Fjóla Signý er sú eina sem ræktar rófufræ á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. maí 2022 21:03 Fjóla Signý er sú eina sem ræktar rófufræ og treysta allir rófubændur á Íslandi á að geta fengið fræ hjá henni. Íslenska Sandvíkurrófufræið þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslendingar eru sjálfbærir í rófurækt og munu því alltaf eiga þessa góðu matjurt sama hvað gengur á. Sandvíkur rófufræið er undirstaða ræktunarinnar, sem grænmetisbændur eru nú í óða önn að setja niður. Fjóla Signý Hannesdóttir er tekin við af öldruðum föður sínum að rækta rófur og rófufræ í Sandvík í Sveitarfélaginu Árborg. Hún er sú eina sem ræktar rófufræ og treysta allir rófubændur á Íslandi á að geta fengið fræ hjá Fjólu. Sandvíkurrófufræið þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Sandvíkurfræið gefst aldrei upp, það sprettur sama hvernig sumarið er á Íslandi. „Þegar ég er búin að handvelja rófurnar bleyti ég ræturnar vel og set þær alveg á kaf ofan í holuna þannig að kálið stendur bara upp úr. Við erum sjálfbær á Íslandi í rófum núna, sem að skiptir miklu máli í þessu ástandi, það er stríð, Covid og allt svona,“ segir Fjóla Signý. Fjóla segist vera vör við það að fleiri og fleiri bændur eru að fara út í rófurækt því uppskeran er hundrað prósent örugg og rófur eru vinsælar hjá landsmönnum. „Í þessari hollustu, sem er búin að vera síðustu ár þá hefur áhuginn á rófum aukist og að borða þær sem snakk, og já, fólk borðar bara meira af rófum og íslensku grænmeti,“ bætir Fjóla við. Fjóla Signý segist vera lítil í rófuræktun en stór í fræjunum. Hún ræktar um 18 kg af fræi á ári hverju. Hún sáði síðasta sumar um 250-300 gr og fékk 15 tonn af rófum. Þannig passar hennar fræræktun fyrir alla rófuuppskeru á Íslandi, sem eru á milli 900-1100 tonn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla uppsker um 15 tonn af rófum á haustin, sem þykir frekar lítið miðað við aðra rófubændur en rófufræið er hennar aðalmál því hún er sú eina á Íslandi, sem ræktar rófufræ til sölu en hún ræktar um 18 kíló af fræi á hverju ári. „Þetta er í rauninni hugsjónastarf, þetta er ekki launaða vinnan mín,“ segir Fjóla Signý enn fremur. Það er ekki bara mannfólkinu, sem þykja rófur góðar því hundurinn Vinur hjá Fjólu Signý elskar rófurnar hennar. Árborg Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Sjá meira
Fjóla Signý Hannesdóttir er tekin við af öldruðum föður sínum að rækta rófur og rófufræ í Sandvík í Sveitarfélaginu Árborg. Hún er sú eina sem ræktar rófufræ og treysta allir rófubændur á Íslandi á að geta fengið fræ hjá Fjólu. Sandvíkurrófufræið þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Sandvíkurfræið gefst aldrei upp, það sprettur sama hvernig sumarið er á Íslandi. „Þegar ég er búin að handvelja rófurnar bleyti ég ræturnar vel og set þær alveg á kaf ofan í holuna þannig að kálið stendur bara upp úr. Við erum sjálfbær á Íslandi í rófum núna, sem að skiptir miklu máli í þessu ástandi, það er stríð, Covid og allt svona,“ segir Fjóla Signý. Fjóla segist vera vör við það að fleiri og fleiri bændur eru að fara út í rófurækt því uppskeran er hundrað prósent örugg og rófur eru vinsælar hjá landsmönnum. „Í þessari hollustu, sem er búin að vera síðustu ár þá hefur áhuginn á rófum aukist og að borða þær sem snakk, og já, fólk borðar bara meira af rófum og íslensku grænmeti,“ bætir Fjóla við. Fjóla Signý segist vera lítil í rófuræktun en stór í fræjunum. Hún ræktar um 18 kg af fræi á ári hverju. Hún sáði síðasta sumar um 250-300 gr og fékk 15 tonn af rófum. Þannig passar hennar fræræktun fyrir alla rófuuppskeru á Íslandi, sem eru á milli 900-1100 tonn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla uppsker um 15 tonn af rófum á haustin, sem þykir frekar lítið miðað við aðra rófubændur en rófufræið er hennar aðalmál því hún er sú eina á Íslandi, sem ræktar rófufræ til sölu en hún ræktar um 18 kíló af fræi á hverju ári. „Þetta er í rauninni hugsjónastarf, þetta er ekki launaða vinnan mín,“ segir Fjóla Signý enn fremur. Það er ekki bara mannfólkinu, sem þykja rófur góðar því hundurinn Vinur hjá Fjólu Signý elskar rófurnar hennar.
Árborg Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Sjá meira