Gæti fjölgað á Akureyri um þúsund manns árlega næstu ár? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 6. maí 2022 09:30 Stutta svarið er: líklega ekki. Það er heldur ekki víst að slíkt sé æskilegt. En veltum þessu aðeins fyrir okkur. Á síðasta ári fjölgaði íbúum á Akureyri um meira en 400. Mikil eftirspurn er nú eftir húsnæði og lítið til sölu. Þarna úti virðast vera margir sem vilja eiga heima á Akureyri. Til viðbótar þessu ástandi munum við vonandi fá upprisu ferðaþjónustunnar á þessu ári. Beint utanlandsflug er að fara af stað og stór baðstaður að opna. Það mun verða líf í tuskunum. En hvað þýðir þetta? Myndi íbúum hér fjölga um hátt í þúsund á árinu ef nægt væri húsnæðið? Þetta krefst þess af okkur að hugsa framhaldið. Hvert á Akureyri að fara? Hvernig viljum við að Akureyri þróist? Hvort sem okkur líkar betur eða verr er Akureyri að breytast í smáborg. Og við þurfum að taka á móti þessari vaxandi borg, bjóða hana velkomna og leiða hana áfram. Í þeim efnum eru verkefnin næg. Til þess að ferðaþjónustan geti blómstrað þurfum við uppbyggingu. Við þurfum fleiri hótel. Best er að slík starfsemi sé í miðbænum eða því sem næst og styðji þannig við aðra miðbæjarstarfsemi. Lengi hefur staðið til að rífa Sjallann og byggja þar hótel en því miður lítið gerst þrátt fyrir hundrað lokaböll. Fleiri staðir koma til greina. Einnig má spyrja hvort hinni glæsilegu eign Akureyrarbæjar, Rósenborg, mætti breyta í hótel. Ef við ætlum að bjóða smáborgina velkomna þurfum við að byggja fleiri íbúðir en áður, 300 til 350 á ári er gott markmið. Enginn skortur er á aðilum sem vilja byggja enda húnæðisverð hátt. Við sem samfélag, með okkar kjörnu fulltrúum, þurfum hins vegar að leiða uppbygginguna. Skaffa rými fyrir aukna byggð, úthluta lóðum, sem og að stjórna því hvernig hverfi eru hönnuð, hvers konar byggingar rísa og síðast en ekki síst að smáborgin sé í heild mannvænt umhverfi. Við héldum að Hagahverfi dygði lengur til lóðaúthlutana og uggðum ekki að okkur. Fljótlega varð ljóst að fara yrði í átak til að fjölga lóðum. Nú er stutt í að Móahverfi verði opnað og er þar gert ráð fyrir um 1000 íbúðum. Jafnframt er stutt í frekari byggingu Holtahverfis þar sem um 300 íbúðir verða reistar. Með þessum svæðum sem og þéttingarverkefnum (sem alltaf ganga hægar) er líklegt að nægar lóðir verði í boði næstu fimm árin. En hvað svo? Á næsta kjörtímabili þarf að huga að næstu skrefum. Áfram þarf að þétta bæinn þar sem það er heppilegt en einnig huga að nýjum hverfum. Það er þekkt um allan heim að hverfi umbreytast. Hverfi sem hafa verið lágt skrifuð iðnaðarhverfi hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og jafnvel breyst í eftirsótt og dýr hverfi. Á Akureyri er eitt hverfi sem sérstaklega þarf á slíkri umbreytingu að halda. Það er Oddeyrin. Oddeyrin er á besta staðnum, upp við miðbæinn, á mesta flatlendinu og með mikla sögu og falleg hús. Þetta hverfi ætti að vera það dýrasta á Akureyri. Mesta borgarhverfi Akureyrar. Við þurfum að ýta þessari umbreytingu af stað því ef hún fer af stað mun hún halda sjálfkrafa áfram. Hægt er að byggja ný hús á Eyrinni en þar þarf að vanda til verka hvað útlit varðar. Helst þyrftu ný hús að vera í klassískum stíl til að halda sérstöku yfirbragði hverfisins. Einbýlishús á einni hæð er versta landnýtingin í þéttbýli. Mörg slík eru á Eyrinni og varðveita þarf þar vissar götumyndir þeirra en líklega má byggja stærri hús í stað þeirra í einhverjum tilvikum. Miðbærinn mun skipta hvað mestu hvernig smáborgin Akureyri þróast. Með fallegum og mannvænum miðbæ mun Akureyri draga enn fastar til sín fólk og fyrirtæki. Miðbærinn þarf að vera staður þar sem fólk fær löngun til að hinkra, setjast niður og njóta umhverfisins og fallegra húsa. Við getum búið til þennan miðbæ með hjálp réttra fagaðila. Nýting Akureyrarvallar ætti að auka svigrúmið enn frekar í þessum efnum. Miðbærinn er okkar stærsta tækifæri sem því miður er auðvelt að klúðra. Með uppbyggingu í miðbænum verður varla komist hjá því að byggja bílastæðahús eitt eða fleiri. Hvar þau eiga að vera er eitt af verkefnunum sem þarf að ræða. Heppilegast er ef hægt er að setja bílastæðahús þar sem pláss er ekki tekið frá byggingum, t.d. undir núverandi umhverfi. Í vaxandi bæ eru skipulagsmálin mikilvægari en ella. Þau verða fyrirferðarmikil á næsta kjörtímabili. Í þeim verðum við að tryggja skilvirka vinnu en missa ekki sjónar af aðalatriðunum. Fólk vill búa í fallegum bæjum og borgum frekar en ljótum. Við viljum öll fallega Akureyri. Falleg Akureyri mun auka velferð okkar, bæði andlega og efnahagslega. Höfundur skipar 8. sæti L-listans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Jón Þorvaldur Heiðarsson Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stutta svarið er: líklega ekki. Það er heldur ekki víst að slíkt sé æskilegt. En veltum þessu aðeins fyrir okkur. Á síðasta ári fjölgaði íbúum á Akureyri um meira en 400. Mikil eftirspurn er nú eftir húsnæði og lítið til sölu. Þarna úti virðast vera margir sem vilja eiga heima á Akureyri. Til viðbótar þessu ástandi munum við vonandi fá upprisu ferðaþjónustunnar á þessu ári. Beint utanlandsflug er að fara af stað og stór baðstaður að opna. Það mun verða líf í tuskunum. En hvað þýðir þetta? Myndi íbúum hér fjölga um hátt í þúsund á árinu ef nægt væri húsnæðið? Þetta krefst þess af okkur að hugsa framhaldið. Hvert á Akureyri að fara? Hvernig viljum við að Akureyri þróist? Hvort sem okkur líkar betur eða verr er Akureyri að breytast í smáborg. Og við þurfum að taka á móti þessari vaxandi borg, bjóða hana velkomna og leiða hana áfram. Í þeim efnum eru verkefnin næg. Til þess að ferðaþjónustan geti blómstrað þurfum við uppbyggingu. Við þurfum fleiri hótel. Best er að slík starfsemi sé í miðbænum eða því sem næst og styðji þannig við aðra miðbæjarstarfsemi. Lengi hefur staðið til að rífa Sjallann og byggja þar hótel en því miður lítið gerst þrátt fyrir hundrað lokaböll. Fleiri staðir koma til greina. Einnig má spyrja hvort hinni glæsilegu eign Akureyrarbæjar, Rósenborg, mætti breyta í hótel. Ef við ætlum að bjóða smáborgina velkomna þurfum við að byggja fleiri íbúðir en áður, 300 til 350 á ári er gott markmið. Enginn skortur er á aðilum sem vilja byggja enda húnæðisverð hátt. Við sem samfélag, með okkar kjörnu fulltrúum, þurfum hins vegar að leiða uppbygginguna. Skaffa rými fyrir aukna byggð, úthluta lóðum, sem og að stjórna því hvernig hverfi eru hönnuð, hvers konar byggingar rísa og síðast en ekki síst að smáborgin sé í heild mannvænt umhverfi. Við héldum að Hagahverfi dygði lengur til lóðaúthlutana og uggðum ekki að okkur. Fljótlega varð ljóst að fara yrði í átak til að fjölga lóðum. Nú er stutt í að Móahverfi verði opnað og er þar gert ráð fyrir um 1000 íbúðum. Jafnframt er stutt í frekari byggingu Holtahverfis þar sem um 300 íbúðir verða reistar. Með þessum svæðum sem og þéttingarverkefnum (sem alltaf ganga hægar) er líklegt að nægar lóðir verði í boði næstu fimm árin. En hvað svo? Á næsta kjörtímabili þarf að huga að næstu skrefum. Áfram þarf að þétta bæinn þar sem það er heppilegt en einnig huga að nýjum hverfum. Það er þekkt um allan heim að hverfi umbreytast. Hverfi sem hafa verið lágt skrifuð iðnaðarhverfi hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og jafnvel breyst í eftirsótt og dýr hverfi. Á Akureyri er eitt hverfi sem sérstaklega þarf á slíkri umbreytingu að halda. Það er Oddeyrin. Oddeyrin er á besta staðnum, upp við miðbæinn, á mesta flatlendinu og með mikla sögu og falleg hús. Þetta hverfi ætti að vera það dýrasta á Akureyri. Mesta borgarhverfi Akureyrar. Við þurfum að ýta þessari umbreytingu af stað því ef hún fer af stað mun hún halda sjálfkrafa áfram. Hægt er að byggja ný hús á Eyrinni en þar þarf að vanda til verka hvað útlit varðar. Helst þyrftu ný hús að vera í klassískum stíl til að halda sérstöku yfirbragði hverfisins. Einbýlishús á einni hæð er versta landnýtingin í þéttbýli. Mörg slík eru á Eyrinni og varðveita þarf þar vissar götumyndir þeirra en líklega má byggja stærri hús í stað þeirra í einhverjum tilvikum. Miðbærinn mun skipta hvað mestu hvernig smáborgin Akureyri þróast. Með fallegum og mannvænum miðbæ mun Akureyri draga enn fastar til sín fólk og fyrirtæki. Miðbærinn þarf að vera staður þar sem fólk fær löngun til að hinkra, setjast niður og njóta umhverfisins og fallegra húsa. Við getum búið til þennan miðbæ með hjálp réttra fagaðila. Nýting Akureyrarvallar ætti að auka svigrúmið enn frekar í þessum efnum. Miðbærinn er okkar stærsta tækifæri sem því miður er auðvelt að klúðra. Með uppbyggingu í miðbænum verður varla komist hjá því að byggja bílastæðahús eitt eða fleiri. Hvar þau eiga að vera er eitt af verkefnunum sem þarf að ræða. Heppilegast er ef hægt er að setja bílastæðahús þar sem pláss er ekki tekið frá byggingum, t.d. undir núverandi umhverfi. Í vaxandi bæ eru skipulagsmálin mikilvægari en ella. Þau verða fyrirferðarmikil á næsta kjörtímabili. Í þeim verðum við að tryggja skilvirka vinnu en missa ekki sjónar af aðalatriðunum. Fólk vill búa í fallegum bæjum og borgum frekar en ljótum. Við viljum öll fallega Akureyri. Falleg Akureyri mun auka velferð okkar, bæði andlega og efnahagslega. Höfundur skipar 8. sæti L-listans á Akureyri.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar