Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2022 19:21 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir kaupmátt ekki verða tryggðan með miklum krónutöluhækkunum launa. Allir verði að sameinast um aðgerðir til að lækka verðbólguna og tryggja þannig aukinn kaupmátt. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í morgun. Hækkunin mun meðal annars leiða til hækkunar húsnæðislánavaxta viðskiptabankanna og þar með greiðslubyrði heimilanna af þeim. Þegar vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum fóru vextirnir úr 4,5 prósentum í fjögur prósent í maí 2019. Þeir lækkuðu síðan hratt og urðu lægstir 0,75 prósent í nóvember 2020 þegar kórónuveirufaraldurinn hafi geisað í níu mánuði. Fyrir nákvæmlega ári tóku vextirnir að hækka á ný þar til þeir voru komnir í 2,75 prósent í byrjun febrúar á þessu ári og í dag voru þeir hækkaðir um eitt prósentustig upp í 3,75 prósent. Kristján Jónsson Enn og aftur eins og undanfarin misseri spáir Seðlabankinn versnandi efnahagshorfum og þar með verðbólguhorfum. Verðbólgan eigi eftir að hækka á næsta ársfjórðungi og þar með vextirnir. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er nánast liðinn segir seðlabankastjóri að stríðið í Úkraínu valdi enn frekari verðhækkunum á hrávöru í útlöndum sem valdi verðhækkunum hér á landi. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er svartsýnn á framhaldið og bankinn spáir því að verðbólgan fari yfir átta prósentin á næsta ársfjórðungi. „Það er ástæðan fyrir því að við hækkum verðbólguspána núna. Við óttumst að á næstu mánuðum munum við sjá aukna innflutta verðbólgu sem muni hækka verðbólgustigið. Það bætist síðan við aðra þætti sem hafa verið að hækka hér innanlands eins og hækkun fasteignaverðs, verð þjónustu og fleira,“ segir Ásgeir. Það sé ekki rétt mat hjá ýmsum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar að hækkun vaxta kyndi undir verðbólgunni þótt hann skilji áhyggjur þeirra af stöðunni. Nú þurfi allir; Seðlabankinn, ríkið og aðilar vinnumarkaðarins aðleggjast á eitt til að vinna gegn verðbólgunni. „Það er mjög mikilvægt að við náum að mynda stöðugan grunn fyrir kjarasamninga. Að við náum að halda áfram þeirri stefnu sem er búin er að vera, um langtíma aukningu kaupmáttar og stöðugleika. Þannig að heimilin geti reiknað með að fá aukinn kaupmátt með jöfnum og þéttum hætti. Ekki upp og niður eins og hefur alltaf verið hér,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í morgun. Hækkunin mun meðal annars leiða til hækkunar húsnæðislánavaxta viðskiptabankanna og þar með greiðslubyrði heimilanna af þeim. Þegar vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum fóru vextirnir úr 4,5 prósentum í fjögur prósent í maí 2019. Þeir lækkuðu síðan hratt og urðu lægstir 0,75 prósent í nóvember 2020 þegar kórónuveirufaraldurinn hafi geisað í níu mánuði. Fyrir nákvæmlega ári tóku vextirnir að hækka á ný þar til þeir voru komnir í 2,75 prósent í byrjun febrúar á þessu ári og í dag voru þeir hækkaðir um eitt prósentustig upp í 3,75 prósent. Kristján Jónsson Enn og aftur eins og undanfarin misseri spáir Seðlabankinn versnandi efnahagshorfum og þar með verðbólguhorfum. Verðbólgan eigi eftir að hækka á næsta ársfjórðungi og þar með vextirnir. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er nánast liðinn segir seðlabankastjóri að stríðið í Úkraínu valdi enn frekari verðhækkunum á hrávöru í útlöndum sem valdi verðhækkunum hér á landi. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er svartsýnn á framhaldið og bankinn spáir því að verðbólgan fari yfir átta prósentin á næsta ársfjórðungi. „Það er ástæðan fyrir því að við hækkum verðbólguspána núna. Við óttumst að á næstu mánuðum munum við sjá aukna innflutta verðbólgu sem muni hækka verðbólgustigið. Það bætist síðan við aðra þætti sem hafa verið að hækka hér innanlands eins og hækkun fasteignaverðs, verð þjónustu og fleira,“ segir Ásgeir. Það sé ekki rétt mat hjá ýmsum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar að hækkun vaxta kyndi undir verðbólgunni þótt hann skilji áhyggjur þeirra af stöðunni. Nú þurfi allir; Seðlabankinn, ríkið og aðilar vinnumarkaðarins aðleggjast á eitt til að vinna gegn verðbólgunni. „Það er mjög mikilvægt að við náum að mynda stöðugan grunn fyrir kjarasamninga. Að við náum að halda áfram þeirri stefnu sem er búin er að vera, um langtíma aukningu kaupmáttar og stöðugleika. Þannig að heimilin geti reiknað með að fá aukinn kaupmátt með jöfnum og þéttum hætti. Ekki upp og niður eins og hefur alltaf verið hér,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51
Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21
Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28