Borgar borgarlínan sig? Jón Ingi Hákonarson skrifar 5. maí 2022 11:30 Heilbrigð þétting byggðar getur ekki orðið að veruleika án Borgarlínunnar í Hafnarfirði. Slík þétting er forsenda fyrir lifandi og áhugaverðum bæ sem getur laðað að sér fyrirtæki og fólk. Borgarlína og húsnæðisuppbygging er sitt hvor hliðin á sama peningi. Sóknarfærin í Hraun Vestur og við Flensborgarhöfn byggja á öflugum almenningssamgöngum. Það er því ljóst að án Borgarlínunnar verða ekki byggð upp spennandi borgarhverfi þar sem blönduð byggð íbúða og þjónustu verða í öndvegi. Án Borgarlínunnar er því hætt við að Hafnarfjörður þróist smám saman eingöngu í úthverfi sem getur aftur veikt miðbæinn og bæjarbraginn. Sem betur fer er allt á fleygiferð hjá fyrirtækinu Betri samgöngum við undirbúning þessarar miklu innviðafjárfestingar en það er áhyggjuefni hvað meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði sýnir þessu mikla hagsmunamáli okkar lítinn áhuga. Það er nefnilega staðreynd að Hafnarfjörður á í samkeppni við hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um að laða fyrirtæki og fólk til sín. Helstu fyrirtæki landsins keppast nú við að staðsetja sig nálægt framtíðar Borgarlínum og á meðan Borgarlínan inn í Hafnarfjörð er með síðustu áföngum á dagskrá (ca árið 2030-2032) og lítill sem engin áhugi hjá meirihlutanum, er næsta víst að fyrirtækin muni leita annað. Það er deginum ljósara að við í Hafnarfirði þurfum að vinna heimavinnuna okkar og vera búin með skipulagsvinnu okkar megin til að tefja ekki framkvæmdir og lenda undir í samkeppninni við önnur sveitarfélög. Því meira sem við trössum Borgarlínuna því meira tefjum við uppbyggingu húsnæðis í Hafnarfirði. Það er því með ólíkindum að allir flokkar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi synjað ósk okkar Viðreisnar um að hefja deiliskipulagsvinnu á þessu ári er varðar lausnir á mögulegri legu borgarlínunnar. Það skiptir máli í öllu þessu ferli að sýna frumkvæði og vera tilbúinn með allt sem snýr að Hafnarfirði því ef við tefjum og slórum munu önnur svæði verða tekin fram fyrir okkur með öllum þeim töfum á uppbyggingu húsnæðis sem því fylgir. Við höfum ekki efni á því að tefja frekari húsnæðisuppbyggingu og þéttingu byggðar hér í Hafnarfirði. Borgar Borgarlínan sig þá? Leið 1 milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur sem komin er næst því að vera Borgarlína, standur undir sér. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Borgarlína Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigð þétting byggðar getur ekki orðið að veruleika án Borgarlínunnar í Hafnarfirði. Slík þétting er forsenda fyrir lifandi og áhugaverðum bæ sem getur laðað að sér fyrirtæki og fólk. Borgarlína og húsnæðisuppbygging er sitt hvor hliðin á sama peningi. Sóknarfærin í Hraun Vestur og við Flensborgarhöfn byggja á öflugum almenningssamgöngum. Það er því ljóst að án Borgarlínunnar verða ekki byggð upp spennandi borgarhverfi þar sem blönduð byggð íbúða og þjónustu verða í öndvegi. Án Borgarlínunnar er því hætt við að Hafnarfjörður þróist smám saman eingöngu í úthverfi sem getur aftur veikt miðbæinn og bæjarbraginn. Sem betur fer er allt á fleygiferð hjá fyrirtækinu Betri samgöngum við undirbúning þessarar miklu innviðafjárfestingar en það er áhyggjuefni hvað meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði sýnir þessu mikla hagsmunamáli okkar lítinn áhuga. Það er nefnilega staðreynd að Hafnarfjörður á í samkeppni við hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um að laða fyrirtæki og fólk til sín. Helstu fyrirtæki landsins keppast nú við að staðsetja sig nálægt framtíðar Borgarlínum og á meðan Borgarlínan inn í Hafnarfjörð er með síðustu áföngum á dagskrá (ca árið 2030-2032) og lítill sem engin áhugi hjá meirihlutanum, er næsta víst að fyrirtækin muni leita annað. Það er deginum ljósara að við í Hafnarfirði þurfum að vinna heimavinnuna okkar og vera búin með skipulagsvinnu okkar megin til að tefja ekki framkvæmdir og lenda undir í samkeppninni við önnur sveitarfélög. Því meira sem við trössum Borgarlínuna því meira tefjum við uppbyggingu húsnæðis í Hafnarfirði. Það er því með ólíkindum að allir flokkar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi synjað ósk okkar Viðreisnar um að hefja deiliskipulagsvinnu á þessu ári er varðar lausnir á mögulegri legu borgarlínunnar. Það skiptir máli í öllu þessu ferli að sýna frumkvæði og vera tilbúinn með allt sem snýr að Hafnarfirði því ef við tefjum og slórum munu önnur svæði verða tekin fram fyrir okkur með öllum þeim töfum á uppbyggingu húsnæðis sem því fylgir. Við höfum ekki efni á því að tefja frekari húsnæðisuppbyggingu og þéttingu byggðar hér í Hafnarfirði. Borgar Borgarlínan sig þá? Leið 1 milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur sem komin er næst því að vera Borgarlína, standur undir sér. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar