„Ógnum frá Úkraínu við öryggi Rússlands verður útrýmt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2022 20:19 Í greininni endurtekur Mikhail Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, áróður stjórnvalda í Moskvu á sama tíma og hann sakar Úkraínumenn og Vesturlönd um að standa í stórfelldu áróðursstríði. Stöð 2/Arnar „Ég er sannfærður um að fyrr eða síðar mun það renna upp fyrir leiðtogum Vesturlanda að án raunverulegrar samvinnu og virðingu fyrir rússneskum hagsmunum getur heimurinn ekki haldið áfram að vera eins og hann er í dag.“ Þetta segir Mikhail Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, í grein sem sendiráðið hefur deilt á Facebook-síðu sinni, bæði á rússnesku og ensku. Tilefni greinarskrifanna er 77 ára afmæli sigurs bandamanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Noskov segir daginn, 9. maí, áminningu til allra þeirra, fyrst og fremst Vesturlanda, sem hafa leitast við að endurskrifa söguna og gera lítið úr hetjudáðum sovéskra hermanna. Noskov segir í greininni að því miður hafi það gerst að nasisminn hafi náð fótfestu á ný, að þessu sinni í Úkraínu. Þar hafi sveitir nýnasista, á borð við Azov-sveitina, verið teknar inn í her landsins og það látið ótalið þótt þær skreyti sig merkjum Hitler og SS-sveita hans. Sendiherrann sakar stjórnvöld í Úkraínu um skipulagðar ofsóknir og ofbeldi gegn rússneskum ríkisborgurum og öðrum í Donbas-héruðunum Donetsk og Luhansk. Þannig segir hann Rússa hafa verið tilneydda til að ráðast í hinar „sérstöku hernaðaraðgerðir“ til að útrýma nasisma í Úkraínu og gera landið herlaust. „Því miður hafa flest lönd á Vesturlöndum, þeirra á meðal Ísland, ekki minnst á eða þóst ekki minnast á þá staðreynd að Úkraína hefur verið að leggja drög að árásaraðgerðum. Umsvifamikilli sókn að Donbas sem hefði stigmagnast í árás gegn Krímskaga Rússlands, sem var aðeins tímaspursmál,“ segir Noskov og vísar til skjala sem hann segir innrásarherinn hafa komist yfir. Segir Rússlandi ekki verða „cancelað“ Í greininni endurtekur sendiherrann ýmsan áróður frá rússneskum stjórnvöldum, líkt og sviðsetningu árásar á fæðingasjúkrahús í Maríupól, á sama tíma og hann sakar Úkraínumenn og Vesturlönd um að standa í áróðursherferð. Þá sakar hann stjórnvöld í Úkraínu um að standa að baki árásum á eigin borgara; árásir á íbúðahverfi, dreifingu jarðsprengja og að nota íbúa sem mannlega skyldi. Noskov sakar Vesturlönd um að nota Úkraínu til að grafa undan Rússlandi. Um sé að ræða áætlun sem hafi lengi verið í undirbúningi. Það sé þess vegna sem Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafi hafnað því að ræða öryggistryggingar sem Rússar stungu upp á í desember 2021. „Það er þess vegna sem Vestrænir bandamenn stjórnvalda í Kænugarði halda áfram að sjá þeim fyrir vopnum og hergögnum til að draga sérstaka hernaðaraðgerð Rússlands á langinn og koma í veg fyrir frið í Úkraínu,“ segir hann. „Enginn getur „cancelað“ Rússlandi,“ segir sendiherrann. „Land okkar mun þrífast undir þrýstingi eins og það hefur gert í gegnum söguna. Rússland er ríkt, ekki bara af náttúrulegum auðlindum, heldur einnig af hæfileikaríku, duglegu fólki sem eru reiðubúin að gera allt til að þróa land sitt og færa það áfram.“ Noskov segir Rússa munu náð markmiðum sínum í Úkraínu, þrátt fyrir stuðning Nató. „Ógnum frá Úkraínu við öryggi Rússa verður útrýmt.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Þetta segir Mikhail Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, í grein sem sendiráðið hefur deilt á Facebook-síðu sinni, bæði á rússnesku og ensku. Tilefni greinarskrifanna er 77 ára afmæli sigurs bandamanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Noskov segir daginn, 9. maí, áminningu til allra þeirra, fyrst og fremst Vesturlanda, sem hafa leitast við að endurskrifa söguna og gera lítið úr hetjudáðum sovéskra hermanna. Noskov segir í greininni að því miður hafi það gerst að nasisminn hafi náð fótfestu á ný, að þessu sinni í Úkraínu. Þar hafi sveitir nýnasista, á borð við Azov-sveitina, verið teknar inn í her landsins og það látið ótalið þótt þær skreyti sig merkjum Hitler og SS-sveita hans. Sendiherrann sakar stjórnvöld í Úkraínu um skipulagðar ofsóknir og ofbeldi gegn rússneskum ríkisborgurum og öðrum í Donbas-héruðunum Donetsk og Luhansk. Þannig segir hann Rússa hafa verið tilneydda til að ráðast í hinar „sérstöku hernaðaraðgerðir“ til að útrýma nasisma í Úkraínu og gera landið herlaust. „Því miður hafa flest lönd á Vesturlöndum, þeirra á meðal Ísland, ekki minnst á eða þóst ekki minnast á þá staðreynd að Úkraína hefur verið að leggja drög að árásaraðgerðum. Umsvifamikilli sókn að Donbas sem hefði stigmagnast í árás gegn Krímskaga Rússlands, sem var aðeins tímaspursmál,“ segir Noskov og vísar til skjala sem hann segir innrásarherinn hafa komist yfir. Segir Rússlandi ekki verða „cancelað“ Í greininni endurtekur sendiherrann ýmsan áróður frá rússneskum stjórnvöldum, líkt og sviðsetningu árásar á fæðingasjúkrahús í Maríupól, á sama tíma og hann sakar Úkraínumenn og Vesturlönd um að standa í áróðursherferð. Þá sakar hann stjórnvöld í Úkraínu um að standa að baki árásum á eigin borgara; árásir á íbúðahverfi, dreifingu jarðsprengja og að nota íbúa sem mannlega skyldi. Noskov sakar Vesturlönd um að nota Úkraínu til að grafa undan Rússlandi. Um sé að ræða áætlun sem hafi lengi verið í undirbúningi. Það sé þess vegna sem Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafi hafnað því að ræða öryggistryggingar sem Rússar stungu upp á í desember 2021. „Það er þess vegna sem Vestrænir bandamenn stjórnvalda í Kænugarði halda áfram að sjá þeim fyrir vopnum og hergögnum til að draga sérstaka hernaðaraðgerð Rússlands á langinn og koma í veg fyrir frið í Úkraínu,“ segir hann. „Enginn getur „cancelað“ Rússlandi,“ segir sendiherrann. „Land okkar mun þrífast undir þrýstingi eins og það hefur gert í gegnum söguna. Rússland er ríkt, ekki bara af náttúrulegum auðlindum, heldur einnig af hæfileikaríku, duglegu fólki sem eru reiðubúin að gera allt til að þróa land sitt og færa það áfram.“ Noskov segir Rússa munu náð markmiðum sínum í Úkraínu, þrátt fyrir stuðning Nató. „Ógnum frá Úkraínu við öryggi Rússa verður útrýmt.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira