Gylfi segir leiðréttingu á eignamarkaði yfirvofandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2022 12:15 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir að lágvaxtatímabilið sé nú að renna sitt skeið á enda og að við taki breytt heimsmynd. Hann spáir því að síðasta hækkun stýrivaxta sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum. vísir/vilhelm Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir að verðbólgan sé ekki aðeins á húsnæðismarkaði heldur sé hún víðfeðmari en oft áður. Eftirspurn sé mikil en mörg vandamál blasi við á framboðshliðinni. Hann býst við að síðasta útspil Seðlabankastjóra sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum og að yfirvofandi sé eins konar leiðrétting á eignamarkaði, hann bindur vonir við að sú leiðrétting muni gerst jafnt og þétt svo hér verði ekki hrun á eignamarkaði. Hinn margreyndi hagfræðingur kortlagði stöðuna í efnahagsmálum á Sprengisandi í morgun. Þar lýsti hann því að hvernig lágvaxtartímabilið væri að renna sitt skeið og að við tæki breytt heimsmynd og að sú breyting væri að gerast hratt. „Síðustu áratugi hefur verið gjá á milli fjármálamarkaða og raunhafkerfis; gríðarlegt fjármagn í umferð sem lyftir upp eignaverði. Aðilar sem eiga fjármagn hagnast gríðarlega en það hefur verið yfirvofandi eins konar leiðrétting í mjög langan tíma þannig að fjármálakerfið og eignaverðin muni leiðréttast og ég held að það sé nokkuð öruggt að á næstu tólf mánuðum hafi einhver leiðrétting átt sér stað. Það er bara vonandi að hún verði ekki of snögg.“ Gylfi, sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans, spáir því að síðasta ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að hækka stýrivexti um heilt prósent sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum. „Við erum að fara aftur í tímann. En það er ekki alvont. Það er jákvætt og heilbrigt að hafa jákvæða bæði nafnvexti og raunvexti. Það er jákvætt að eignaverðin séu ekki eins há og þau hafa verið; að hlutabréfamarkaðurinn sé ekki svona í hæstu hæðum og úr tengslum við veruleikann. Það er jákvætt að fasteignaverð sé ekki eins hátt og það hefur verið.“ Mynstrið sé víða um heim það sama; Það sé mikil eftirspurn en að vandamálin blasi við á framboðshliðinni. „Hér á landi er almenn eftirspurn mjög mikil og verðbólgan er ekki bara á húsnæðismarkaði heldur er hún að dreifast á aðra liði neysluverðsvísitölunnar þannig að hún er að verða miklu víðfeðmari heldur en áður.“ Gylfi segir að til þess að halda verðbólgunni í skefjum þurfi allir að ganga í takt. Það þýði ekki að krefja verkalýðshreyfinguna eina um hófsemi, stóru fyrirtækin á markaði þurfi líka að sýna sanngirni til að auka sátt en þarna vísar Gylfi til arðgreiðslna og launakjöra forstjóra. „Það gengur ekki að benda bara á launafólk.“ Hann segir að ríkisstjórnin og sveitarfélögin þurfi að bretta upp ermar og auka framboð á ódýru húsnæði en að öðru leyti þurfi að hafa aðhaldssama stefnu í ríkisfjármálum. Gylfi tekur fram að það sé margt sem vinni með íslenska hagkerfinu og nefnir hann máli sínu til stuðnings myndarlegan hagvöxt og minnkandi atvinnuleysi. Þá segir hann að efnahagsleg áhrif af völdum innrásarinnar í Úkraínu vera minni en víða annars staðar og búi Íslendingar að því að hafa hitaveitu og að flytja út fisk sem hækkar nú í verði. Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Íslenska krónan Húsnæðismál Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. 5. maí 2022 19:02 Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5. maí 2022 12:01 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Hann býst við að síðasta útspil Seðlabankastjóra sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum og að yfirvofandi sé eins konar leiðrétting á eignamarkaði, hann bindur vonir við að sú leiðrétting muni gerst jafnt og þétt svo hér verði ekki hrun á eignamarkaði. Hinn margreyndi hagfræðingur kortlagði stöðuna í efnahagsmálum á Sprengisandi í morgun. Þar lýsti hann því að hvernig lágvaxtartímabilið væri að renna sitt skeið og að við tæki breytt heimsmynd og að sú breyting væri að gerast hratt. „Síðustu áratugi hefur verið gjá á milli fjármálamarkaða og raunhafkerfis; gríðarlegt fjármagn í umferð sem lyftir upp eignaverði. Aðilar sem eiga fjármagn hagnast gríðarlega en það hefur verið yfirvofandi eins konar leiðrétting í mjög langan tíma þannig að fjármálakerfið og eignaverðin muni leiðréttast og ég held að það sé nokkuð öruggt að á næstu tólf mánuðum hafi einhver leiðrétting átt sér stað. Það er bara vonandi að hún verði ekki of snögg.“ Gylfi, sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans, spáir því að síðasta ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að hækka stýrivexti um heilt prósent sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum. „Við erum að fara aftur í tímann. En það er ekki alvont. Það er jákvætt og heilbrigt að hafa jákvæða bæði nafnvexti og raunvexti. Það er jákvætt að eignaverðin séu ekki eins há og þau hafa verið; að hlutabréfamarkaðurinn sé ekki svona í hæstu hæðum og úr tengslum við veruleikann. Það er jákvætt að fasteignaverð sé ekki eins hátt og það hefur verið.“ Mynstrið sé víða um heim það sama; Það sé mikil eftirspurn en að vandamálin blasi við á framboðshliðinni. „Hér á landi er almenn eftirspurn mjög mikil og verðbólgan er ekki bara á húsnæðismarkaði heldur er hún að dreifast á aðra liði neysluverðsvísitölunnar þannig að hún er að verða miklu víðfeðmari heldur en áður.“ Gylfi segir að til þess að halda verðbólgunni í skefjum þurfi allir að ganga í takt. Það þýði ekki að krefja verkalýðshreyfinguna eina um hófsemi, stóru fyrirtækin á markaði þurfi líka að sýna sanngirni til að auka sátt en þarna vísar Gylfi til arðgreiðslna og launakjöra forstjóra. „Það gengur ekki að benda bara á launafólk.“ Hann segir að ríkisstjórnin og sveitarfélögin þurfi að bretta upp ermar og auka framboð á ódýru húsnæði en að öðru leyti þurfi að hafa aðhaldssama stefnu í ríkisfjármálum. Gylfi tekur fram að það sé margt sem vinni með íslenska hagkerfinu og nefnir hann máli sínu til stuðnings myndarlegan hagvöxt og minnkandi atvinnuleysi. Þá segir hann að efnahagsleg áhrif af völdum innrásarinnar í Úkraínu vera minni en víða annars staðar og búi Íslendingar að því að hafa hitaveitu og að flytja út fisk sem hækkar nú í verði.
Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Íslenska krónan Húsnæðismál Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. 5. maí 2022 19:02 Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5. maí 2022 12:01 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52
Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. 5. maí 2022 19:02
Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5. maí 2022 12:01
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent