Ekki vanhæfur þrátt fyrir „óviðeigandi“ ummæli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2022 13:08 Eyþór og Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri þegar hún tók við lyklavöldum lögreglunnar fyrir norðan. Lögregluembættið Norðurlandi eystra Þrátt fyrir að tvenn ummæli staðgengils lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í garð fjölmiðlafólks séu talin óheppileg og óviðeigandi er hann ekki vanhæfur til að fara með rannsókn á meintu broti gegn friðhelgi Páls Steingrímssonar skipstjóra. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra. RÚV greindi fyrst frá niðurstöðu Landsréttar. Þann 26. apríl hafnaði Héraðsdómur Norðurlands eystra kröfu Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks, um að bæði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og Eyþór Þorbergsson, staðgengill hennar og aðstoðarsaksóknari, yrðu lýst vanhæf til að fara með rannsóknina vegna ummæla sem Eyþór lét falla. Embættið rannsakar nú meint brot á friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, en símanum hans á að hafa verið stolið á meðan hann lá veikur á sjúkrahúsi. Páll tilheyrir hópi sem hefur kallað sig „skæruliðadeild Samherja“ og hefur hann beitt sér gegn fjölmiðlum og gagnrýnendum Samherja. Gögnum úr síma Páls var lekið til fjölmiðla sem síðan unnu fréttir upp úr þeim hluta sem talin voru eiga erindi við almenning. Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra beinist að meintu broti á friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja. Berglind Svavarsdóttir,lögmaður Þóru, staðfestir í samtali við fréttastofu að Landsréttur hafi staðfest úrskurð Héraðsdóms með vísan til forsendna og að ekki sé hægt að áfrýja niðurstöðunni. Í úrskurði Héraðsdóms segir að hvorki í lögum né réttarframkvæmd sé gert ráð fyrir að vanhæfi undirmanns leiði til vanhæfi yfirmanns og því geti Páley ekki talist vanhæf á þessum forsendum í ljósi þess að það hafi verið Eyþór hafi látið umrædd ummæli falla en ekki Páley. Eyþór sagði í greinargerðað svo virtist sem að fjölmiðlar hefðu strax farið í að nýta sér meint brot heimildarmanns bæði faglega og fjárhagslega. Ummælin eru svohljóðandi: „X kemur til þeirra á sennilega erfiðasta tímabili lífs síns, væntanlega mjög viðkvæmur og hugsanlega í hefndarhug. Í stað þess að staldra aðeins við og veita X stuðning og hjálp, virðast fjölmiðlar fara strax í að nýta sér augljós brot hans sér í hag, bæði faglega og fjárhagslega.“ Taldi Þóra að með þessu hefði Eyþór dróttað að refsiverðri háttsemi. Héraðsdómur er ekki á sömu skoðun vegna þess að Eyþór hafi sett fyrirvara með því að nota orðið „virðist“. Eyþór sagði þá í samtali við fréttastofu að blaðamenn ættu að „vera í blómaskreytingum“ ef þeir þyldu ekki gagnrýni um sjálfan sig. Dómsmál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28. febrúar 2022 15:28 Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30 Kröfu Þóru um vanhæfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafnað Kröfu Þóru Arnórsdóttur fréttamanns Ríkisútvarpsins um að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint brot blaðamanna á friðhelgi einkalífs skipstjórans Páls Steingrímssonar hefur verið hafnað. 26. apríl 2022 16:28 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra. RÚV greindi fyrst frá niðurstöðu Landsréttar. Þann 26. apríl hafnaði Héraðsdómur Norðurlands eystra kröfu Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks, um að bæði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og Eyþór Þorbergsson, staðgengill hennar og aðstoðarsaksóknari, yrðu lýst vanhæf til að fara með rannsóknina vegna ummæla sem Eyþór lét falla. Embættið rannsakar nú meint brot á friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, en símanum hans á að hafa verið stolið á meðan hann lá veikur á sjúkrahúsi. Páll tilheyrir hópi sem hefur kallað sig „skæruliðadeild Samherja“ og hefur hann beitt sér gegn fjölmiðlum og gagnrýnendum Samherja. Gögnum úr síma Páls var lekið til fjölmiðla sem síðan unnu fréttir upp úr þeim hluta sem talin voru eiga erindi við almenning. Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra beinist að meintu broti á friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja. Berglind Svavarsdóttir,lögmaður Þóru, staðfestir í samtali við fréttastofu að Landsréttur hafi staðfest úrskurð Héraðsdóms með vísan til forsendna og að ekki sé hægt að áfrýja niðurstöðunni. Í úrskurði Héraðsdóms segir að hvorki í lögum né réttarframkvæmd sé gert ráð fyrir að vanhæfi undirmanns leiði til vanhæfi yfirmanns og því geti Páley ekki talist vanhæf á þessum forsendum í ljósi þess að það hafi verið Eyþór hafi látið umrædd ummæli falla en ekki Páley. Eyþór sagði í greinargerðað svo virtist sem að fjölmiðlar hefðu strax farið í að nýta sér meint brot heimildarmanns bæði faglega og fjárhagslega. Ummælin eru svohljóðandi: „X kemur til þeirra á sennilega erfiðasta tímabili lífs síns, væntanlega mjög viðkvæmur og hugsanlega í hefndarhug. Í stað þess að staldra aðeins við og veita X stuðning og hjálp, virðast fjölmiðlar fara strax í að nýta sér augljós brot hans sér í hag, bæði faglega og fjárhagslega.“ Taldi Þóra að með þessu hefði Eyþór dróttað að refsiverðri háttsemi. Héraðsdómur er ekki á sömu skoðun vegna þess að Eyþór hafi sett fyrirvara með því að nota orðið „virðist“. Eyþór sagði þá í samtali við fréttastofu að blaðamenn ættu að „vera í blómaskreytingum“ ef þeir þyldu ekki gagnrýni um sjálfan sig.
Dómsmál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28. febrúar 2022 15:28 Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30 Kröfu Þóru um vanhæfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafnað Kröfu Þóru Arnórsdóttur fréttamanns Ríkisútvarpsins um að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint brot blaðamanna á friðhelgi einkalífs skipstjórans Páls Steingrímssonar hefur verið hafnað. 26. apríl 2022 16:28 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28. febrúar 2022 15:28
Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30
Kröfu Þóru um vanhæfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafnað Kröfu Þóru Arnórsdóttur fréttamanns Ríkisútvarpsins um að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint brot blaðamanna á friðhelgi einkalífs skipstjórans Páls Steingrímssonar hefur verið hafnað. 26. apríl 2022 16:28