KR aðeins unnið fimm af síðustu tuttugu heimaleikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. maí 2022 11:35 Það hefur lítið gengið hjá KR á leiktíðinni. Liðið er aðeins með fjögur stig að loknum fjórum leikjum. Vísir/Vilhelm Leik KR og KA í Bestu deild karla í fótbolta lauk með markalausu jafntefli. Það þýðir að KR-ingar hafa aðeins unnið fimm af síðustu 20 heimaleikjum sínum í efstu deild. Sex leikjum hefur lyktað með jafntefli og níu hafa tapast. Segja má að heimavöllurinn hafi ekki verið gjöfull KR-ingum undanfarin misseri og það vandamál virðist ætla að halda áfram í sumar. Liðið hóf sumarið á Meistaravöllum með 0-1 tapi gegn Breiðabliki þar sem mörg góð færi fóru forgörðum. Þó KR hafi svo verið manni fleiri lungann úr leiknum gegn KA tókst liðinu ekki að skapa sér nægilega góð færi til að vinna leikinn. Raunar skoraði KR gegn KA en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Erfitt er að sjá af hverju markið var dæmt af en það þýðir lítið að rífast við dómarann. Þegar tveimur leikjum er lokið á Meistaravöllum er KR með eitt stig og ekkert mark skorað. Árangur síðasta árs var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir en liðið vann aðeins fjóra af 11 heimaleikum sínum í deildinni. Þá skoraði liðið aðeins 18 mörk á heimavelli. Úrslit sumarið 2021 á heimavelli KR 1-3 KA KR 2-3 Valur KR 1-1 HK KR 3-1 ÍA KR 1-2 Stjarnan KR 1-0 Keflavík KR 1-1 Breiðablik KR 4-0 Fylkir KR 1-1 FH KR 2-1 Leiknir Reykjavík KR 1-2 Víkingur Í síðustu 13 heimaleikjum sínum í efstu deild hefur KR því unnið fjóra, gert fjögur jafntefli og tapað fimm. Ef síðustu 20 heimaleiki liðsins eru skoðaðir þá er staðan enn verri. Sumarið 2020 - þegar Íslandsmótinu var hætt vegna kórónufaraldursins - vann KR aðeins einn af sjö síðustu heimaleikjum sínum í deildinni. Tveir enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust. KR-ingm tókst þó að skora að meðaltali tvö mörk í leik í þessum sjö leikjum en átta af þeim mörkum komu gegn ÍA og Val. Að sama skapi lak liðið inn 15 mörkum í leikjunum sjö. Úrslit sumarið 2020 á heimavelli KR 1-2 tap Fylkir KR 1-1 Grótta KR 1-2 Stjarnan KR 4-1 ÍA KR 4-5 Valur KR 1-2 FH KR 2-2 Fjölnir KR tókst þrátt fyrir allt að enda í 3. sæti síðasta sumar en það er ljóst að ef fylla á stúkuna á Meistaravöllum oftar en einu sinni í sumar þá þurfa úrslitin að fara falla með heimaliðin. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Segja má að heimavöllurinn hafi ekki verið gjöfull KR-ingum undanfarin misseri og það vandamál virðist ætla að halda áfram í sumar. Liðið hóf sumarið á Meistaravöllum með 0-1 tapi gegn Breiðabliki þar sem mörg góð færi fóru forgörðum. Þó KR hafi svo verið manni fleiri lungann úr leiknum gegn KA tókst liðinu ekki að skapa sér nægilega góð færi til að vinna leikinn. Raunar skoraði KR gegn KA en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Erfitt er að sjá af hverju markið var dæmt af en það þýðir lítið að rífast við dómarann. Þegar tveimur leikjum er lokið á Meistaravöllum er KR með eitt stig og ekkert mark skorað. Árangur síðasta árs var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir en liðið vann aðeins fjóra af 11 heimaleikum sínum í deildinni. Þá skoraði liðið aðeins 18 mörk á heimavelli. Úrslit sumarið 2021 á heimavelli KR 1-3 KA KR 2-3 Valur KR 1-1 HK KR 3-1 ÍA KR 1-2 Stjarnan KR 1-0 Keflavík KR 1-1 Breiðablik KR 4-0 Fylkir KR 1-1 FH KR 2-1 Leiknir Reykjavík KR 1-2 Víkingur Í síðustu 13 heimaleikjum sínum í efstu deild hefur KR því unnið fjóra, gert fjögur jafntefli og tapað fimm. Ef síðustu 20 heimaleiki liðsins eru skoðaðir þá er staðan enn verri. Sumarið 2020 - þegar Íslandsmótinu var hætt vegna kórónufaraldursins - vann KR aðeins einn af sjö síðustu heimaleikjum sínum í deildinni. Tveir enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust. KR-ingm tókst þó að skora að meðaltali tvö mörk í leik í þessum sjö leikjum en átta af þeim mörkum komu gegn ÍA og Val. Að sama skapi lak liðið inn 15 mörkum í leikjunum sjö. Úrslit sumarið 2020 á heimavelli KR 1-2 tap Fylkir KR 1-1 Grótta KR 1-2 Stjarnan KR 4-1 ÍA KR 4-5 Valur KR 1-2 FH KR 2-2 Fjölnir KR tókst þrátt fyrir allt að enda í 3. sæti síðasta sumar en það er ljóst að ef fylla á stúkuna á Meistaravöllum oftar en einu sinni í sumar þá þurfa úrslitin að fara falla með heimaliðin. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Úrslit sumarið 2021 á heimavelli KR 1-3 KA KR 2-3 Valur KR 1-1 HK KR 3-1 ÍA KR 1-2 Stjarnan KR 1-0 Keflavík KR 1-1 Breiðablik KR 4-0 Fylkir KR 1-1 FH KR 2-1 Leiknir Reykjavík KR 1-2 Víkingur
Úrslit sumarið 2020 á heimavelli KR 1-2 tap Fylkir KR 1-1 Grótta KR 1-2 Stjarnan KR 4-1 ÍA KR 4-5 Valur KR 1-2 FH KR 2-2 Fjölnir
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira