Vaktin: Þjóðverjar búa sig undir að Rússar skrúfi fyrir gasið Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Eiður Þór Árnason og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. maí 2022 06:46 Robert Habeck, efnahags- og orkumálaráðherra Þýskalands. epa/FILIP SINGER Vladimir Pútín Rússlandsforseti flutti í morgun ræðu sína á Rauða torginu í tilefni sigurs Sovétmanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Þvert á væntingar margra var fátt um yfirlýsingar í ræðunni og engar stórar fregnir af fyrirætlunum Rússa í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skammaði nýverið þjóðaröryggisráðgjafa sína vegna upplýsingaleka. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu ítrekað frá því hvaða upplýsingum Bandaríkjamenn hafa verið að deila með Úkraínumönnum. Mikhail Kasyanov, sem var fyrsti forsætisráðherra Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir að ræða forsetans á Sigurdeginum í morgun sýni að hann viti að stríð hans í Úkraínu sé misheppnað. Hann sagði Pútín í vanda og taldi að nú væri „upphafið að endinum“ fyrir Pútín og yfirráð hans í Rússlandi. Rauðri málningu var skvett sendiherra Rússlands í Póllandi nú fyrir skömmu. Það var gert á athöfn þar sem hann ætlaði að leggja blómvönd við minnisvarða sovésks hermannsí Varsjá vegna hátíðarhaldanna í dag. Rússneska fréttastofan RIA hefur eftir Kirill Stremousov, sem er einhvers konar leiðtogi hjá stjórn aðskilnaðarsinna í Kherson, að það standi ekki til að efna til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði á svæðinu. Hins vegar sé stefnt að því að innlima eins stóran hluta þess og mögulegt er í Rússland. Verulegur samdráttur hefur orðið í innflutningi Rússa á vörum frá Kína en hins vegar jókst innflutningur Kínverja á rússneskum vörum um 56,6 prósent frá fyrra ári í apríl. Josep Borrell, æðsti erindreki Evrópusambandsins í utanríkis- og varnarmálum, segir í samtali við Financial Times að bandalagið ætti að íhuga að gera erlendan gjaldeyrisforða Rússa, sem hefur verið frystur, upptækan til að kosta enduruppbyggingu Úkraínu eftir stríð. BBC segir Ben Wallace, varnarmálaráðherra Breta, munu líkja aðgerðum stjórnar Pútín við framgöngu nasista í erindi sem hann mun halda í dag. Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun funda með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag og er sagður munu flytja ræðu í kjölfarið. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skammaði nýverið þjóðaröryggisráðgjafa sína vegna upplýsingaleka. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu ítrekað frá því hvaða upplýsingum Bandaríkjamenn hafa verið að deila með Úkraínumönnum. Mikhail Kasyanov, sem var fyrsti forsætisráðherra Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir að ræða forsetans á Sigurdeginum í morgun sýni að hann viti að stríð hans í Úkraínu sé misheppnað. Hann sagði Pútín í vanda og taldi að nú væri „upphafið að endinum“ fyrir Pútín og yfirráð hans í Rússlandi. Rauðri málningu var skvett sendiherra Rússlands í Póllandi nú fyrir skömmu. Það var gert á athöfn þar sem hann ætlaði að leggja blómvönd við minnisvarða sovésks hermannsí Varsjá vegna hátíðarhaldanna í dag. Rússneska fréttastofan RIA hefur eftir Kirill Stremousov, sem er einhvers konar leiðtogi hjá stjórn aðskilnaðarsinna í Kherson, að það standi ekki til að efna til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði á svæðinu. Hins vegar sé stefnt að því að innlima eins stóran hluta þess og mögulegt er í Rússland. Verulegur samdráttur hefur orðið í innflutningi Rússa á vörum frá Kína en hins vegar jókst innflutningur Kínverja á rússneskum vörum um 56,6 prósent frá fyrra ári í apríl. Josep Borrell, æðsti erindreki Evrópusambandsins í utanríkis- og varnarmálum, segir í samtali við Financial Times að bandalagið ætti að íhuga að gera erlendan gjaldeyrisforða Rússa, sem hefur verið frystur, upptækan til að kosta enduruppbyggingu Úkraínu eftir stríð. BBC segir Ben Wallace, varnarmálaráðherra Breta, munu líkja aðgerðum stjórnar Pútín við framgöngu nasista í erindi sem hann mun halda í dag. Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun funda með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag og er sagður munu flytja ræðu í kjölfarið. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira