Martröð nokkurra stuðningsmanna Real Madrid á draumakvöldinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 10:02 Þessi stuðningsmaður Real Madrid hefur klifrað upp í tré fyrir utan leikvanginn. Getty/Chris Brunskill Flestir stuðningsmenn Real Madrid hefðu gefið mikið til að vera í stúkunni á Santiago Bernabeu á miðvikudagskvöldið þegar liðið sneri við vonlítillri stöðu í blálokin og tókst að slá út Englandsmeistara Manchester City. Svo voru það aðrir sem áttu að vera þar en voru þar ekki þegar örlög liðsins breyttust með tveimur mörkum Rodrygo með mínútu millibili. Real var gefið eitt prósent sigurlíkur á 89. mínútu leiksins en þeim tókst að kalla fram enn eitt kraftaverkið í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Real Madrid fans left stadium early and forced to watch Man City comeback on phonehttps://t.co/W2HXeKRF8M pic.twitter.com/MNNhmtrCVu— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2022 Það voru þó ekki aðeins tölfræðingarnir sem voru nánast búnir að afskrifa lið Real Madrid á þessum lokamínútum. Fjölmargir stuðningsmenn Real Madrid liðsins höfðu nefnilega gefist upp og yfirgefið Bernabeu á lokamínútum leiksins. Þetta stuðningsfólk heyrði örugglega flest fagnaðarlætin þegar Real komst aftur inn í leikinn en þau máttu ekki koma aftur inn á leikvanginn. Fólkið sást snúa við á göngu sinni í átt að lestarstöðinni við leikvanginn og þjóta aftur í átt að vellinum. Stuðningsmennirnir urðu að sætta sig við það að geta bara fylgst með leiknum í símanum sínum fyrir utan. Gleðin var auðvitað mikil að Real skyldi komast í úrslitaleikinn en um leið var það martröð fyrir þessa stuðningsmenn að komast ekki aftur inn á völlinn vitandi það að þau voru þar nokkrum mínútum fyrr. The Real Madrid fans who left the stadium before the 80th minute were not allowed back in the Santiago Bernabeu to watch extra time. pic.twitter.com/zAWKI9mzqi— FootballWTF (@FootballWTF247) May 5, 2022 „Ég fór úr sæti mínum tveimur mínútum fyrir nítugustu mínútu af því að ég hélt að möguleikinn væri farinn,“ sagði einn stuðningsmaður Real Madrid. Spænskur blaðamaður hitti hann á tröppunum fyrir utan leikvanginn. „Þegar ég var að yfirgefa leikvanginn þá heyrði ég að Real skoraði. Ég reyndi að komast aftur inn á völlinn en ég mátti það ekki af öryggisástæðum. Ég hef verið ársmiðahafi í 24 ár,“ sagði stuðningsmaðurinn sem var mjög ósáttur að fá ekki að snúa aftur inn á leikvanginn. „Mér var sagt að á öllum dyrum standi það skýrt og greinilega að ef þú ferð út þá kemstu ekki aftur inn. Ég sá það samt ekki á dyrunum. Á sama tíma er ég að missa af besta leiknum á tímabilinu. Ég mun kvarta yfir þessu við félagið,“ sagði þessi svekkti stuðningsmaður Real Madrid. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Sjá meira
Svo voru það aðrir sem áttu að vera þar en voru þar ekki þegar örlög liðsins breyttust með tveimur mörkum Rodrygo með mínútu millibili. Real var gefið eitt prósent sigurlíkur á 89. mínútu leiksins en þeim tókst að kalla fram enn eitt kraftaverkið í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Real Madrid fans left stadium early and forced to watch Man City comeback on phonehttps://t.co/W2HXeKRF8M pic.twitter.com/MNNhmtrCVu— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2022 Það voru þó ekki aðeins tölfræðingarnir sem voru nánast búnir að afskrifa lið Real Madrid á þessum lokamínútum. Fjölmargir stuðningsmenn Real Madrid liðsins höfðu nefnilega gefist upp og yfirgefið Bernabeu á lokamínútum leiksins. Þetta stuðningsfólk heyrði örugglega flest fagnaðarlætin þegar Real komst aftur inn í leikinn en þau máttu ekki koma aftur inn á leikvanginn. Fólkið sást snúa við á göngu sinni í átt að lestarstöðinni við leikvanginn og þjóta aftur í átt að vellinum. Stuðningsmennirnir urðu að sætta sig við það að geta bara fylgst með leiknum í símanum sínum fyrir utan. Gleðin var auðvitað mikil að Real skyldi komast í úrslitaleikinn en um leið var það martröð fyrir þessa stuðningsmenn að komast ekki aftur inn á völlinn vitandi það að þau voru þar nokkrum mínútum fyrr. The Real Madrid fans who left the stadium before the 80th minute were not allowed back in the Santiago Bernabeu to watch extra time. pic.twitter.com/zAWKI9mzqi— FootballWTF (@FootballWTF247) May 5, 2022 „Ég fór úr sæti mínum tveimur mínútum fyrir nítugustu mínútu af því að ég hélt að möguleikinn væri farinn,“ sagði einn stuðningsmaður Real Madrid. Spænskur blaðamaður hitti hann á tröppunum fyrir utan leikvanginn. „Þegar ég var að yfirgefa leikvanginn þá heyrði ég að Real skoraði. Ég reyndi að komast aftur inn á völlinn en ég mátti það ekki af öryggisástæðum. Ég hef verið ársmiðahafi í 24 ár,“ sagði stuðningsmaðurinn sem var mjög ósáttur að fá ekki að snúa aftur inn á leikvanginn. „Mér var sagt að á öllum dyrum standi það skýrt og greinilega að ef þú ferð út þá kemstu ekki aftur inn. Ég sá það samt ekki á dyrunum. Á sama tíma er ég að missa af besta leiknum á tímabilinu. Ég mun kvarta yfir þessu við félagið,“ sagði þessi svekkti stuðningsmaður Real Madrid.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Sjá meira