Leiguþak er eðlileg leið til að verja fólk fyrir oki markaðarins Andri Sigurðsson skrifar 8. maí 2022 08:31 Hátt og hækkandi leiguverð er það sem skapar áföll og skapar aðstæðurnar sem steypir fólki í fátækt. Í kynningu formanns Samtaka leigjenda fyrir skemmstu, Guðmundar Arngrímssonar, kom fram að 98% skjólstæðinga hjálparstarfs á höfuðborgarsvæðinu eru leigjendur. Á sama fundi kom fram að húsleiga hefur hækkað um 100% síðasta áratuginn. Við verðum þess vegna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja leigjendur. Hluti af því verður að vera sanngjarnt og réttlátt leiguþak og stýring á leigumarkaði. Leiguþak er algjört lágmark á meðan við Íslendingar hysjum upp um okkur og endurreisum félagslegt húsnæðiskerfi í anda verkamannabústaðakerfisins sem lagt var niður við lok tíunda áratugarins. Raunar eru flestir flokkar sammála um leiguþak auk Samtaka leigjenda og verkalýðshreyfingarinnar. Forsætisráðherra hefur jafnvel talað fyrir leiguþaki og það er í stefnu Vinstri grænna. Aðeins Píratar og Viðreisn töluðu gegn leiguþaki á fundi leigjenda sem haldinn var á Kex Hostel nýlega. Leiguþak og leigustýring eru aðeins reglur fyrir leigumarkaðinn en slíkar reglur þekkjast í flestum löndum heims. Samfélagið telur eðlilegt að setja reglur fyrir markaði til að halda aftur af okri og óeðlilegum hækkunum ýmiskonar. Þannig geta bankar ekki bara rukkað hvaða vexti sem er af lánum. Samfélagið okkar hefur sammælst um að okurvextir fari gegn lögum. Á sama hátt er leiguþak aðeins eðlileg ráðstöfun til að vernda leigjendur fyrir okri. Gleymum ekki að markaðir sem ekki hafa eðlilegar og sanngjarnar reglur hafa oftar en ekki hörmulegar afleiðingar í för með sér. Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi er kominn á neyðarstig og gleymum ekki efnahagshruninu. Eðlilegar reglur og takmarkanir á útlánaþenslu og starfsemi bankanna hefðu getað komið í veg fyrir fall bankakerfisins á sínum tíma. Leiguþak er sannarlega mikilvægt öryggisnet fyrir húsnæðiskerfi sem treystir um of á markaðslausnir. Ef við Íslendingar hefðum komið okkur upp stóru og öflugu almennu húsnæðiskerfi, líkt og verkamannabústaðakerfið var, væri ekki eins mikil þörf á leiguþaki. Í mörgum öðrum löndum í kringum okkur er 30–40% húsnæðismarkaðarins innan slíkra kerfa og húsnæðiskostnaður verkafólks er tugum prósenta lægri. Á Íslandi er sama hlutfall aðeins 8%. Restin er á óheftum markaði og niðurstaðan er skelfileg húsnæðiskreppa. Húsnæðiskerfið okkar er einfaldlega í rjúkandi rúst og er stór þáttur í því að verðbólga er aftur farin að hækka verulega. Barátta okkar snýst um að frelsa almenning undan oki hins óhefta markaðar. Því að það er markaðurinn sem er vandamálið. Á markaði eru það atvinnurekendur, leigusalar, og bankar sem stýra verðinu. Og þeir stýra því ekki til hagsbótar fyrir þig. Þess vegna verðum við að setja á leiguþak og byggja stórt húsnæðiskerfi utan markaðarins til að vernda fólk, og sérstaklega þá sem minnst hafa, fyrir græðgi þessara aðila. Við getum gert það með því að byggja húsnæði fyrir fólk. Byggjum húsnæði fyrir fólk en byggjum ekki húsnæði fyrir fjármagnseigendur til að græða á því. Borgin á að byggja. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leigumarkaður Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hátt og hækkandi leiguverð er það sem skapar áföll og skapar aðstæðurnar sem steypir fólki í fátækt. Í kynningu formanns Samtaka leigjenda fyrir skemmstu, Guðmundar Arngrímssonar, kom fram að 98% skjólstæðinga hjálparstarfs á höfuðborgarsvæðinu eru leigjendur. Á sama fundi kom fram að húsleiga hefur hækkað um 100% síðasta áratuginn. Við verðum þess vegna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja leigjendur. Hluti af því verður að vera sanngjarnt og réttlátt leiguþak og stýring á leigumarkaði. Leiguþak er algjört lágmark á meðan við Íslendingar hysjum upp um okkur og endurreisum félagslegt húsnæðiskerfi í anda verkamannabústaðakerfisins sem lagt var niður við lok tíunda áratugarins. Raunar eru flestir flokkar sammála um leiguþak auk Samtaka leigjenda og verkalýðshreyfingarinnar. Forsætisráðherra hefur jafnvel talað fyrir leiguþaki og það er í stefnu Vinstri grænna. Aðeins Píratar og Viðreisn töluðu gegn leiguþaki á fundi leigjenda sem haldinn var á Kex Hostel nýlega. Leiguþak og leigustýring eru aðeins reglur fyrir leigumarkaðinn en slíkar reglur þekkjast í flestum löndum heims. Samfélagið telur eðlilegt að setja reglur fyrir markaði til að halda aftur af okri og óeðlilegum hækkunum ýmiskonar. Þannig geta bankar ekki bara rukkað hvaða vexti sem er af lánum. Samfélagið okkar hefur sammælst um að okurvextir fari gegn lögum. Á sama hátt er leiguþak aðeins eðlileg ráðstöfun til að vernda leigjendur fyrir okri. Gleymum ekki að markaðir sem ekki hafa eðlilegar og sanngjarnar reglur hafa oftar en ekki hörmulegar afleiðingar í för með sér. Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi er kominn á neyðarstig og gleymum ekki efnahagshruninu. Eðlilegar reglur og takmarkanir á útlánaþenslu og starfsemi bankanna hefðu getað komið í veg fyrir fall bankakerfisins á sínum tíma. Leiguþak er sannarlega mikilvægt öryggisnet fyrir húsnæðiskerfi sem treystir um of á markaðslausnir. Ef við Íslendingar hefðum komið okkur upp stóru og öflugu almennu húsnæðiskerfi, líkt og verkamannabústaðakerfið var, væri ekki eins mikil þörf á leiguþaki. Í mörgum öðrum löndum í kringum okkur er 30–40% húsnæðismarkaðarins innan slíkra kerfa og húsnæðiskostnaður verkafólks er tugum prósenta lægri. Á Íslandi er sama hlutfall aðeins 8%. Restin er á óheftum markaði og niðurstaðan er skelfileg húsnæðiskreppa. Húsnæðiskerfið okkar er einfaldlega í rjúkandi rúst og er stór þáttur í því að verðbólga er aftur farin að hækka verulega. Barátta okkar snýst um að frelsa almenning undan oki hins óhefta markaðar. Því að það er markaðurinn sem er vandamálið. Á markaði eru það atvinnurekendur, leigusalar, og bankar sem stýra verðinu. Og þeir stýra því ekki til hagsbótar fyrir þig. Þess vegna verðum við að setja á leiguþak og byggja stórt húsnæðiskerfi utan markaðarins til að vernda fólk, og sérstaklega þá sem minnst hafa, fyrir græðgi þessara aðila. Við getum gert það með því að byggja húsnæði fyrir fólk. Byggjum húsnæði fyrir fólk en byggjum ekki húsnæði fyrir fjármagnseigendur til að græða á því. Borgin á að byggja. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun