En hvað með ungdóminn, Guðmundur? Guðmundur Fylkisson skrifar 9. maí 2022 14:01 Eftir að hafa skrifað 2 greinar um það að eldast, sem greinilega voru lesnar og takk fyrir það, þá fékk ég spurninguna en hvað með ungdóminn? Einhver ykkar vita að ég vinn í umhverfi þar sem eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá ungdómnum okkar. Gott fólk úr okkar röðum hefur bent á að fyrir hverja krónu sem við verjum í upphafi þroskaferils barns erum við að spara 7-8 krónur á seinni stigum. Fyrir hverja milljón, sparast 7-8 milljónir. Er einhver í stjórnmálum til í að segja og sækja fylgi, með því að ætla að ná sparnaði í rekstri bæjarfélagsins eftir 8-12 ár. Viðkomandi þá jafnvel löngu hættur í stjórnmálum og enginn man neitt. Ég ætla að leyfa mér að benda á nokkur atriði í okkar bæjarfélagi sem er samt komið af stað í þessari vinnu, án þess að sérstaklega mikill kostnaður fylgi því, en gætu vissulega nýtt meiri pening til að gera meira. Það eru t.d. ekki öll íþróttafélög með mestan fókus á afreksíþróttir. Tökum Brettafélagið, Siglingaklúbbinn og Hestamannafélagið Sörla sem dæmi. Þessi félög ná að hlúa að einstaklingum sem eru ekki eins og við flest, finna þeirra styrkleika og leyfa þeim að njóta, án þess að þau séu að færa bikara og titla í hús. Þetta eru einstaklingar sem annars myndu hörfa undan álagi afreksíþrótta og jafnvel fara út af sporinu. Það er alveg ljóst að þessir einstaklingar og fjölskyldur þeirra eru að njóta góðs af þessari starfsemi og þeirri meðvituðu ákvörðun þeirra sem stjórna þar, að hlúa að þeim. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég fékk að fylgja með í heimsókn til þessara félaga, þó ég hafi reyndar ekki kíkt á hestana, enda þekktur fyrir að vilja frekar borða þá, hvað það er verið að gera mikið í þágu samfélagsins og þeirra sem vilja fá að njóta íþrótta og útivistar, en ekki endilega að vera að mæta á fullt af mótum og meira krefjandi æfingum. Síðan er það starfsemi eins og Ungmennahúsið Hamarinn við Suðurgötu, undir stjórn Margrétar Gauju. Sú starfsemi er ekki lögbundin þjónusta sveitarfélagsins. Vil ég þakka sérstaklega þeim sem höfðu þá fyrirhyggju að koma þessari starfsemi á koppinn og leyfa henni að halda áfram. Þangað sækja einstaklingar sem eru jafnvel félagslega einangraðir og eiga í erfiðleikum með að bjóða heim vinum og kunningjum vegna ástands heima fyrir. Þar hefur einnig aðstöðu Bergið headspace. Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu. Einu sinni í viku er ráðgjafi frá Berginu í Hamrinum og er Hafnarfjörður eina sveitarfélagið á landinu sem býður upp á þetta. Í Hamrinum eru allir velkomnir, þar er meðal annars tekið á móti ungmennum úr hópi flóttafólks, þar er starfsemi kynsegin einstaklinga… orð sem ég er enn að átta mig á, krökkunum í Flensborg sem kíkja við í frímínútum og eyðum vegna nálægðar við skólann. Það er alltaf hægt að gera betur og í sumum tilfellum mikið betur. Það að fjárfesta nógu snemma verður til þess að rekstur síðar meir verður ekki eins kostnaðarsamur. Þetta snýst heldur ekki allt um peninga. Það að gera betur í upphafi skilar sér einnig í bættri líðan hjá viðkomandi einstaklingum og eins fjölskyldum þeirra og það jafnvel út ævina. Við hjá Framsókn í Hafnarfirði viljum gera betur. Höfundur skipar 6. sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Guðmundur Fylkisson Tengdar fréttir Viljum við ekki öll eldast? Hvað ert þú að skipta þér að málefnum eldri borgara Guðmundur, er spurning sem ég fékk iðulega fyrir um 10 árum síðan, þá á fimmtugsaldri. Þá hafði ég tekið sæti í Öldungaráði Hafnarfjarðar sem fulltrúi Framsóknarfélags Hafnarfjarðar og sat ég þar í eitt og hálft kjörtímabil. Við vorum reyndar tvö sem vorum þá í yngri kantinum í stjórn Öldungaráðs. 28. apríl 2022 10:31 Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Eftir að hafa skrifað 2 greinar um það að eldast, sem greinilega voru lesnar og takk fyrir það, þá fékk ég spurninguna en hvað með ungdóminn? Einhver ykkar vita að ég vinn í umhverfi þar sem eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá ungdómnum okkar. Gott fólk úr okkar röðum hefur bent á að fyrir hverja krónu sem við verjum í upphafi þroskaferils barns erum við að spara 7-8 krónur á seinni stigum. Fyrir hverja milljón, sparast 7-8 milljónir. Er einhver í stjórnmálum til í að segja og sækja fylgi, með því að ætla að ná sparnaði í rekstri bæjarfélagsins eftir 8-12 ár. Viðkomandi þá jafnvel löngu hættur í stjórnmálum og enginn man neitt. Ég ætla að leyfa mér að benda á nokkur atriði í okkar bæjarfélagi sem er samt komið af stað í þessari vinnu, án þess að sérstaklega mikill kostnaður fylgi því, en gætu vissulega nýtt meiri pening til að gera meira. Það eru t.d. ekki öll íþróttafélög með mestan fókus á afreksíþróttir. Tökum Brettafélagið, Siglingaklúbbinn og Hestamannafélagið Sörla sem dæmi. Þessi félög ná að hlúa að einstaklingum sem eru ekki eins og við flest, finna þeirra styrkleika og leyfa þeim að njóta, án þess að þau séu að færa bikara og titla í hús. Þetta eru einstaklingar sem annars myndu hörfa undan álagi afreksíþrótta og jafnvel fara út af sporinu. Það er alveg ljóst að þessir einstaklingar og fjölskyldur þeirra eru að njóta góðs af þessari starfsemi og þeirri meðvituðu ákvörðun þeirra sem stjórna þar, að hlúa að þeim. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég fékk að fylgja með í heimsókn til þessara félaga, þó ég hafi reyndar ekki kíkt á hestana, enda þekktur fyrir að vilja frekar borða þá, hvað það er verið að gera mikið í þágu samfélagsins og þeirra sem vilja fá að njóta íþrótta og útivistar, en ekki endilega að vera að mæta á fullt af mótum og meira krefjandi æfingum. Síðan er það starfsemi eins og Ungmennahúsið Hamarinn við Suðurgötu, undir stjórn Margrétar Gauju. Sú starfsemi er ekki lögbundin þjónusta sveitarfélagsins. Vil ég þakka sérstaklega þeim sem höfðu þá fyrirhyggju að koma þessari starfsemi á koppinn og leyfa henni að halda áfram. Þangað sækja einstaklingar sem eru jafnvel félagslega einangraðir og eiga í erfiðleikum með að bjóða heim vinum og kunningjum vegna ástands heima fyrir. Þar hefur einnig aðstöðu Bergið headspace. Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu. Einu sinni í viku er ráðgjafi frá Berginu í Hamrinum og er Hafnarfjörður eina sveitarfélagið á landinu sem býður upp á þetta. Í Hamrinum eru allir velkomnir, þar er meðal annars tekið á móti ungmennum úr hópi flóttafólks, þar er starfsemi kynsegin einstaklinga… orð sem ég er enn að átta mig á, krökkunum í Flensborg sem kíkja við í frímínútum og eyðum vegna nálægðar við skólann. Það er alltaf hægt að gera betur og í sumum tilfellum mikið betur. Það að fjárfesta nógu snemma verður til þess að rekstur síðar meir verður ekki eins kostnaðarsamur. Þetta snýst heldur ekki allt um peninga. Það að gera betur í upphafi skilar sér einnig í bættri líðan hjá viðkomandi einstaklingum og eins fjölskyldum þeirra og það jafnvel út ævina. Við hjá Framsókn í Hafnarfirði viljum gera betur. Höfundur skipar 6. sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði.
Viljum við ekki öll eldast? Hvað ert þú að skipta þér að málefnum eldri borgara Guðmundur, er spurning sem ég fékk iðulega fyrir um 10 árum síðan, þá á fimmtugsaldri. Þá hafði ég tekið sæti í Öldungaráði Hafnarfjarðar sem fulltrúi Framsóknarfélags Hafnarfjarðar og sat ég þar í eitt og hálft kjörtímabil. Við vorum reyndar tvö sem vorum þá í yngri kantinum í stjórn Öldungaráðs. 28. apríl 2022 10:31
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun