Áfram farsæld með forystu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Kristinn Andersen skrifar 9. maí 2022 07:30 Á næstu vikum kjósa íbúar Hafnarfjarðar hverjum verði treyst til að stjórna bænum til næstu fjögurra ára. Undanfarin ár hafa fleiri Hafnfirðingar valið fulltrúa sína úr hópi sjálfstæðismanna en nokkurs annars framboðs í bænum. Undir meirihlutastjórn sjálfstæðismanna hefur bærinn tekið stakkaskiptum svo um munar. Mikilvægt skref undir forystu okkar var að taka á fjármálum bæjarins, sem áður hafði misst fjárhagslegt forræði sitt til eftirlitsnefndar ríkisins eftir áralanga skuldasöfnun. Þeir tímar eru að baki og til þeirra viljum við ekki hverfa aftur. Árangur okkar Þau undanfarin ár sem við sjálfstæðismenn höfum farið fyrir meirihluta í bæjarstjórn höfum við staðið að umbótum og uppbyggingu á fjölmörgum sviðum svo eftir hefur verið tekið. Við höfum lagt grunninn að nýju vaxtarskeiði Hafnarfjarðar og skipulagt land undir ný hverfi bæjarins ásamt vexti í eldri hverfum, en um þessar mundir eru yfir 1000 íbúðir í byggingu í bænum. Með skynsamlegri ráðstöfun fjármuna kemur Hafnarfjörður undan heimsfaraldri með því að halda uppi framkvæmdum af fullum krafti, uppbyggingu í öldrunarmálum og íþróttamannvirkjum og viðhaldi á eignum og umhverfi bæjarins. Jafnframt höfum við sjálfstæðismenn í Hafnarfirði ötullega stutt og unnið að verkefnum til mannræktar og menningar. Nefna má stuðning við fjölbreytta íþrótta- og tómstundastarfsemi, ekki aðeins ungmenna heldur einnig fyrir aðra aldurshópa og eldri borgara, þar sem Hafnarfjörður er í fararbroddi sveitarfélaga á landinu. Endurgerður St. Jósefsspítali hefur fengið nýtt hlutverk með fjölda einkaaðila og samtaka sem vinna að lífsgæðum fólks og Bæjarbíó hefur öðlast nýtt líf sem vinsælt menningarhús í hjarta bæjarins. Atkvæði greidd öðrum gagnast ekki Á sama tíma og Hafnarfjörður vex og dafnar hefur tekist að lækka hlutfall skulda af tekjum bæjarins, álagningarprósenta fasteignaskatta hefur verið lækkuð og álagning útsvars er ekki lengur í hámarki eins og þekkist annars staðar. Grunnstefna okkar um lægri álögur og árangur Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum skilur okkur frá öðrum framboðum í bænum og gefur okkur skýra sérstöðu. Í komandi bæjarstjórnarkosningum verður valið milli þess að halda áfram þeim vexti og velsæld sem við sjálfstæðismenn höfum skilað í verkum okkar, eða að velja áherslur annarra. Eingöngu atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði tryggja áframhaldandi vinnu okkar að farsæld fyrir Hafnarfjörð, atkvæði greidd öðrum gagnast þar ekki. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á næstu vikum kjósa íbúar Hafnarfjarðar hverjum verði treyst til að stjórna bænum til næstu fjögurra ára. Undanfarin ár hafa fleiri Hafnfirðingar valið fulltrúa sína úr hópi sjálfstæðismanna en nokkurs annars framboðs í bænum. Undir meirihlutastjórn sjálfstæðismanna hefur bærinn tekið stakkaskiptum svo um munar. Mikilvægt skref undir forystu okkar var að taka á fjármálum bæjarins, sem áður hafði misst fjárhagslegt forræði sitt til eftirlitsnefndar ríkisins eftir áralanga skuldasöfnun. Þeir tímar eru að baki og til þeirra viljum við ekki hverfa aftur. Árangur okkar Þau undanfarin ár sem við sjálfstæðismenn höfum farið fyrir meirihluta í bæjarstjórn höfum við staðið að umbótum og uppbyggingu á fjölmörgum sviðum svo eftir hefur verið tekið. Við höfum lagt grunninn að nýju vaxtarskeiði Hafnarfjarðar og skipulagt land undir ný hverfi bæjarins ásamt vexti í eldri hverfum, en um þessar mundir eru yfir 1000 íbúðir í byggingu í bænum. Með skynsamlegri ráðstöfun fjármuna kemur Hafnarfjörður undan heimsfaraldri með því að halda uppi framkvæmdum af fullum krafti, uppbyggingu í öldrunarmálum og íþróttamannvirkjum og viðhaldi á eignum og umhverfi bæjarins. Jafnframt höfum við sjálfstæðismenn í Hafnarfirði ötullega stutt og unnið að verkefnum til mannræktar og menningar. Nefna má stuðning við fjölbreytta íþrótta- og tómstundastarfsemi, ekki aðeins ungmenna heldur einnig fyrir aðra aldurshópa og eldri borgara, þar sem Hafnarfjörður er í fararbroddi sveitarfélaga á landinu. Endurgerður St. Jósefsspítali hefur fengið nýtt hlutverk með fjölda einkaaðila og samtaka sem vinna að lífsgæðum fólks og Bæjarbíó hefur öðlast nýtt líf sem vinsælt menningarhús í hjarta bæjarins. Atkvæði greidd öðrum gagnast ekki Á sama tíma og Hafnarfjörður vex og dafnar hefur tekist að lækka hlutfall skulda af tekjum bæjarins, álagningarprósenta fasteignaskatta hefur verið lækkuð og álagning útsvars er ekki lengur í hámarki eins og þekkist annars staðar. Grunnstefna okkar um lægri álögur og árangur Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum skilur okkur frá öðrum framboðum í bænum og gefur okkur skýra sérstöðu. Í komandi bæjarstjórnarkosningum verður valið milli þess að halda áfram þeim vexti og velsæld sem við sjálfstæðismenn höfum skilað í verkum okkar, eða að velja áherslur annarra. Eingöngu atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði tryggja áframhaldandi vinnu okkar að farsæld fyrir Hafnarfjörð, atkvæði greidd öðrum gagnast þar ekki. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar