Hef alltaf tileinkað mér það að leggja bara frekar meira á mig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2022 21:50 Arnór Smárason skoraði annað mark Vals í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnór Smárason, leikmaður Vals, gerði annað mark Valsmanna og kom þeim yfir 2-1 gegn FH í kvöld en leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Arnór segir liðið vera nokkuð sátt með stigið. „Heilt yfir fannst mér þetta vera fínn leikur en við erum auðvitað svekktir með að vera komnir yfir 2-1 og fá bara eitt stig út úr þessu. Samt sem áður getum við alveg verið nokkuð ánægðir með að hafa komið til baka eftir að hafa lent undir. Jafntefli líklega sanngjörn úrslit,“ sagði Arnór Smárason um leikinn. Markið í kvöld var annað mark Arnórs fyrir Val í Bestu deildinni en hann hefur ekki enn verið í byrjunarliði liðsins. Arnór segist velja það að gefa frekar enn meira af sér. „Maður er auðvitað, fyrir það fyrsta, alltaf svekktur að fá ekki að vera í byrjunarliðinu en það er tvennt í stöðunni. Maður getur annað hvort farið í fýlu og gefið skít í liðið sem er aldrei gott til lengri tíma eða þá að maður getur bara lagt ennþá meira á sig og gefið ennþá meira af sér. Ég hef alltaf tileinkað mér það að leggja bara frekar meira á mig og sýna það inná vellinum að ég eigi að vera í liðinu. Ég er núna búinn að skora tvö mörk sem er bara flott og ég set þá allavega alvöru pressu á þá sem velja liðið,“ sagði Arnór. Arnór kom inná á miðjuna en færðist svo framar þegar leið á hans tíma inni á vellinum. Hann vill meina að það sé þar sem honum líði best. „Ég færði mig aðeins framar þarna undir lokin og það er í raun þar sem ég hef spilað allan minn feril. Þá annað hvort í ‚holunni‘ eða úti á kanti. Mér líður best þar í að búa til svæði, taka hlaup og skapa eitthvað. Ég hef lítið spilað þarna í ‚sexunni‘ á ferlinum. Það er miklu meiri varnarleikur og svona sem ég er ekkert endilega mjög vanur þannig að mér líður best í sókninni og þar hef ég mest verið,“ sagði Arnór Smárason. Að lokum var Arnór svo spurður út í fagnið en hann fagnaði með því að setja bolta undir treyjuna og þumallinn í munninn. „Kærastan mín er ólétt og við erum að fara að eignast okkar annað barn. Ég fagnaði svona eftir mark áður en Saga, dóttir mín, fæddist svo mér fannst tilvalið að henda í þetta aftur,“ sagði Arnór og Vísir óskar þeim til hamingju með það. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
„Heilt yfir fannst mér þetta vera fínn leikur en við erum auðvitað svekktir með að vera komnir yfir 2-1 og fá bara eitt stig út úr þessu. Samt sem áður getum við alveg verið nokkuð ánægðir með að hafa komið til baka eftir að hafa lent undir. Jafntefli líklega sanngjörn úrslit,“ sagði Arnór Smárason um leikinn. Markið í kvöld var annað mark Arnórs fyrir Val í Bestu deildinni en hann hefur ekki enn verið í byrjunarliði liðsins. Arnór segist velja það að gefa frekar enn meira af sér. „Maður er auðvitað, fyrir það fyrsta, alltaf svekktur að fá ekki að vera í byrjunarliðinu en það er tvennt í stöðunni. Maður getur annað hvort farið í fýlu og gefið skít í liðið sem er aldrei gott til lengri tíma eða þá að maður getur bara lagt ennþá meira á sig og gefið ennþá meira af sér. Ég hef alltaf tileinkað mér það að leggja bara frekar meira á mig og sýna það inná vellinum að ég eigi að vera í liðinu. Ég er núna búinn að skora tvö mörk sem er bara flott og ég set þá allavega alvöru pressu á þá sem velja liðið,“ sagði Arnór. Arnór kom inná á miðjuna en færðist svo framar þegar leið á hans tíma inni á vellinum. Hann vill meina að það sé þar sem honum líði best. „Ég færði mig aðeins framar þarna undir lokin og það er í raun þar sem ég hef spilað allan minn feril. Þá annað hvort í ‚holunni‘ eða úti á kanti. Mér líður best þar í að búa til svæði, taka hlaup og skapa eitthvað. Ég hef lítið spilað þarna í ‚sexunni‘ á ferlinum. Það er miklu meiri varnarleikur og svona sem ég er ekkert endilega mjög vanur þannig að mér líður best í sókninni og þar hef ég mest verið,“ sagði Arnór Smárason. Að lokum var Arnór svo spurður út í fagnið en hann fagnaði með því að setja bolta undir treyjuna og þumallinn í munninn. „Kærastan mín er ólétt og við erum að fara að eignast okkar annað barn. Ég fagnaði svona eftir mark áður en Saga, dóttir mín, fæddist svo mér fannst tilvalið að henda í þetta aftur,“ sagði Arnór og Vísir óskar þeim til hamingju með það. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira