Hugrenningar frambjóðanda í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð Kristján Sigurðsson skrifar 7. maí 2022 09:00 Áskoranir í sveitasamfélaginu Borgarbyggð nú virðast vera á miklu fleiri stöðum en ég hafði gert mér grein fyrir upptekinn í fyrirtækjarekstri í 17 ár. Við búum í litríku mannlífi og einmitt það heillaði mig mikið er við fjölskyldan fluttum hingað fyrir um 22 árum. Ég er alveg ófeiminn við að ræða hreint og beint út um áskoranir í málum sem þarf að leysa. Hversu ólík við erum bæði að eðlisfari og einkennum þá gefast okkur enn frekari áskoranir til að vinna að því að bæta samfélag okkar í Borgarbyggð. Stundum þarf að skipta liði, tala saman hreint út um hlutina en við verðum samt að gæta þess að týna aldrei leiðarljósi okkar um samfélagið okkar sem við viljum öll byggja upp og gera að eftirsóknarverðum búsetukosti. Eyjan Brákarey er svolítið öskubuskan okkar núna Í Brákarey eru óleyst verkefni sem þarf að leysa. Það verður ekki gert með beinni valdskipun heldur samtali okkar íbúanna og beita lausnamiðuðum atriðum í átt að lausn sem er ásættanleg til lengri tíma. Sum atriði eru einfaldari en önnur en við þurfum ávallt að hafa í huga virðingu fyrir hvert öðru sem gleymist of oft vegna þess hve ólík við erum. Nú hefur á annað ár verið lokað fyrir ýmsa starfsemi í Brákarey 25-27 og hvers vegna? Jú, það eru atriði sem þarf að vinna að við eldvarnir og annað þvíumlíkt. Við þurfum að beita okkur á fullu í þessu menningarmáli og sem fyrst að finna farsæla og hagfellda lausn fyrir haghafa til framtíðar. Það er nauðsynlegt að hugsa í lausnum sem gefa góða niðurstöður fyrir samfélagið í Borgarbyggð en ekki að velta sér upp úr málum endalaust þannig að „steininn tekur úr“. Það er enginn stikkfrí í þessu máli. Látum okkur málið um eyjuna varða Kjörnir einstaklingar í sveitarstjórn verða að hafa skýrt leiðarljós sem íbúar Borgarbyggðar móta til lengri tíma Þá þarf að setja stefnuna og sameinast um leiðir og aðgerðir að því með markmiðasetningu sem þarf að vera raunhæf og mælanleg. Það þarf vilja til að leysa málin og mér sýnist það verkefni bíða nýrrar sveitarstjórnar að taka samtalið við hagaðila í „Brákareyjarmálinu“. Svo virðist sem nokkur samhljómur sé milli þeirra einstaklinga í þeim framboðum sem gefa kost á sér til sveitarstjórnar um að burstirnar þrjár í eyjunni eigi að fá að standa með tilliti til ásigkomulags en rífa verði annað. Þetta er verkefni sem þarf mikinn skilning og hugsa þarf frá ýmsum sjónarhornum og sér í lagi verðum við að hugsa um hvað vinna áhugasamra íbúa, gildi og verðmæti eru í húfi og síðast en ekki síst hvernig á að leysa málið fjárhagslega eða með aðkomu þriðja aðila. Verkefni í sveitarstjórn eru mun fleiri en ég persónulega átti von á en finn að sú áskorun mun verða mikið gefandi og bind ég vonir mínar að farsælum endi á öllum þeim atriðum sem eru í farvatninu og einnig þeim sem munu koma upp í framtíðinni. Ég er tilbúinn til að hlusta fyrir ykkur ágætu íbúar ef ég get orðið að líði, fylgt því fast eftir og klárað málin. Til þess verður að setja X við A á kjördag. Ykkar einlægur, Kristján Rafn Sigurðsson Höfundur er frambjóðandi í 3.sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarbyggð Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Áskoranir í sveitasamfélaginu Borgarbyggð nú virðast vera á miklu fleiri stöðum en ég hafði gert mér grein fyrir upptekinn í fyrirtækjarekstri í 17 ár. Við búum í litríku mannlífi og einmitt það heillaði mig mikið er við fjölskyldan fluttum hingað fyrir um 22 árum. Ég er alveg ófeiminn við að ræða hreint og beint út um áskoranir í málum sem þarf að leysa. Hversu ólík við erum bæði að eðlisfari og einkennum þá gefast okkur enn frekari áskoranir til að vinna að því að bæta samfélag okkar í Borgarbyggð. Stundum þarf að skipta liði, tala saman hreint út um hlutina en við verðum samt að gæta þess að týna aldrei leiðarljósi okkar um samfélagið okkar sem við viljum öll byggja upp og gera að eftirsóknarverðum búsetukosti. Eyjan Brákarey er svolítið öskubuskan okkar núna Í Brákarey eru óleyst verkefni sem þarf að leysa. Það verður ekki gert með beinni valdskipun heldur samtali okkar íbúanna og beita lausnamiðuðum atriðum í átt að lausn sem er ásættanleg til lengri tíma. Sum atriði eru einfaldari en önnur en við þurfum ávallt að hafa í huga virðingu fyrir hvert öðru sem gleymist of oft vegna þess hve ólík við erum. Nú hefur á annað ár verið lokað fyrir ýmsa starfsemi í Brákarey 25-27 og hvers vegna? Jú, það eru atriði sem þarf að vinna að við eldvarnir og annað þvíumlíkt. Við þurfum að beita okkur á fullu í þessu menningarmáli og sem fyrst að finna farsæla og hagfellda lausn fyrir haghafa til framtíðar. Það er nauðsynlegt að hugsa í lausnum sem gefa góða niðurstöður fyrir samfélagið í Borgarbyggð en ekki að velta sér upp úr málum endalaust þannig að „steininn tekur úr“. Það er enginn stikkfrí í þessu máli. Látum okkur málið um eyjuna varða Kjörnir einstaklingar í sveitarstjórn verða að hafa skýrt leiðarljós sem íbúar Borgarbyggðar móta til lengri tíma Þá þarf að setja stefnuna og sameinast um leiðir og aðgerðir að því með markmiðasetningu sem þarf að vera raunhæf og mælanleg. Það þarf vilja til að leysa málin og mér sýnist það verkefni bíða nýrrar sveitarstjórnar að taka samtalið við hagaðila í „Brákareyjarmálinu“. Svo virðist sem nokkur samhljómur sé milli þeirra einstaklinga í þeim framboðum sem gefa kost á sér til sveitarstjórnar um að burstirnar þrjár í eyjunni eigi að fá að standa með tilliti til ásigkomulags en rífa verði annað. Þetta er verkefni sem þarf mikinn skilning og hugsa þarf frá ýmsum sjónarhornum og sér í lagi verðum við að hugsa um hvað vinna áhugasamra íbúa, gildi og verðmæti eru í húfi og síðast en ekki síst hvernig á að leysa málið fjárhagslega eða með aðkomu þriðja aðila. Verkefni í sveitarstjórn eru mun fleiri en ég persónulega átti von á en finn að sú áskorun mun verða mikið gefandi og bind ég vonir mínar að farsælum endi á öllum þeim atriðum sem eru í farvatninu og einnig þeim sem munu koma upp í framtíðinni. Ég er tilbúinn til að hlusta fyrir ykkur ágætu íbúar ef ég get orðið að líði, fylgt því fast eftir og klárað málin. Til þess verður að setja X við A á kjördag. Ykkar einlægur, Kristján Rafn Sigurðsson Höfundur er frambjóðandi í 3.sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun