Fjóla Signý er sú eina sem ræktar rófufræ á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. maí 2022 21:03 Fjóla Signý er sú eina sem ræktar rófufræ og treysta allir rófubændur á Íslandi á að geta fengið fræ hjá henni. Íslenska Sandvíkurrófufræið þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslendingar eru sjálfbærir í rófurækt og munu því alltaf eiga þessa góðu matjurt sama hvað gengur á. Sandvíkur rófufræið er undirstaða ræktunarinnar, sem grænmetisbændur eru nú í óða önn að setja niður. Fjóla Signý Hannesdóttir er tekin við af öldruðum föður sínum að rækta rófur og rófufræ í Sandvík í Sveitarfélaginu Árborg. Hún er sú eina sem ræktar rófufræ og treysta allir rófubændur á Íslandi á að geta fengið fræ hjá Fjólu. Sandvíkurrófufræið þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Sandvíkurfræið gefst aldrei upp, það sprettur sama hvernig sumarið er á Íslandi. „Þegar ég er búin að handvelja rófurnar bleyti ég ræturnar vel og set þær alveg á kaf ofan í holuna þannig að kálið stendur bara upp úr. Við erum sjálfbær á Íslandi í rófum núna, sem að skiptir miklu máli í þessu ástandi, það er stríð, Covid og allt svona,“ segir Fjóla Signý. Fjóla segist vera vör við það að fleiri og fleiri bændur eru að fara út í rófurækt því uppskeran er hundrað prósent örugg og rófur eru vinsælar hjá landsmönnum. „Í þessari hollustu, sem er búin að vera síðustu ár þá hefur áhuginn á rófum aukist og að borða þær sem snakk, og já, fólk borðar bara meira af rófum og íslensku grænmeti,“ bætir Fjóla við. Fjóla Signý segist vera lítil í rófuræktun en stór í fræjunum. Hún ræktar um 18 kg af fræi á ári hverju. Hún sáði síðasta sumar um 250-300 gr og fékk 15 tonn af rófum. Þannig passar hennar fræræktun fyrir alla rófuuppskeru á Íslandi, sem eru á milli 900-1100 tonn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla uppsker um 15 tonn af rófum á haustin, sem þykir frekar lítið miðað við aðra rófubændur en rófufræið er hennar aðalmál því hún er sú eina á Íslandi, sem ræktar rófufræ til sölu en hún ræktar um 18 kíló af fræi á hverju ári. „Þetta er í rauninni hugsjónastarf, þetta er ekki launaða vinnan mín,“ segir Fjóla Signý enn fremur. Það er ekki bara mannfólkinu, sem þykja rófur góðar því hundurinn Vinur hjá Fjólu Signý elskar rófurnar hennar. Árborg Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Fjóla Signý Hannesdóttir er tekin við af öldruðum föður sínum að rækta rófur og rófufræ í Sandvík í Sveitarfélaginu Árborg. Hún er sú eina sem ræktar rófufræ og treysta allir rófubændur á Íslandi á að geta fengið fræ hjá Fjólu. Sandvíkurrófufræið þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Sandvíkurfræið gefst aldrei upp, það sprettur sama hvernig sumarið er á Íslandi. „Þegar ég er búin að handvelja rófurnar bleyti ég ræturnar vel og set þær alveg á kaf ofan í holuna þannig að kálið stendur bara upp úr. Við erum sjálfbær á Íslandi í rófum núna, sem að skiptir miklu máli í þessu ástandi, það er stríð, Covid og allt svona,“ segir Fjóla Signý. Fjóla segist vera vör við það að fleiri og fleiri bændur eru að fara út í rófurækt því uppskeran er hundrað prósent örugg og rófur eru vinsælar hjá landsmönnum. „Í þessari hollustu, sem er búin að vera síðustu ár þá hefur áhuginn á rófum aukist og að borða þær sem snakk, og já, fólk borðar bara meira af rófum og íslensku grænmeti,“ bætir Fjóla við. Fjóla Signý segist vera lítil í rófuræktun en stór í fræjunum. Hún ræktar um 18 kg af fræi á ári hverju. Hún sáði síðasta sumar um 250-300 gr og fékk 15 tonn af rófum. Þannig passar hennar fræræktun fyrir alla rófuuppskeru á Íslandi, sem eru á milli 900-1100 tonn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla uppsker um 15 tonn af rófum á haustin, sem þykir frekar lítið miðað við aðra rófubændur en rófufræið er hennar aðalmál því hún er sú eina á Íslandi, sem ræktar rófufræ til sölu en hún ræktar um 18 kíló af fræi á hverju ári. „Þetta er í rauninni hugsjónastarf, þetta er ekki launaða vinnan mín,“ segir Fjóla Signý enn fremur. Það er ekki bara mannfólkinu, sem þykja rófur góðar því hundurinn Vinur hjá Fjólu Signý elskar rófurnar hennar.
Árborg Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira