Bæjarstjórn Kópavogs vantar regluvörð Helga Jónsdóttir skrifar 9. maí 2022 08:01 Framboð Vina Kópavogs er til að halda bæjaryfirvöldum að lögum og reglum. Rótin er í skipulagsmálum. Bæjaryfirvöld, í samstarfi við fjárfesta, hafa farið yfir öll mörk í að þétta byggð. Þau hafa efnt til átaka við bæjarbúa, og hunsað lögmætar athugasemdir þeirra. Á þéttingarsvæðum, t.d. í miðbæ, Traðarreit og á Kársnesi sitja íbúarnir uppi með háan sérfræðikostnað af því að verjast yfirgangi bæjarins. Barátta þeirra hefur ekki borið árangur hjá bæjaryfirvöldum, jafnvel þótt undir aðfinnslur íbúa hafi verið tekið af Skipulagsstofnun, úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála hafi ógilt skipulagsvinnu bæjarins og mál séu til meðferðar hjá ráðuneyti skipulags- og sveitarstjórnarmála. Skipulagsslys, sem ómögulegt verður að vinda ofan af, blasa við á stöðum sem varða allan almenning. Vinir Kópavogs eru alls ekki andvígir þéttingu byggðar, enda sé farið að reglum og almannahagsmunir hafðir að leiðarljósi. Með því að virða lögbundinn rétt íbúa til samráðs gætu bæjaryfirvöld fundið sátt um leiðir til að nýta land með skynsamlegum hætti fyrir þjónustu, almannarými og íbúðabyggð. Á það reynir ekki vegna þess að „vinnslutillögur” fjárfesta sem ekkert tala við íbúa ráða því frá upphafi hvernig deiliskipulag verður á endanum. Íbúðareitir eru skipulagðir hver af öðrum af fjárfestum en þjónusta, innviðir og mannlíf skilið eftir á ábyrgð bæjarins, oftast þannig að pláss til þess að sinna þeim hlutum með sóma er upp urið. Gott skipulag þarf að geta fóstrað gott mannlíf og til þess þarf rými til að bjóða upp á birtu, kyrrð, skjól og samveru. Þegar byggt er of mikið og of þétt eru íbúar sviptir lífsgæðum sem skipulag á að tryggja þeim. Fjárfestagræðgi stjórnar skipulagi Í skipulagsmálum Kópavogs hefur græðgin tekið völdin á kostnað lýðheilsu, lífsgæða og almannahags. Þétting byggðar í Kópavogi verður stórtækari með hverju verkefni. Þegar ný byggð reis t.d. í Lundi og á Kópavogstúni voru íbúar í grenndinni eðlilega gagnrýnir. Þar loftar þó vel milli húsa og lóðir eru grænar og grónar. Á nýrri þéttingarsvæðum t.d. sunnan Smáralindar og á Kársnesi er byggð svo þétt og há að steinsteypan ein ræður. Á Traðarreit eystri eiga 180 íbúðir að koma í stað átta húsa. Þar er krafa um þrefalt einangrunargler í nýbyggingunum vegna umferðarhávaða. Hvers eiga þeir sem búa við Digranesveg og hafa bara venjulegt gler í gluggum sínum að gjalda? Virðingarleysi bæjaryfirvalda við þá sem búa í gömlum hverfum er ótrúlegt. Og samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi skal haldið áfram á þessari krefjandi braut: „Þó að eldri hverfi bæjarins teljist fullbyggð er í þessu aðalskipulagi áfram horft til þéttingar byggðar í þessum hverfum eins og stefnt hefur verið að á undanförnum árum.” Skylda yfirvalda til samráðs er skýr í skipulagslögum. Hugtakið „vinnslutillaga“ á sér enga stoð í lögum. Engu að síður réttlætir Kópavogsbær skipulagsvinnu fjárfesta - skipulagsvinnu sem bærinn á sjálfur að vinna, með vísan til þess. Vinir Kópavogs ætla að gæta hagsmuna íbúa gegn yfirgangi bæjaryfirvalda sem ganga erinda fjárfesta. Þess vegna þurfum við tvo menn kjörna í bæjarstjórn. Þannig verðum við í stöðu til að knýja bæjaryfirvöld til samráðs við íbúa. Séu yfirvöld reiðubúin til þess að fara á svig við lög og reglur í skipulagsmálum, því ekki á fleiri sviðum? Það er ekki samboðið virðingu Kópavogs að líða þeim sem fyrir bænum fara að brjóta reglur átölulaust. Vinir Kópavogs vilja reynast traustir regluverðir. Þess vegna er ástæða til að setja x við Y á kjördag. Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslita Vina Kópavogs, og er fyrrverandi borgarrritari og bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Skipulag Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Framboð Vina Kópavogs er til að halda bæjaryfirvöldum að lögum og reglum. Rótin er í skipulagsmálum. Bæjaryfirvöld, í samstarfi við fjárfesta, hafa farið yfir öll mörk í að þétta byggð. Þau hafa efnt til átaka við bæjarbúa, og hunsað lögmætar athugasemdir þeirra. Á þéttingarsvæðum, t.d. í miðbæ, Traðarreit og á Kársnesi sitja íbúarnir uppi með háan sérfræðikostnað af því að verjast yfirgangi bæjarins. Barátta þeirra hefur ekki borið árangur hjá bæjaryfirvöldum, jafnvel þótt undir aðfinnslur íbúa hafi verið tekið af Skipulagsstofnun, úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála hafi ógilt skipulagsvinnu bæjarins og mál séu til meðferðar hjá ráðuneyti skipulags- og sveitarstjórnarmála. Skipulagsslys, sem ómögulegt verður að vinda ofan af, blasa við á stöðum sem varða allan almenning. Vinir Kópavogs eru alls ekki andvígir þéttingu byggðar, enda sé farið að reglum og almannahagsmunir hafðir að leiðarljósi. Með því að virða lögbundinn rétt íbúa til samráðs gætu bæjaryfirvöld fundið sátt um leiðir til að nýta land með skynsamlegum hætti fyrir þjónustu, almannarými og íbúðabyggð. Á það reynir ekki vegna þess að „vinnslutillögur” fjárfesta sem ekkert tala við íbúa ráða því frá upphafi hvernig deiliskipulag verður á endanum. Íbúðareitir eru skipulagðir hver af öðrum af fjárfestum en þjónusta, innviðir og mannlíf skilið eftir á ábyrgð bæjarins, oftast þannig að pláss til þess að sinna þeim hlutum með sóma er upp urið. Gott skipulag þarf að geta fóstrað gott mannlíf og til þess þarf rými til að bjóða upp á birtu, kyrrð, skjól og samveru. Þegar byggt er of mikið og of þétt eru íbúar sviptir lífsgæðum sem skipulag á að tryggja þeim. Fjárfestagræðgi stjórnar skipulagi Í skipulagsmálum Kópavogs hefur græðgin tekið völdin á kostnað lýðheilsu, lífsgæða og almannahags. Þétting byggðar í Kópavogi verður stórtækari með hverju verkefni. Þegar ný byggð reis t.d. í Lundi og á Kópavogstúni voru íbúar í grenndinni eðlilega gagnrýnir. Þar loftar þó vel milli húsa og lóðir eru grænar og grónar. Á nýrri þéttingarsvæðum t.d. sunnan Smáralindar og á Kársnesi er byggð svo þétt og há að steinsteypan ein ræður. Á Traðarreit eystri eiga 180 íbúðir að koma í stað átta húsa. Þar er krafa um þrefalt einangrunargler í nýbyggingunum vegna umferðarhávaða. Hvers eiga þeir sem búa við Digranesveg og hafa bara venjulegt gler í gluggum sínum að gjalda? Virðingarleysi bæjaryfirvalda við þá sem búa í gömlum hverfum er ótrúlegt. Og samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi skal haldið áfram á þessari krefjandi braut: „Þó að eldri hverfi bæjarins teljist fullbyggð er í þessu aðalskipulagi áfram horft til þéttingar byggðar í þessum hverfum eins og stefnt hefur verið að á undanförnum árum.” Skylda yfirvalda til samráðs er skýr í skipulagslögum. Hugtakið „vinnslutillaga“ á sér enga stoð í lögum. Engu að síður réttlætir Kópavogsbær skipulagsvinnu fjárfesta - skipulagsvinnu sem bærinn á sjálfur að vinna, með vísan til þess. Vinir Kópavogs ætla að gæta hagsmuna íbúa gegn yfirgangi bæjaryfirvalda sem ganga erinda fjárfesta. Þess vegna þurfum við tvo menn kjörna í bæjarstjórn. Þannig verðum við í stöðu til að knýja bæjaryfirvöld til samráðs við íbúa. Séu yfirvöld reiðubúin til þess að fara á svig við lög og reglur í skipulagsmálum, því ekki á fleiri sviðum? Það er ekki samboðið virðingu Kópavogs að líða þeim sem fyrir bænum fara að brjóta reglur átölulaust. Vinir Kópavogs vilja reynast traustir regluverðir. Þess vegna er ástæða til að setja x við Y á kjördag. Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslita Vina Kópavogs, og er fyrrverandi borgarrritari og bæjarstjóri.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun