Hvers vegna pólitískur sveitarstjóri? Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Elvar Eyvindsson og Sandra Sif Úlfarsdóttir skrifa 9. maí 2022 15:01 D- listi Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra býður fram öflugan lista í sveitarstjórnakosningunum sem fram fara laugardaginn 14. maí nk. Listinn er skipaður úrvals fólki í öllum sætum og hópurinn er kraftmikill og samhentur. Í fyrsta sæti er Anton Kári Halldórsson og er hann jafnframt sveitarstjóraefni okkar. Anton Kári er núverandi oddviti og gegndi embætti sveitarstjóra á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þá hefur hann starfað sem skipulags- og byggingafulltrúi Rangárþings eystra og Skaftárhrepps og gegnir nú stöðu deildarstjóra skipulags- og byggingardeildar Árborgar á Selfossi. Hann hefur sýnt það með verkum sínum að honum er fyllilega treystandi til starfsins og teljum við sérstakan kost að auki, að hann hefur yfirburða þekkingu á skipulagsmálum, sem eru fyrirferðarmikil, flókin og afskaplega mikilvæg. Hann á gott með að vinna með fólki og getur laðað fram samtal og samstarf og kann að leiða mál til niðurstöðu innan hæfilegs tímaramma. Anton Kári er því sveitarstjóraefni sem við teflum fram með stolti og erum fullviss um hæfi hans í embættið samfélaginu okkar til heilla. Ýmsir hafa á því skoðun hvort sveitarstjórinn eigi að koma af pólitískum lista eða hvort hann skuli ráðinn á ,,faglegan” hátt og að hann sé þá ,,ópólitískur”. Við viljum skýra okkar afstöðu að þessu leyti hér. Fyrst ber að nefna að við teljum ekki að það eigi að vera lögmál að sveitarstjóri sé jafnframt frambjóðandi og fer það eftir aðstæðum hverju sinni. Það er, ef listi hefur ekki á að skipa einstaklingi sem vill, eða hefur nægilegt traust framboðsins, eða hefur aðstöðu til að vera sveitarstjóri, þá á að sjálfsögðu ekki að bjóða slíkt fram. Við það er ekki neitt að athuga og er þá staðan auglýst og ráðið í hana á venjulegan hátt. Þetta hefur oft gefist ágætlega þó að það slitni reyndar nokkuð oft upp úr þessum samböndum, ef sagan er skoðuð. Ef sveitarstjóraefni er hins vegar til staðar að allra mati og að bestu manna yfirsýn þá teljum við að því fylgi nokkrir kostir sem við viljum nefna. Í fyrsta lagi má segja að þegar talað er um ópólitískan sveitarstjóra þá er svolítið óljóst við hvað er átt því að sá sveitarstjóri sem er ráðinn ,,utan úr bæ” hlýtur alltaf að verða pólitískur á þann hátt að hann verður að fylgja málefnum sinna umbjóðenda eftir. Vandséð er að hann geti gengið langt í andstöðu gegn hinum pólitíska meirihluta sem hann er ráðinn til að vinna fyrir. Sveitarstjóri verður oft til svars fyrir hönd hins pólitíska meirihluta og verður að hafa sannfæringu fyrir því sem hann segir og gerir. Okkar niðurstaða er því sú að sveitarstjóri verður alltaf pólitískur fyrir sinn meirihluta. Í öðru lagi teljum við að það sé kostur að sá sem ráðinn verður sveitarstjóri hafi sjálfur haft veg og vanda að undirbúningi áherslumála, hafi unnið með og treysti hópnum sem hann kemur til með að vinna með og treysta á. Með þessu er lang líklegast að hann brenni fyrir málefnum framboðsins og muni leggja sjálfan sig að veði til að ná þeim fram. Í þriðja lagi er auðveldara fyrir sveitarstjóra sem kemur úr hinum pólitíska bakgrunni að hafa áhrif á stefnuna og framkvæmdina þegar bregðast þarf við aðsteðjandi málum og hann er sjálfur pólitískur forystumaður. Síðast en ekki síst má benda á að sveitarstjóri sem kemur af lista sem hefur haft það að yfirlýstu markmiði að gera hann að slíkum, hefur verið kosinn af fólkinu. Það hefur legið fyrir allan tímann að þetta standi til og hefur hann því í öflugt umboð og öflugt lýðræðislegt bakland. Aðstæður á síðasta kjörtímabili voru þannig að stöðu sveitarstjóra var skipt á milli framboðanna sem að meirihlutanum stóðu. Það er fyrirkomulag sem við teljum ekki að geti gengið áfram og vonumst við eftir því að kjósendur treysti okkur fyrir hreinum meirihluta. Þannig teljum við að stjórnun sveitarfélagsins verði best og þannig verður ábyrgðin líka mest. Valdið er hjá ykkur íbúum Rangárþings eystra, við tryggjum ekki eftir á. Við hvetjum alla til að kynna sér stefnumálin okkar á heimasíðu framboðsins www.xdrang.is og á facebook síðunni. Áfram Rangárþing eystra! Árný Hrund Svavarsdóttir 2. sæti D- listans Sigríður Karólína Viðarsdóttir 3. sæti D-listans Elvar Eyvindsson 4. sæti D-listans Sandra Sif Úlfarsdóttir 5. sæti D-listans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing eystra Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
D- listi Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra býður fram öflugan lista í sveitarstjórnakosningunum sem fram fara laugardaginn 14. maí nk. Listinn er skipaður úrvals fólki í öllum sætum og hópurinn er kraftmikill og samhentur. Í fyrsta sæti er Anton Kári Halldórsson og er hann jafnframt sveitarstjóraefni okkar. Anton Kári er núverandi oddviti og gegndi embætti sveitarstjóra á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þá hefur hann starfað sem skipulags- og byggingafulltrúi Rangárþings eystra og Skaftárhrepps og gegnir nú stöðu deildarstjóra skipulags- og byggingardeildar Árborgar á Selfossi. Hann hefur sýnt það með verkum sínum að honum er fyllilega treystandi til starfsins og teljum við sérstakan kost að auki, að hann hefur yfirburða þekkingu á skipulagsmálum, sem eru fyrirferðarmikil, flókin og afskaplega mikilvæg. Hann á gott með að vinna með fólki og getur laðað fram samtal og samstarf og kann að leiða mál til niðurstöðu innan hæfilegs tímaramma. Anton Kári er því sveitarstjóraefni sem við teflum fram með stolti og erum fullviss um hæfi hans í embættið samfélaginu okkar til heilla. Ýmsir hafa á því skoðun hvort sveitarstjórinn eigi að koma af pólitískum lista eða hvort hann skuli ráðinn á ,,faglegan” hátt og að hann sé þá ,,ópólitískur”. Við viljum skýra okkar afstöðu að þessu leyti hér. Fyrst ber að nefna að við teljum ekki að það eigi að vera lögmál að sveitarstjóri sé jafnframt frambjóðandi og fer það eftir aðstæðum hverju sinni. Það er, ef listi hefur ekki á að skipa einstaklingi sem vill, eða hefur nægilegt traust framboðsins, eða hefur aðstöðu til að vera sveitarstjóri, þá á að sjálfsögðu ekki að bjóða slíkt fram. Við það er ekki neitt að athuga og er þá staðan auglýst og ráðið í hana á venjulegan hátt. Þetta hefur oft gefist ágætlega þó að það slitni reyndar nokkuð oft upp úr þessum samböndum, ef sagan er skoðuð. Ef sveitarstjóraefni er hins vegar til staðar að allra mati og að bestu manna yfirsýn þá teljum við að því fylgi nokkrir kostir sem við viljum nefna. Í fyrsta lagi má segja að þegar talað er um ópólitískan sveitarstjóra þá er svolítið óljóst við hvað er átt því að sá sveitarstjóri sem er ráðinn ,,utan úr bæ” hlýtur alltaf að verða pólitískur á þann hátt að hann verður að fylgja málefnum sinna umbjóðenda eftir. Vandséð er að hann geti gengið langt í andstöðu gegn hinum pólitíska meirihluta sem hann er ráðinn til að vinna fyrir. Sveitarstjóri verður oft til svars fyrir hönd hins pólitíska meirihluta og verður að hafa sannfæringu fyrir því sem hann segir og gerir. Okkar niðurstaða er því sú að sveitarstjóri verður alltaf pólitískur fyrir sinn meirihluta. Í öðru lagi teljum við að það sé kostur að sá sem ráðinn verður sveitarstjóri hafi sjálfur haft veg og vanda að undirbúningi áherslumála, hafi unnið með og treysti hópnum sem hann kemur til með að vinna með og treysta á. Með þessu er lang líklegast að hann brenni fyrir málefnum framboðsins og muni leggja sjálfan sig að veði til að ná þeim fram. Í þriðja lagi er auðveldara fyrir sveitarstjóra sem kemur úr hinum pólitíska bakgrunni að hafa áhrif á stefnuna og framkvæmdina þegar bregðast þarf við aðsteðjandi málum og hann er sjálfur pólitískur forystumaður. Síðast en ekki síst má benda á að sveitarstjóri sem kemur af lista sem hefur haft það að yfirlýstu markmiði að gera hann að slíkum, hefur verið kosinn af fólkinu. Það hefur legið fyrir allan tímann að þetta standi til og hefur hann því í öflugt umboð og öflugt lýðræðislegt bakland. Aðstæður á síðasta kjörtímabili voru þannig að stöðu sveitarstjóra var skipt á milli framboðanna sem að meirihlutanum stóðu. Það er fyrirkomulag sem við teljum ekki að geti gengið áfram og vonumst við eftir því að kjósendur treysti okkur fyrir hreinum meirihluta. Þannig teljum við að stjórnun sveitarfélagsins verði best og þannig verður ábyrgðin líka mest. Valdið er hjá ykkur íbúum Rangárþings eystra, við tryggjum ekki eftir á. Við hvetjum alla til að kynna sér stefnumálin okkar á heimasíðu framboðsins www.xdrang.is og á facebook síðunni. Áfram Rangárþing eystra! Árný Hrund Svavarsdóttir 2. sæti D- listans Sigríður Karólína Viðarsdóttir 3. sæti D-listans Elvar Eyvindsson 4. sæti D-listans Sandra Sif Úlfarsdóttir 5. sæti D-listans
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar