi Nýju vínbúðarinnar hefur ákveðið að áfrýja máli sínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni markaðsstjóra Tjarnarbíós. „Eftir nokkra umhugsun hef ég ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli mínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni. Ég sætti mig ekki við þá niðurstöðu héraðsdóms að Sindra hafi mátt úthúða mér á samfélagsmiðlum án tilefnis, með fullyrðingum sem voru í senn meiðandi og rangar,“ segir Sverrir Einar í samtali við Vísi. Harkaleg rimma á Twitter Sverrir Einar segist hafa legið undir feldi, um hvort hann ætti að ráðast í áfrýjun eða ekki en hann tapaði málinu í héraði. Í dag rennur frestur til áfrýjunar út. Sverrir Einar höfðaði mál gegn Sindra Þór vegna þriggja ummæla sem Sindri lét falla á samfélagsmiðlum í haust eftir að þeir fóru í hár saman á Twitter. Þá var mál Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumáls á allra vörum og Sverrir átt í rökræðum við ýmsa á Twitter um málið, meðal annars við meðlimi baráttuhópsins Öfga. Krefst þriggja milljóna króna í skaðabætur Sverrir segist ekki geta unað niðurstöðunni í héraði. „Ljóst er að Sindri Þór gerði hvað hann gat til þess að valda mér sem mestu tjóni með því að draga starf mitt og lifibrauð inn í ummæli sín. Þá þykir mér rökstuðningur héraðsdóms ekki sannfærandi og gefa tilefni til að skjóta málinu til æðra dómstigs. Ég ber miklar vonir til þess að Landsréttur rétti af kúrsinn í þessari dómaframkvæmd,“ segir Sverrir Einar. Í áfrýjunarstefnu kemur fram að þess er krafist að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og Sindri Þór dæmdur til að greiða Sverri 3.000.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 17. september 2021 til 17. október 2021 og með dráttarvöxtum samkvæmt 2. mgr. 6. gr. sömu laga þeim degi til greiðsludags. Ummælin sem Sindri lét falla um Sverri og málið snýst um eru eftirfarandi: 1. „Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“ 2. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst gaman að áreita konur á samfélagsmiðlum og þess vegna eru fáir að fylgja honum. En einn þeirra sem er fylgjandi Sverri og hans aðferðum er Tómas Þóroddsson, sérlegur Ingó-vinur og fráfarandi stjórnarmaður KSÍ. Ekki vera eins og þeir.“ 3. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki uppá sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“ Sindri Þór hefur í ýmsu að snúast vegna ætlaðra meiðyrða sinna en málflutningur var í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns á hendur honum í fyrr í vikunni. Dómsmál Samfélagsmiðlar MeToo Tjáningarfrelsi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
„Eftir nokkra umhugsun hef ég ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli mínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni. Ég sætti mig ekki við þá niðurstöðu héraðsdóms að Sindra hafi mátt úthúða mér á samfélagsmiðlum án tilefnis, með fullyrðingum sem voru í senn meiðandi og rangar,“ segir Sverrir Einar í samtali við Vísi. Harkaleg rimma á Twitter Sverrir Einar segist hafa legið undir feldi, um hvort hann ætti að ráðast í áfrýjun eða ekki en hann tapaði málinu í héraði. Í dag rennur frestur til áfrýjunar út. Sverrir Einar höfðaði mál gegn Sindra Þór vegna þriggja ummæla sem Sindri lét falla á samfélagsmiðlum í haust eftir að þeir fóru í hár saman á Twitter. Þá var mál Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumáls á allra vörum og Sverrir átt í rökræðum við ýmsa á Twitter um málið, meðal annars við meðlimi baráttuhópsins Öfga. Krefst þriggja milljóna króna í skaðabætur Sverrir segist ekki geta unað niðurstöðunni í héraði. „Ljóst er að Sindri Þór gerði hvað hann gat til þess að valda mér sem mestu tjóni með því að draga starf mitt og lifibrauð inn í ummæli sín. Þá þykir mér rökstuðningur héraðsdóms ekki sannfærandi og gefa tilefni til að skjóta málinu til æðra dómstigs. Ég ber miklar vonir til þess að Landsréttur rétti af kúrsinn í þessari dómaframkvæmd,“ segir Sverrir Einar. Í áfrýjunarstefnu kemur fram að þess er krafist að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og Sindri Þór dæmdur til að greiða Sverri 3.000.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 17. september 2021 til 17. október 2021 og með dráttarvöxtum samkvæmt 2. mgr. 6. gr. sömu laga þeim degi til greiðsludags. Ummælin sem Sindri lét falla um Sverri og málið snýst um eru eftirfarandi: 1. „Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“ 2. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst gaman að áreita konur á samfélagsmiðlum og þess vegna eru fáir að fylgja honum. En einn þeirra sem er fylgjandi Sverri og hans aðferðum er Tómas Þóroddsson, sérlegur Ingó-vinur og fráfarandi stjórnarmaður KSÍ. Ekki vera eins og þeir.“ 3. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki uppá sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“ Sindri Þór hefur í ýmsu að snúast vegna ætlaðra meiðyrða sinna en málflutningur var í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns á hendur honum í fyrr í vikunni.
1. „Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“ 2. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst gaman að áreita konur á samfélagsmiðlum og þess vegna eru fáir að fylgja honum. En einn þeirra sem er fylgjandi Sverri og hans aðferðum er Tómas Þóroddsson, sérlegur Ingó-vinur og fráfarandi stjórnarmaður KSÍ. Ekki vera eins og þeir.“ 3. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki uppá sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“
Dómsmál Samfélagsmiðlar MeToo Tjáningarfrelsi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira