Gjaldfrjálsir leikskólar – aukinn jöfnuður Bjarney Bjarnadóttir skrifar 5. maí 2022 13:15 Eitt mikilvægasta stefnumál Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru gjaldfrjálsir leikskólar. Menntastofnanir eru mikilvægustu grunnstoðir samfélagsins og okkar öflugasta verkfæri þegar kemur að auknum jöfnuði. Þar eiga öll börn að hafa jöfn tækifæri til náms og fá að njóta sín á eigin verðleikum í samfélagi við aðra. Leikskólinn er fyrsta skólastigið lögum samkvæmt. Þrátt fyrir að ekki sé skólaskylda á leikskólastigi þá skýtur það skökku við að leikskólar séu ekki gjaldfrjálsir líkt og grunnskólarnir. Tryggjum félagslegt réttlæti fyrir börn Við mannfólkið fæðumst ekki með jöfn tækifæri í lífinu. Strax við fæðingu er okkur mismunað eftir búsetu, fjárhagsstöðu og öðrum aðstæðum foreldra. Talið er að nú búi um 10.000 börn við fátækt á Íslandi. Þetta eru börnin sem fara svöng að sofa. Þetta eru börnin sem fara ekki í afmæli hjá skólafélögum því það er ekki til peningur til að gefa gjöf eða á aðrar skemmtanir sem kosta. Og þetta eru börnin sem eru ólíklegri en önnur börn til að fara í leikskóla og missa þar með af dýrmætu tækifæri til að umgangast jafnaldra og efla þannig tengsl og félagsþroska. Auk annars náms sem fram fer í faglegu starfi leikskólanna á hverjum degi. Mennta- og velferðarkerfið eru helstu tæki jöfnunar og félagslegs réttlætis fyrir börn. Að gefa öllum börnum tækifæri til að sækja leikskóla er því stórt skref í átt að auknum jöfnuði. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn Fólk á barneignaraldri er oft á þeim stað í lífinu að þau eru að koma sér þaki yfir höfuðið og að byrja að fóta sig í atvinnulífinu. Auk þess er þetta oft á tíðum sá hópur sem hefur lægstar tekjur. Á sama tíma er þetta sá tími í lífi barna þegar gæðastundir með foreldrum eru hvað mikilvægastar. Að samfélagið taki höndum saman og styðji við barnafjölskyldur með því að minnka þennan útgjaldalið mun skapa svigrúm til aukinnar samveru foreldra og barna. Það mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins þegar fram líða stundir. Setjum börnin efst í forgangsröðina Eins og áður sagði er það stefna okkar að hafa gjaldfrjálsa leikskóla í Borgarbyggð og er stefnt að því að gera það í áföngum.Ætlunin er að taka fyrsta skrefið í átt að því markmiði með því að fella niður leikskólagjöld fyrir fjögurra klukkustunda dvöl, frá og með 1. janúar 2024. Í dag eru hlutur foreldra um 68 – 70 milljónir á ári. Vel er hægt að standa undir þessum kostnaði með fyrirsjáanlegum hækkunum á tekjuliðum Borgarbyggðar, sem og með forgangsröðum verkefna sem sátt mun ríkja um. Þar ættu málefni barna að vera efst í forgangsröðinni. Setjum X við A Það er ekki nóg að innleiða stefnur sem líta vel út á pappír. Með því að setja X við A í komandi sveitarstjórnarkosningum er tekið stórt skref í málefnum barna. Það er okkar markmið að Borgarbyggð verði framarlega í flokki þegar kemur að fjölskylduvænu samfélagi, ekki bara í orði heldur líka á borði. Höfundur er oddiviti sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta stefnumál Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru gjaldfrjálsir leikskólar. Menntastofnanir eru mikilvægustu grunnstoðir samfélagsins og okkar öflugasta verkfæri þegar kemur að auknum jöfnuði. Þar eiga öll börn að hafa jöfn tækifæri til náms og fá að njóta sín á eigin verðleikum í samfélagi við aðra. Leikskólinn er fyrsta skólastigið lögum samkvæmt. Þrátt fyrir að ekki sé skólaskylda á leikskólastigi þá skýtur það skökku við að leikskólar séu ekki gjaldfrjálsir líkt og grunnskólarnir. Tryggjum félagslegt réttlæti fyrir börn Við mannfólkið fæðumst ekki með jöfn tækifæri í lífinu. Strax við fæðingu er okkur mismunað eftir búsetu, fjárhagsstöðu og öðrum aðstæðum foreldra. Talið er að nú búi um 10.000 börn við fátækt á Íslandi. Þetta eru börnin sem fara svöng að sofa. Þetta eru börnin sem fara ekki í afmæli hjá skólafélögum því það er ekki til peningur til að gefa gjöf eða á aðrar skemmtanir sem kosta. Og þetta eru börnin sem eru ólíklegri en önnur börn til að fara í leikskóla og missa þar með af dýrmætu tækifæri til að umgangast jafnaldra og efla þannig tengsl og félagsþroska. Auk annars náms sem fram fer í faglegu starfi leikskólanna á hverjum degi. Mennta- og velferðarkerfið eru helstu tæki jöfnunar og félagslegs réttlætis fyrir börn. Að gefa öllum börnum tækifæri til að sækja leikskóla er því stórt skref í átt að auknum jöfnuði. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn Fólk á barneignaraldri er oft á þeim stað í lífinu að þau eru að koma sér þaki yfir höfuðið og að byrja að fóta sig í atvinnulífinu. Auk þess er þetta oft á tíðum sá hópur sem hefur lægstar tekjur. Á sama tíma er þetta sá tími í lífi barna þegar gæðastundir með foreldrum eru hvað mikilvægastar. Að samfélagið taki höndum saman og styðji við barnafjölskyldur með því að minnka þennan útgjaldalið mun skapa svigrúm til aukinnar samveru foreldra og barna. Það mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins þegar fram líða stundir. Setjum börnin efst í forgangsröðina Eins og áður sagði er það stefna okkar að hafa gjaldfrjálsa leikskóla í Borgarbyggð og er stefnt að því að gera það í áföngum.Ætlunin er að taka fyrsta skrefið í átt að því markmiði með því að fella niður leikskólagjöld fyrir fjögurra klukkustunda dvöl, frá og með 1. janúar 2024. Í dag eru hlutur foreldra um 68 – 70 milljónir á ári. Vel er hægt að standa undir þessum kostnaði með fyrirsjáanlegum hækkunum á tekjuliðum Borgarbyggðar, sem og með forgangsröðum verkefna sem sátt mun ríkja um. Þar ættu málefni barna að vera efst í forgangsröðinni. Setjum X við A Það er ekki nóg að innleiða stefnur sem líta vel út á pappír. Með því að setja X við A í komandi sveitarstjórnarkosningum er tekið stórt skref í málefnum barna. Það er okkar markmið að Borgarbyggð verði framarlega í flokki þegar kemur að fjölskylduvænu samfélagi, ekki bara í orði heldur líka á borði. Höfundur er oddiviti sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun