Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2022 12:30 Sveíndís Jane Jónsdóttir varð Þýskalandsmeistari í fyrstu tilraun með Wolfsburg og fagnaði því vel. Alex Popp var áberandi í fagnaðarlátunum og gaf Svenju Huth bjórbað. Getty og Skjáskot/Wölfe TV Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. Sveindís er fimmta íslenska knattspyrnukonan til að verða Þýskalandsmeistari og önnur til að vinna titilinn með Wolfsburg. Hún skoraði og lagði upp mark í 10-1 sigrinum gegn Jena í gær sem endanlega tryggði Wolfsburg titilinn. Sveindís var komin á varamannabekkinn þegar lokaflautið gall í Jena í gær en þá hlupu allir leikmenn Wolfsburg inn á völlinn, féllust í faðma og fögnuðu titlinum. Fagnaðarlætin héldu áfram utan vallar, þar sem kampavínsflöskur voru opnaðar og leikmenn fögnuðu með þeim stuðningsmönnum sem gerðu sér ferð til Jena. Risavaxið bjórglas var sömuleiðis látið ganga áður en að þýska „drottningin“ Alex Popp, sem unnið hefur tvo Evrópumeistaratitla og nú sex Þýskalandsmeistaratitla með Wolfsburg, tók það með sér í liðsrútuna. Fagnaðarlætin má sjá hér að neðan í myndbandi frá Wolfsburg. Sex ár síðan lið án Íslendings vann titilinn Sveindís, sem er aðeins tvítug og hóf að spila með Wolfsburg í vetur, fetar í fótspor fjögurra íslenskra knattspyrnukvenna sem orðið hafa Þýskalandsmeistarar. Raunar eru sex ár liðin síðan að lið varð þýskur meistari án þess að vera með Íslending innanborðs. Sara Björk Gunnarsdóttir vann titilinn með Wolfsburg fjögur ár í röð, árin 2017-2020. Í fyrra fagnaði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir titlinum með Bayern München, líkt og Dagný Brynjarsdóttir gerði árið 2015, og Margrét Lára Viðarsdóttir varð fyrst íslenskra knattspyrnukvenna til að vinna titilinn, með Potsdam árið 2012. Sveindís og stöllur hennar fögnuðu titlinum áfram í rútunni á leið heim frá Jena og við komuna til Wolfsburg tóku stuðningsmenn á móti þeim og saman kyrjuðu þau söngva fram eftir kvöldi. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Tímabilinu er þó ekki lokið hjá Wolfsburg því liðið mætir Potsdam í bikarúrslitaleik 28. maí. Þá tekur við stutt hlé fyrir Sveindísi áður en Evrópumótið í fótbolta hefst í júlí. Þýski boltinn Tengdar fréttir Sveindís Jane skoraði og lagði upp er Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 10-1 stórsigur á botnliði Jena í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Sigurinn þýðir að Wolfsburg er Þýskalandsmeistari. 8. maí 2022 15:50 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Sveindís er fimmta íslenska knattspyrnukonan til að verða Þýskalandsmeistari og önnur til að vinna titilinn með Wolfsburg. Hún skoraði og lagði upp mark í 10-1 sigrinum gegn Jena í gær sem endanlega tryggði Wolfsburg titilinn. Sveindís var komin á varamannabekkinn þegar lokaflautið gall í Jena í gær en þá hlupu allir leikmenn Wolfsburg inn á völlinn, féllust í faðma og fögnuðu titlinum. Fagnaðarlætin héldu áfram utan vallar, þar sem kampavínsflöskur voru opnaðar og leikmenn fögnuðu með þeim stuðningsmönnum sem gerðu sér ferð til Jena. Risavaxið bjórglas var sömuleiðis látið ganga áður en að þýska „drottningin“ Alex Popp, sem unnið hefur tvo Evrópumeistaratitla og nú sex Þýskalandsmeistaratitla með Wolfsburg, tók það með sér í liðsrútuna. Fagnaðarlætin má sjá hér að neðan í myndbandi frá Wolfsburg. Sex ár síðan lið án Íslendings vann titilinn Sveindís, sem er aðeins tvítug og hóf að spila með Wolfsburg í vetur, fetar í fótspor fjögurra íslenskra knattspyrnukvenna sem orðið hafa Þýskalandsmeistarar. Raunar eru sex ár liðin síðan að lið varð þýskur meistari án þess að vera með Íslending innanborðs. Sara Björk Gunnarsdóttir vann titilinn með Wolfsburg fjögur ár í röð, árin 2017-2020. Í fyrra fagnaði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir titlinum með Bayern München, líkt og Dagný Brynjarsdóttir gerði árið 2015, og Margrét Lára Viðarsdóttir varð fyrst íslenskra knattspyrnukvenna til að vinna titilinn, með Potsdam árið 2012. Sveindís og stöllur hennar fögnuðu titlinum áfram í rútunni á leið heim frá Jena og við komuna til Wolfsburg tóku stuðningsmenn á móti þeim og saman kyrjuðu þau söngva fram eftir kvöldi. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Tímabilinu er þó ekki lokið hjá Wolfsburg því liðið mætir Potsdam í bikarúrslitaleik 28. maí. Þá tekur við stutt hlé fyrir Sveindísi áður en Evrópumótið í fótbolta hefst í júlí.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Sveindís Jane skoraði og lagði upp er Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 10-1 stórsigur á botnliði Jena í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Sigurinn þýðir að Wolfsburg er Þýskalandsmeistari. 8. maí 2022 15:50 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Sveindís Jane skoraði og lagði upp er Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 10-1 stórsigur á botnliði Jena í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Sigurinn þýðir að Wolfsburg er Þýskalandsmeistari. 8. maí 2022 15:50