Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍBV 3-3 | Dramatík þegar Keflavík náði í sitt fyrsta stig Hjörvar Ólafsson skrifar 7. maí 2022 19:35 ÍBV snéri taflinu sér í vil í Keflavík. Hulda Margrét Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. Leikurinn fór virkilega rólega af stað og í upphafi virtist greinilegt að hvorugt liðið vildi fá á sig fyrsta markið. Það kom þó í hlut ÍBV því að á 22. mínútu fékk Nacho Heras boltann úti hægra megin við teig ÍBV og renndi honum fyrir markið. Þar var mættur Joey Gibbs sem kom boltanum yfir línuna og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Átta mínútum síðar komust heimamenn svo í 2-0 eftir gott skot frá Rúnari Þór innan úr teignum sem hafði fengið sendingu frá Adam Ægi Pálssyni. Heimamenn í góðum gír og ÍBV hafði lítið náð að ógna. Tíu mínútum fyrir leikhlé fékk Magnús Þór, fyrirliði Keflavíkur, að líta rauða spjaldið. Hann hafði fengið gult spjald á 7. mínútu fyrir brot úti á kanti. Það brot var nánast fyrsta brot leiksins en það var hans fyrsta brot. Síðar þá stuggaði hann við Andra Rúnari þegar ÍBV sendu langa sendingu fram sem Andri Rúnar var ólíklegur að ná. Tvö umdeilanleg gul spjöld og fyrirliðinn sendur í sturtu. Hálfleikstölur 2-0 heimamönnum í vil. Í síðari hálfleik nýttu gestirnir sér liðsmuninn. Andri Rúnar Bjarnason slapp í gegn eftir mistök í uppspili Keflavíkur á 52. mínútu, virtist detta í færinu en náði að pota í boltann og hann í netið, 2-1. Tólf mínútum síðar jöfnuðu gestirnir svo metin. Það gerði Telmo Castanheira með laglegu skoti utan teigs eftir að hafa fengið til sín frákast úr teig Keflavíkur. Gestirnir héldu áfram að sækja að marki Keflavíkur og þeim tókst að skora sitt þriðja mark á 82. mínútu. Tómas Bent átti þá skalla að marki eftir hornspyrnu Felix Arnar sem var varinn á línu. Boltinn datt til Guðjóns Péturs sem setti boltann fyrir markið á Sigurð Arnar. Sigurður Arnar gerði sér lítið fyrir og skoraði annað mark sitt á tímabilinu auk þess að koma ÍBV í forystu í fyrsta skipti í leiknum. Keflavík er alltaf Keflavík í Keflavík og sýndu það undir lok leiksins þegar þeir gáfu í og sóttu svo jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Nacho Heras með aðra stoðsendingu þegar hann sendi boltan fyrir markið á Adam Árna Róbertsson sem hafði komið inná sem varamaður. Adam Árni með frábæran skalla sem Halldór Páll, markvörður ÍBV, réði ekki við. Lokaniðurstaðan í þessum kaflaskipta leik jafntefli, 3-3. Af hverju varð jafntefli? Keflavík var með leikinn í hendi sér, 2-0 yfir, þegar Magnús Þór fékk seinna gula spjaldið sitt. Það gaf ÍBV blóð á tennurnar og nýttu Vestmannaeyingar sér það í síðari hálfleik. Það var svo eins og ÍBV hefðu ekki nægilega reynslu til þess að drepa bara leikinn og taka stigin þrjú eftir að þeir voru komnir 3-2 yfir. Hverjir voru bestir? Nacho Heras lagði upp tvö mörk og átti mjög góðan leik fyrir Keflavík. Sigurður Arnar Magnússon stóð sína plikt í liði ÍBV. Skoraði þriðja markið og átti flotta kafla. Hvað gerist næst? ÍBV hafa gert tvö jafntefli í röð og munu freista þess að sækja fyrsta sigurinn þegar þeir fá KR í heimsókn á Hásteinsvöll miðvikudaginn 11. maí kl. 18:00. Keflavík fékk sitt fyrsta stig í dag og situr á botni deildarinnar. Þeir mæta Leikni á HS Orku vellinum fimmtudaginn 12. maí kl. 19:15 í gríðarlega mikilvægum leik. Keflavík ÍF ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Mér finnst við hafa verið rændir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur í leikslok eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn ÍBV í Keflavík í dag. Hann var einna helst ósáttur við dómgæsluna í leiknum. 7. maí 2022 18:45 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fleiri fréttir Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Sjá meira
Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. Leikurinn fór virkilega rólega af stað og í upphafi virtist greinilegt að hvorugt liðið vildi fá á sig fyrsta markið. Það kom þó í hlut ÍBV því að á 22. mínútu fékk Nacho Heras boltann úti hægra megin við teig ÍBV og renndi honum fyrir markið. Þar var mættur Joey Gibbs sem kom boltanum yfir línuna og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Átta mínútum síðar komust heimamenn svo í 2-0 eftir gott skot frá Rúnari Þór innan úr teignum sem hafði fengið sendingu frá Adam Ægi Pálssyni. Heimamenn í góðum gír og ÍBV hafði lítið náð að ógna. Tíu mínútum fyrir leikhlé fékk Magnús Þór, fyrirliði Keflavíkur, að líta rauða spjaldið. Hann hafði fengið gult spjald á 7. mínútu fyrir brot úti á kanti. Það brot var nánast fyrsta brot leiksins en það var hans fyrsta brot. Síðar þá stuggaði hann við Andra Rúnari þegar ÍBV sendu langa sendingu fram sem Andri Rúnar var ólíklegur að ná. Tvö umdeilanleg gul spjöld og fyrirliðinn sendur í sturtu. Hálfleikstölur 2-0 heimamönnum í vil. Í síðari hálfleik nýttu gestirnir sér liðsmuninn. Andri Rúnar Bjarnason slapp í gegn eftir mistök í uppspili Keflavíkur á 52. mínútu, virtist detta í færinu en náði að pota í boltann og hann í netið, 2-1. Tólf mínútum síðar jöfnuðu gestirnir svo metin. Það gerði Telmo Castanheira með laglegu skoti utan teigs eftir að hafa fengið til sín frákast úr teig Keflavíkur. Gestirnir héldu áfram að sækja að marki Keflavíkur og þeim tókst að skora sitt þriðja mark á 82. mínútu. Tómas Bent átti þá skalla að marki eftir hornspyrnu Felix Arnar sem var varinn á línu. Boltinn datt til Guðjóns Péturs sem setti boltann fyrir markið á Sigurð Arnar. Sigurður Arnar gerði sér lítið fyrir og skoraði annað mark sitt á tímabilinu auk þess að koma ÍBV í forystu í fyrsta skipti í leiknum. Keflavík er alltaf Keflavík í Keflavík og sýndu það undir lok leiksins þegar þeir gáfu í og sóttu svo jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Nacho Heras með aðra stoðsendingu þegar hann sendi boltan fyrir markið á Adam Árna Róbertsson sem hafði komið inná sem varamaður. Adam Árni með frábæran skalla sem Halldór Páll, markvörður ÍBV, réði ekki við. Lokaniðurstaðan í þessum kaflaskipta leik jafntefli, 3-3. Af hverju varð jafntefli? Keflavík var með leikinn í hendi sér, 2-0 yfir, þegar Magnús Þór fékk seinna gula spjaldið sitt. Það gaf ÍBV blóð á tennurnar og nýttu Vestmannaeyingar sér það í síðari hálfleik. Það var svo eins og ÍBV hefðu ekki nægilega reynslu til þess að drepa bara leikinn og taka stigin þrjú eftir að þeir voru komnir 3-2 yfir. Hverjir voru bestir? Nacho Heras lagði upp tvö mörk og átti mjög góðan leik fyrir Keflavík. Sigurður Arnar Magnússon stóð sína plikt í liði ÍBV. Skoraði þriðja markið og átti flotta kafla. Hvað gerist næst? ÍBV hafa gert tvö jafntefli í röð og munu freista þess að sækja fyrsta sigurinn þegar þeir fá KR í heimsókn á Hásteinsvöll miðvikudaginn 11. maí kl. 18:00. Keflavík fékk sitt fyrsta stig í dag og situr á botni deildarinnar. Þeir mæta Leikni á HS Orku vellinum fimmtudaginn 12. maí kl. 19:15 í gríðarlega mikilvægum leik.
Keflavík ÍF ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Mér finnst við hafa verið rændir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur í leikslok eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn ÍBV í Keflavík í dag. Hann var einna helst ósáttur við dómgæsluna í leiknum. 7. maí 2022 18:45 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fleiri fréttir Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Sjá meira
Sigurður Ragnar: Mér finnst við hafa verið rændir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur í leikslok eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn ÍBV í Keflavík í dag. Hann var einna helst ósáttur við dómgæsluna í leiknum. 7. maí 2022 18:45
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn