Frábært Garðatorg – „Eins og í Garðabæ“ Sigríður Hulda Jónsdóttir og Guðfinnur Sigurvinsson skrifa 6. maí 2022 08:30 Ímyndum okkur Garðabæ framtíðarinnar. Líf og leikur, fjölbreytt afþreying og þjónusta og falleg almannarými. Það er forgangsverkefni að ljúka Garðatorgi sem glæsilegum miðbæ sem skapar bæjarbrag og er mannlífsmiðja þar sem íbúar hittast og ganga erinda sinna. Uppbygging nýja Garðatorgs gekk vel og gefur góða von um framhaldið. Glæsileg verslun og þjónusta er á torginu og við sjáum það á þétt skipuðum bílastæðum að viðskiptavinirnir fylgja á eftir. Eldri hluti Garðatorgs hrópar nú á endurgerð og þar eru gríðarlega spennandi möguleikar í stöðunni. Slíka endurgerð þarf að framkvæma í samvinnu við hagsmunaaðila. Þetta þarf að gera Það þarf að draga að snjalla hönnuði og hugmyndasmiði sem skilgreina í samráði við hagsmunaaðila og bæjarstjórn hvers konar andrúmsloft eigi að ríkja á Garðatorgi til framtíðar. Aðkoman á að vera falleg og upplifun af heimsókn í miðbæinn jákvæð. Hugmyndasamkeppni um framtíð miðbæjarins gæti verið góð leið til þess að sjá betur tækifærin sem eru möguleg. Við slíka framkvæmd er eins og ávallt rétt að horfa til leiða sem draga úr helstu umhverfisáhrifum af byggingum. Öflugt mannlíf Endurhugsa og efla þarf yfirbyggðu svæðin, horfa á miðbæinn í heild og tengja saman kjarnana. Grunnhönnun yfirbyggðu svæðanna skapar marga möguleika og þar eru nú glæsilegar verslanir og öflugir þjónustuaðilar. Útfærsla í samvinnu við hagsmunaaðila getur skapað aðlaðandi og lifandi svæði t.d. mathöll, fjölbreytta þjónustu smærri fyrirtækja, menningarmiðju, leik- og vinnusvæði eða afþreyingu. Yfirbyggða bókasafnstorgið gæti t.d. verið grænt svæði með suðrænum blæ, uppákomum og listsýningum. Bæjarstjórn gæti fundað á torginu og stjórnsýslan átt þar opinn samstarfsvettvang við bæjarbúa. Frá íbúum hefur komið hugmynd um gosbrunn á torginu sem vert er að skoða. Við þurfum að halda áfram að byggja torgið upp af miklum metnaði og tryggja að þar sé umhverfið í sérflokki. Þannig getum við með umgjörðinni laðað að fyrirtæki sem njóta vinsælda og fólk vill skipta við. Breyttir tímar, breyttar þarfir Sú var tíðin að fólk þurfti bara lóð til að byggja sér hús á og að í grennd væri nýlenduvöruverslun með helstu nauðsynjum. Nútímafólk hefur aðrar þarfir. Það vill búa í bæ þar sem það getur notið sín, fara á kaffihús og samverustaði til að eiga gæðastundir. Hafa mögleikann á því að njóta stemmningar á mismunandi árstíðum, s.s. á sumrin og fyrir jól, fara gangandi og hitta félaga. Nú eru bæði á Garðatorgi og í mismunandi hverfum bæjarins að spretta upp staðir og starfsemi sem mæta þessum kröfum. Sannkölluð hverfishjörtu. Þetta er spennandi verkefni sem verður gaman að takast á við og móta. Ef vel tekst til þá er þetta dæmi um framtak sem mun verða grunnur að bæjarbrag og ímynd bæjarins. Við þurfum að reisa þessar stoðir þannig að úr verði gott fordæmi og þegar aðrir vilja byggja miðbæ eða efla verslun og þjónustu verði sagt; „Já, svona eins og í Garðabæ.” Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ og formaður skólanefndar. Guðfinnur Sigurvinsson, varabæjarfulltrúi í Garðabæ og í umhverfisnefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur Garðabæ framtíðarinnar. Líf og leikur, fjölbreytt afþreying og þjónusta og falleg almannarými. Það er forgangsverkefni að ljúka Garðatorgi sem glæsilegum miðbæ sem skapar bæjarbrag og er mannlífsmiðja þar sem íbúar hittast og ganga erinda sinna. Uppbygging nýja Garðatorgs gekk vel og gefur góða von um framhaldið. Glæsileg verslun og þjónusta er á torginu og við sjáum það á þétt skipuðum bílastæðum að viðskiptavinirnir fylgja á eftir. Eldri hluti Garðatorgs hrópar nú á endurgerð og þar eru gríðarlega spennandi möguleikar í stöðunni. Slíka endurgerð þarf að framkvæma í samvinnu við hagsmunaaðila. Þetta þarf að gera Það þarf að draga að snjalla hönnuði og hugmyndasmiði sem skilgreina í samráði við hagsmunaaðila og bæjarstjórn hvers konar andrúmsloft eigi að ríkja á Garðatorgi til framtíðar. Aðkoman á að vera falleg og upplifun af heimsókn í miðbæinn jákvæð. Hugmyndasamkeppni um framtíð miðbæjarins gæti verið góð leið til þess að sjá betur tækifærin sem eru möguleg. Við slíka framkvæmd er eins og ávallt rétt að horfa til leiða sem draga úr helstu umhverfisáhrifum af byggingum. Öflugt mannlíf Endurhugsa og efla þarf yfirbyggðu svæðin, horfa á miðbæinn í heild og tengja saman kjarnana. Grunnhönnun yfirbyggðu svæðanna skapar marga möguleika og þar eru nú glæsilegar verslanir og öflugir þjónustuaðilar. Útfærsla í samvinnu við hagsmunaaðila getur skapað aðlaðandi og lifandi svæði t.d. mathöll, fjölbreytta þjónustu smærri fyrirtækja, menningarmiðju, leik- og vinnusvæði eða afþreyingu. Yfirbyggða bókasafnstorgið gæti t.d. verið grænt svæði með suðrænum blæ, uppákomum og listsýningum. Bæjarstjórn gæti fundað á torginu og stjórnsýslan átt þar opinn samstarfsvettvang við bæjarbúa. Frá íbúum hefur komið hugmynd um gosbrunn á torginu sem vert er að skoða. Við þurfum að halda áfram að byggja torgið upp af miklum metnaði og tryggja að þar sé umhverfið í sérflokki. Þannig getum við með umgjörðinni laðað að fyrirtæki sem njóta vinsælda og fólk vill skipta við. Breyttir tímar, breyttar þarfir Sú var tíðin að fólk þurfti bara lóð til að byggja sér hús á og að í grennd væri nýlenduvöruverslun með helstu nauðsynjum. Nútímafólk hefur aðrar þarfir. Það vill búa í bæ þar sem það getur notið sín, fara á kaffihús og samverustaði til að eiga gæðastundir. Hafa mögleikann á því að njóta stemmningar á mismunandi árstíðum, s.s. á sumrin og fyrir jól, fara gangandi og hitta félaga. Nú eru bæði á Garðatorgi og í mismunandi hverfum bæjarins að spretta upp staðir og starfsemi sem mæta þessum kröfum. Sannkölluð hverfishjörtu. Þetta er spennandi verkefni sem verður gaman að takast á við og móta. Ef vel tekst til þá er þetta dæmi um framtak sem mun verða grunnur að bæjarbrag og ímynd bæjarins. Við þurfum að reisa þessar stoðir þannig að úr verði gott fordæmi og þegar aðrir vilja byggja miðbæ eða efla verslun og þjónustu verði sagt; „Já, svona eins og í Garðabæ.” Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ og formaður skólanefndar. Guðfinnur Sigurvinsson, varabæjarfulltrúi í Garðabæ og í umhverfisnefnd.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun