Umfjöllun og viðtal: FH - Valur 2-2 | Heimamenn fyrstir til að ná stigum af Valsmönnum Sverrir Mar Smárason skrifar 6. maí 2022 21:15 Matthías skoraði jöfnunarmark FH í kvöld. Vísir/Hulda Margrét FH varð fyrsta lið sumarsins til að ná stigum af Val er liðin mættust í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur í Kaplakrika 2-2 eftir að Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin undir lok leiks. Leikurinn fór hægt af stað en það voru Valsmenn sem byrjuðu betur. Tryggvi Hrafn átti tvær marktilraunir á fyrstu 15 mínútum leiksins. Það voru síðan FH-ingar sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 21. mínútu. Guy Smit, markvörður Vals.Vísir/Hulda Margrét FH fékk aukaspyrnu við miðju eftir slæmt brot Birkir Heimissonar á Mána Austmann. Björn Daníel Sverrisson sendi langa sendingu á fjær stöngina þar sem Guðmundur Kristjánsson vann sitt skallaeinvígi og skallaði boltann fyrir markið. Ólafur Guðmundsson var fyrstur á boltann fyrir framan markið og skallaði boltann framhjá Guy Smit í marki Vals. Heimamenn komnir 1-0 yfir. Máni Austmann fékk besta færi fyrri hálfleiks stuttu eftir markið. Hann átti þá gott samspil með Kristni Freyr og komst einn gegn Guy Smit. Birkir Heimisson náði að trufla skotið hjá Mána sem skaut þó að marki, framhjá Guy Smit en það var Sebastian Hedlund sem bjargaði á línunni. Guðmundur Kristjánsson var heppinn á 39. mínútu þegar Patrick Pedersen komst inn í skalla-sendingu hans til baka á Gunnar Nielsen. Patrick í góðu færi en Gunnar varði vel frá honum. Hálfleikstölur 1-0 heimamönnum í vil. Gunnar Nielsen, markvörður FH.Vísir/Hulda Margrét Síðari hálfleikur hélt svolítið áfram líkt og sá fyrri endaði. Mikil barátta og færi inni á milli. FH fékk þó færin til að byrja með. Matthías Vilhjálmsson fékk dauðafæri eftir aukaspyrnu frá Birni Daníel Sverrissyni á 54. mínútu en Guy Smit varði vel frá honum. Fjórum mínútum síðar slapp Steven Lennon einn gegn Guy Smit eftir góða sendingu frá Kristni Frey Sigurðssyni. Guy Smit var óviss hvort hann ætlaði að koma á móti og Lennon reyndi að vippa boltanum yfir hann en hvorki hitti á markið né dreif alla leið. Það var svo á 69. mínútu sem Valur jafnaði metin. Tryggvi Hrafn tók hornspyrnu inn í teiginn sem Aron Jóhannesson skallaði áfram af nær stönginni. Patrick Pedersen komst í boltann og reyndi skot en boltinn í stöngina áður en hann datt fyrir Hólmar Örn Eyjólfsson sem kom honum yfir línuna. Hans fyrsta keppnismark fyrir Val. Bæði lið reyndu í kjölfarið að sækja sigurmarkið en illa gekk að skapa færi. Valsmenn héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn.Vísir/Hulda Margrét Á 83. mínútu komust Valsmenn yfir. Orri Hrafn sem hafði komið inná sem varamaður fékk boltann út til vinstri eftir góðan sprett Birkis Más. Orri Hrafn sendi boltann inn í teiginn þar sem annar varamaður, Arnór Smárason, skaust fram fyrir Finn Orra Margeirsson og kláraði vel í netið. Arnór hafði komið inná um níu mínútum áður og var framar á vellinum en áður hjá Val sem skilaði sér í þessu marki. Öllu var ekki lokið enn því FH-ingar settu mikinn þunga í sóknina til þess að reyna að jafna metin á nýjan leik. Þeim tókst það á 89. mínútu þegar Matthías Vilhjálmsson fékk boltann í teig Vals, tók góða snertingu og smellti boltanum yfirvegað framhjá Guy Smit í markinu. Mikil dramatík. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin skildu jöfn 2-2. Af hverju var jafntefli? Að lokum eru það sanngjörn niðurstaða. FH yfir 1-0 í hálfleik og hefðu getað komist tveimur eða þremur mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks en nýttu sér ekki færin. Valsmenn sneru leiknum sér í hag og sýndu styrk sinn í að komast yfir 2-1. Það gerði FH á móti og jafnaði aftur. Þetta var mikill jafnteflisleikur, færi á báða bóga og mikil barátta. Hverjir voru bestir? Matthías Vilhjálmsson, Kristinn Freyr og Steven Lennon voru góðir sóknarlega fyrir FH í kvöld og þurfti Valsvörnina að hafa mikið fyrir þeim. Þetta var eiginlega það jafn leikur að það stóð enginn einn uppúr. Hjá Val voru Hólmar Örn Eyjólfsson og Birkir Már góðir. Það er kannski skrýtið þar sem sóknarmenn FH voru góðir en svona var þetta. Hvað gerist næst? Valsmenn fá ÍA í heimsókn á Hlíðarenda miðvikudaginn 11. maí kl. 19:15 en þeir sitja á toppi deildarinnar í augnablikinu með 10 stig. FH mætir KA fyrir norðan þann sama dag og á sama tíma. Þeir eru með 4 stig í 7. sæti deildarinnar eftir leikinn í kvöld. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Valur FH
FH varð fyrsta lið sumarsins til að ná stigum af Val er liðin mættust í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur í Kaplakrika 2-2 eftir að Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin undir lok leiks. Leikurinn fór hægt af stað en það voru Valsmenn sem byrjuðu betur. Tryggvi Hrafn átti tvær marktilraunir á fyrstu 15 mínútum leiksins. Það voru síðan FH-ingar sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 21. mínútu. Guy Smit, markvörður Vals.Vísir/Hulda Margrét FH fékk aukaspyrnu við miðju eftir slæmt brot Birkir Heimissonar á Mána Austmann. Björn Daníel Sverrisson sendi langa sendingu á fjær stöngina þar sem Guðmundur Kristjánsson vann sitt skallaeinvígi og skallaði boltann fyrir markið. Ólafur Guðmundsson var fyrstur á boltann fyrir framan markið og skallaði boltann framhjá Guy Smit í marki Vals. Heimamenn komnir 1-0 yfir. Máni Austmann fékk besta færi fyrri hálfleiks stuttu eftir markið. Hann átti þá gott samspil með Kristni Freyr og komst einn gegn Guy Smit. Birkir Heimisson náði að trufla skotið hjá Mána sem skaut þó að marki, framhjá Guy Smit en það var Sebastian Hedlund sem bjargaði á línunni. Guðmundur Kristjánsson var heppinn á 39. mínútu þegar Patrick Pedersen komst inn í skalla-sendingu hans til baka á Gunnar Nielsen. Patrick í góðu færi en Gunnar varði vel frá honum. Hálfleikstölur 1-0 heimamönnum í vil. Gunnar Nielsen, markvörður FH.Vísir/Hulda Margrét Síðari hálfleikur hélt svolítið áfram líkt og sá fyrri endaði. Mikil barátta og færi inni á milli. FH fékk þó færin til að byrja með. Matthías Vilhjálmsson fékk dauðafæri eftir aukaspyrnu frá Birni Daníel Sverrissyni á 54. mínútu en Guy Smit varði vel frá honum. Fjórum mínútum síðar slapp Steven Lennon einn gegn Guy Smit eftir góða sendingu frá Kristni Frey Sigurðssyni. Guy Smit var óviss hvort hann ætlaði að koma á móti og Lennon reyndi að vippa boltanum yfir hann en hvorki hitti á markið né dreif alla leið. Það var svo á 69. mínútu sem Valur jafnaði metin. Tryggvi Hrafn tók hornspyrnu inn í teiginn sem Aron Jóhannesson skallaði áfram af nær stönginni. Patrick Pedersen komst í boltann og reyndi skot en boltinn í stöngina áður en hann datt fyrir Hólmar Örn Eyjólfsson sem kom honum yfir línuna. Hans fyrsta keppnismark fyrir Val. Bæði lið reyndu í kjölfarið að sækja sigurmarkið en illa gekk að skapa færi. Valsmenn héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn.Vísir/Hulda Margrét Á 83. mínútu komust Valsmenn yfir. Orri Hrafn sem hafði komið inná sem varamaður fékk boltann út til vinstri eftir góðan sprett Birkis Más. Orri Hrafn sendi boltann inn í teiginn þar sem annar varamaður, Arnór Smárason, skaust fram fyrir Finn Orra Margeirsson og kláraði vel í netið. Arnór hafði komið inná um níu mínútum áður og var framar á vellinum en áður hjá Val sem skilaði sér í þessu marki. Öllu var ekki lokið enn því FH-ingar settu mikinn þunga í sóknina til þess að reyna að jafna metin á nýjan leik. Þeim tókst það á 89. mínútu þegar Matthías Vilhjálmsson fékk boltann í teig Vals, tók góða snertingu og smellti boltanum yfirvegað framhjá Guy Smit í markinu. Mikil dramatík. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin skildu jöfn 2-2. Af hverju var jafntefli? Að lokum eru það sanngjörn niðurstaða. FH yfir 1-0 í hálfleik og hefðu getað komist tveimur eða þremur mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks en nýttu sér ekki færin. Valsmenn sneru leiknum sér í hag og sýndu styrk sinn í að komast yfir 2-1. Það gerði FH á móti og jafnaði aftur. Þetta var mikill jafnteflisleikur, færi á báða bóga og mikil barátta. Hverjir voru bestir? Matthías Vilhjálmsson, Kristinn Freyr og Steven Lennon voru góðir sóknarlega fyrir FH í kvöld og þurfti Valsvörnina að hafa mikið fyrir þeim. Þetta var eiginlega það jafn leikur að það stóð enginn einn uppúr. Hjá Val voru Hólmar Örn Eyjólfsson og Birkir Már góðir. Það er kannski skrýtið þar sem sóknarmenn FH voru góðir en svona var þetta. Hvað gerist næst? Valsmenn fá ÍA í heimsókn á Hlíðarenda miðvikudaginn 11. maí kl. 19:15 en þeir sitja á toppi deildarinnar í augnablikinu með 10 stig. FH mætir KA fyrir norðan þann sama dag og á sama tíma. Þeir eru með 4 stig í 7. sæti deildarinnar eftir leikinn í kvöld. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.