Oddvitaáskorunin: Fengu far með löggunni á ball Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2022 15:01 Skátar í fjölskyldunni. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ragnhildur Guðmundsdóttir leiðir lista Pírata í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ragnhildur er 57 ára, fædd og uppalin í Keflavík, Reykjanesbæ. Gift Rögnvaldi H. Helgasyni og saman eiga þau 4 börn og 10 barnabörn. Eftir vinnuslys 1981 sem leiddi til örorku, varð ljóst að ef hún ætti að eiga afturkvæmt á vinnumarkað þyrfti að sækja sér einhverja færni og því varð úr að hún hóf nám og fyrstu árin í kvöldskóla meðfram barneignum og vinnu við símaafgreiðslu. Hún lauk stúdentsprófi frá FS 1993, tók 1. stig í söng 1994, hóf nám í HÍ haustið 1995 og lauk BA prófi í Félagsfræði árið 1998. Lauk kennsluréttindanámi á bæði grunn- og framhaldsskólastig árið 2000 og síðar MA prófi í Náms- og starfsráðgjöf árið 2015. Ragnhildur er starfandi kennari og náms- & starfsráðgjafi og er nemi í Þjóðfræði við HÍ. Hefur tekið þátt í stofnun Andstæðinga stóriðju í Helguvík og Íbúðafélags Suðurnesja hsf. Áhugamálin eru mörg en snúast mikið að sjálfboðaliðsstarfi, er starfandi skátaforingi, er í Kvennakór Suðurnesja og tekur þátt í samfélagslegum hópum líkt og andstæðingum stóriðju í Helguvík og Íbúðafélagi Suðurnesja hsf., sem vilja hag íbúa sem bestan auk þess að hafa áhuga á lestri og skrifum af ýmsu tagi hvort heldur bók eða greinar. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru svo margir, erfitt að velja úr en ef ég nefni einn þá væri það Austfirðir - Hérað. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já, gatnamótin við verslanirnar á Fitjum og merkingar á bílastæðum þar. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Á mörg áhugamál og eitt þeirra er að stunda nám, bæta við þekkingu. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar við sem unglingar fengum far með lögreglubíl á dansleik í næsta sveitarfélagi. Hvað færðu þér á pizzu? Kjötveislu þ.e. hakk, pepperoni og bacon. Hvaða lag peppar þig mest? Áfram stelpur. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Engar, get ekki beygt aðra höndina til þess að gera armbeygjur. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Ragnhildur með Maríu Mist. Uppáhalds brandari? Á engan sérstakan, man eftir einum ... Tveir félagar eru saman á gangi, annar smellir fingrum í sífellu, hinn spyr, afhverju ertu að smella fingrunum? Til þess að halda ljónunum í burtu. En það eru engin ljón hér! Nei, einmitt, vegna þess að ég smelli fingrunum. Hvað er þitt draumafríi? Að elta veðrið en annars er allt frí draumur, að ferðast með manninum, börnum og barnabörnum. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021 vegna þess að maður hélt að covid faraldrinum væri lokið en þá var öllu skellt aftur í lás. Uppáhalds tónlistarmaður? Það eru svo margir en Kim Larsen og Björgvin Halldórsson poppa upp í hugann. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar ég fór í sjúkraþjálfun á Grensás og læknirinn sem sá um innritun bankaði í hnéð á mér og sagði mér að flauta, ég gat það ekki fyrir hlátri. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Veit það ekki. Níu af tíu barnabörnum Ragnhildar. Hefur þú verið í verbúð? Ég var aldrei með herbergi á verbúð en djammaði með fólki á verbúð. Unnum í aðgerð, söltuðum, pækluðum og fórum á hjallana en um helgar var djammað, partý á verbúð og svo dansleikur fram eftir en svo jafnvel eftirpartý. Áhrifamesta kvikmyndin? Sixth sense og Schindlers list. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Hafnarfjörð. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Á held ég engin svoleiðis lög, gæti kannski nefnt, Of feit fyrir mig og Allt fyrir þig með Baggalút. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjanesbær Píratar Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Ragnhildur Guðmundsdóttir leiðir lista Pírata í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ragnhildur er 57 ára, fædd og uppalin í Keflavík, Reykjanesbæ. Gift Rögnvaldi H. Helgasyni og saman eiga þau 4 börn og 10 barnabörn. Eftir vinnuslys 1981 sem leiddi til örorku, varð ljóst að ef hún ætti að eiga afturkvæmt á vinnumarkað þyrfti að sækja sér einhverja færni og því varð úr að hún hóf nám og fyrstu árin í kvöldskóla meðfram barneignum og vinnu við símaafgreiðslu. Hún lauk stúdentsprófi frá FS 1993, tók 1. stig í söng 1994, hóf nám í HÍ haustið 1995 og lauk BA prófi í Félagsfræði árið 1998. Lauk kennsluréttindanámi á bæði grunn- og framhaldsskólastig árið 2000 og síðar MA prófi í Náms- og starfsráðgjöf árið 2015. Ragnhildur er starfandi kennari og náms- & starfsráðgjafi og er nemi í Þjóðfræði við HÍ. Hefur tekið þátt í stofnun Andstæðinga stóriðju í Helguvík og Íbúðafélags Suðurnesja hsf. Áhugamálin eru mörg en snúast mikið að sjálfboðaliðsstarfi, er starfandi skátaforingi, er í Kvennakór Suðurnesja og tekur þátt í samfélagslegum hópum líkt og andstæðingum stóriðju í Helguvík og Íbúðafélagi Suðurnesja hsf., sem vilja hag íbúa sem bestan auk þess að hafa áhuga á lestri og skrifum af ýmsu tagi hvort heldur bók eða greinar. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru svo margir, erfitt að velja úr en ef ég nefni einn þá væri það Austfirðir - Hérað. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já, gatnamótin við verslanirnar á Fitjum og merkingar á bílastæðum þar. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Á mörg áhugamál og eitt þeirra er að stunda nám, bæta við þekkingu. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar við sem unglingar fengum far með lögreglubíl á dansleik í næsta sveitarfélagi. Hvað færðu þér á pizzu? Kjötveislu þ.e. hakk, pepperoni og bacon. Hvaða lag peppar þig mest? Áfram stelpur. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Engar, get ekki beygt aðra höndina til þess að gera armbeygjur. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Ragnhildur með Maríu Mist. Uppáhalds brandari? Á engan sérstakan, man eftir einum ... Tveir félagar eru saman á gangi, annar smellir fingrum í sífellu, hinn spyr, afhverju ertu að smella fingrunum? Til þess að halda ljónunum í burtu. En það eru engin ljón hér! Nei, einmitt, vegna þess að ég smelli fingrunum. Hvað er þitt draumafríi? Að elta veðrið en annars er allt frí draumur, að ferðast með manninum, börnum og barnabörnum. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021 vegna þess að maður hélt að covid faraldrinum væri lokið en þá var öllu skellt aftur í lás. Uppáhalds tónlistarmaður? Það eru svo margir en Kim Larsen og Björgvin Halldórsson poppa upp í hugann. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar ég fór í sjúkraþjálfun á Grensás og læknirinn sem sá um innritun bankaði í hnéð á mér og sagði mér að flauta, ég gat það ekki fyrir hlátri. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Veit það ekki. Níu af tíu barnabörnum Ragnhildar. Hefur þú verið í verbúð? Ég var aldrei með herbergi á verbúð en djammaði með fólki á verbúð. Unnum í aðgerð, söltuðum, pækluðum og fórum á hjallana en um helgar var djammað, partý á verbúð og svo dansleikur fram eftir en svo jafnvel eftirpartý. Áhrifamesta kvikmyndin? Sixth sense og Schindlers list. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Hafnarfjörð. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Á held ég engin svoleiðis lög, gæti kannski nefnt, Of feit fyrir mig og Allt fyrir þig með Baggalút.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjanesbær Píratar Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira