Um hafnamál Rúnar Gunnarsson skrifar 6. maí 2022 10:02 Nú þegar styttist í kosningar er ekki úr vegi að setja saman stuttan pistil um þann hluta sveitarfélagsins Múlaþings sem fær ekki alltaf næga umfjöllun. Í Múlaþingi eru þrjár hafnir sem hver fyrir sig hefur sína eigin sérstöðu. Allar eiga þær sameiginlegt að vera öflugar og umsvifamiklar á sinn hátt. Borgarfjörður með sína einstöku höfn sem þjónustar stóran smábátaflota, Djúpivogur með mikil umsvif tengd laxeldi og bolfiski og Seyðisfjörður sem er fjórða stærsta höfn landsins þegar kemur að þjónustu við skemmtiferðaskip og umfangsmikil fiskihöfn. Á næsta kjörtímabili stendur til að fara í miklar framkvæmdir í samvinnu við vegagerðina í öllum höfnunum og verða þær þá enn betur í stakk búnar til að takast á við verkefnin sem eru til staðar. Vinna er nú þegar hafin við nýtt stálþil á Djúpavogi, Borgarfjarðarhöfn verður gerð aðgengilegri og á Seyðisfirði verður gamla Engrosbryggjan endurbyggð og áform eru uppi um lengingu og stækkun Strandarbakka. Allt verður þetta til þess að Hafnir Múlaþings munu geta aukið þá þjónustu sem boðið er upp á og gefur mikla möguleika á tekjuaukningu í tengslum við hafnsækna starfsemi. En betur má ef duga skal og telur undirritaður að hefja þurfi markvisst átak í markaðssetningu hafnanna. Með Axarvegi auðveldast flutningar milli Djúpavogs og Seyðisfjarðar. Og með tilkomu Fjarðarheiðagangna, sem fara í framkvæmd á næsta ári, mun opnast mikill möguleiki á Seyðisfirði að taka á móti flutningaskipum svipuðum þeim sem sigla á Þorlákshöfn. Þetta er stórt tækifæri til að koma Höfnum Múlaþings rækilega á kortið. Með stækkun hafnarkants á Seyðisfirði opnast einnig nýjar víddir í móttöku skemmtiferðaskipa. Það verður stórt verkefni að hafa góða stjórn á því að seilast ekki of langt í skipafjölda, en ég held að með góðu samtali við ferðaþjónustuaðila þá hafi Austurland alla burði til að verða leiðandi í skemmtiferðaskipabransanum. Nauðsynlegt er því að setjast saman og marka okkur stefnu í ferðamálum og auðvelda þeim sem hafa áhuga á að koma upp afþreyingu fyrir ferðamenn að gera slíkt. Við verðum að hugsa stórt og horfa björtum augum á framtíðina. Höfundur er yfirhafnavörður á Seyðisfirði og skipar 6. sæti á lista Austurlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar styttist í kosningar er ekki úr vegi að setja saman stuttan pistil um þann hluta sveitarfélagsins Múlaþings sem fær ekki alltaf næga umfjöllun. Í Múlaþingi eru þrjár hafnir sem hver fyrir sig hefur sína eigin sérstöðu. Allar eiga þær sameiginlegt að vera öflugar og umsvifamiklar á sinn hátt. Borgarfjörður með sína einstöku höfn sem þjónustar stóran smábátaflota, Djúpivogur með mikil umsvif tengd laxeldi og bolfiski og Seyðisfjörður sem er fjórða stærsta höfn landsins þegar kemur að þjónustu við skemmtiferðaskip og umfangsmikil fiskihöfn. Á næsta kjörtímabili stendur til að fara í miklar framkvæmdir í samvinnu við vegagerðina í öllum höfnunum og verða þær þá enn betur í stakk búnar til að takast á við verkefnin sem eru til staðar. Vinna er nú þegar hafin við nýtt stálþil á Djúpavogi, Borgarfjarðarhöfn verður gerð aðgengilegri og á Seyðisfirði verður gamla Engrosbryggjan endurbyggð og áform eru uppi um lengingu og stækkun Strandarbakka. Allt verður þetta til þess að Hafnir Múlaþings munu geta aukið þá þjónustu sem boðið er upp á og gefur mikla möguleika á tekjuaukningu í tengslum við hafnsækna starfsemi. En betur má ef duga skal og telur undirritaður að hefja þurfi markvisst átak í markaðssetningu hafnanna. Með Axarvegi auðveldast flutningar milli Djúpavogs og Seyðisfjarðar. Og með tilkomu Fjarðarheiðagangna, sem fara í framkvæmd á næsta ári, mun opnast mikill möguleiki á Seyðisfirði að taka á móti flutningaskipum svipuðum þeim sem sigla á Þorlákshöfn. Þetta er stórt tækifæri til að koma Höfnum Múlaþings rækilega á kortið. Með stækkun hafnarkants á Seyðisfirði opnast einnig nýjar víddir í móttöku skemmtiferðaskipa. Það verður stórt verkefni að hafa góða stjórn á því að seilast ekki of langt í skipafjölda, en ég held að með góðu samtali við ferðaþjónustuaðila þá hafi Austurland alla burði til að verða leiðandi í skemmtiferðaskipabransanum. Nauðsynlegt er því að setjast saman og marka okkur stefnu í ferðamálum og auðvelda þeim sem hafa áhuga á að koma upp afþreyingu fyrir ferðamenn að gera slíkt. Við verðum að hugsa stórt og horfa björtum augum á framtíðina. Höfundur er yfirhafnavörður á Seyðisfirði og skipar 6. sæti á lista Austurlistans.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun