Lætur samanburðinn við pabba og afa ekki trufla sig Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2022 15:30 Sveinn Aron fagnar marki með Andra Lucasi bróður sínum gegn Liechtenstein í fyrra. vísir/vilhelm Sveinn Aron Guðjohnsen hefur farið vel af stað í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar og þegar skorað jafnmörg mörk og á síðustu leiktíð. Hann segir samanburðinn við föður sinn og afa ekki trufla sig. Sveinn, sem er 23 ára, hlaut fótboltauppeldi hjá Barcelona þar sem Eiður Smári pabbi hans spilaði. Í meistaraflokki hefur hann leikið á Íslandi, Ítalíu og í Danmörku áður en hann kom svo til Elfsborg í ágúst og náði að skora þrjú mörk í ellefu deildarleikjum. Sveinn hefur svo skorað þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum í ár, þrátt fyrir að hafa aðeins fengið einn leik í byrjunarliði. „Mér finnst hafa gengið vel. Ég hef komið inn af bekknum og staðið mig ágætlega,“ segir Sveinn í viðtali við Fotbollskanalen. Sveinn Aron Gudjohnsen (1998) scores every 48th minute for @IFElfsborg1904 in Allsvenskan. Goal machine pic.twitter.com/u7sM86Ciwn— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) May 5, 2022 „Ég er orðinn vanur þessu“ Sænski miðillinn minnir á að Sveinn sé sonur Eiðs sem og Arnórs Guðjohnsen sem lauk einmitt atvinnumannsferlinum með eftirminnilegum hætti í Svíþjóð. „Þetta hefur alltaf verið venjulegt fyrir mér. Ég þekki ekkert annað en að tilheyra þessari fjölskyldu svo að þetta er bara mjög eðlilegt fyrir mér,“ segir Sveinn. En er erfitt að lifa með samanburðinum við pabba og afa? „Ég hugsa ekkert um það. Þetta hefur alltaf verið svona og verður alltaf svona. Ég er orðinn vanur þessu,“ segir Sveinn sem lék sinn fyrsta A-landsleik í fyrra og hefur nú spilað tólf slíka. Aðspurður hvort að alltaf hafi verið gerðar miklar væntingar til hans á Íslandi svarar Sveinn: „Væntingarnar koma meira frá sjálfum mér en nokkrum öðrum, svo ég hef aðallega fundið fyrir þeim frá mér sjálfum.“ Næsti leikur Sveins og félaga er á heimavelli gegn Djurgården í dag. Sigur gæti fleytt Elfsborg upp í 4. sæti. Sænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Sveinn, sem er 23 ára, hlaut fótboltauppeldi hjá Barcelona þar sem Eiður Smári pabbi hans spilaði. Í meistaraflokki hefur hann leikið á Íslandi, Ítalíu og í Danmörku áður en hann kom svo til Elfsborg í ágúst og náði að skora þrjú mörk í ellefu deildarleikjum. Sveinn hefur svo skorað þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum í ár, þrátt fyrir að hafa aðeins fengið einn leik í byrjunarliði. „Mér finnst hafa gengið vel. Ég hef komið inn af bekknum og staðið mig ágætlega,“ segir Sveinn í viðtali við Fotbollskanalen. Sveinn Aron Gudjohnsen (1998) scores every 48th minute for @IFElfsborg1904 in Allsvenskan. Goal machine pic.twitter.com/u7sM86Ciwn— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) May 5, 2022 „Ég er orðinn vanur þessu“ Sænski miðillinn minnir á að Sveinn sé sonur Eiðs sem og Arnórs Guðjohnsen sem lauk einmitt atvinnumannsferlinum með eftirminnilegum hætti í Svíþjóð. „Þetta hefur alltaf verið venjulegt fyrir mér. Ég þekki ekkert annað en að tilheyra þessari fjölskyldu svo að þetta er bara mjög eðlilegt fyrir mér,“ segir Sveinn. En er erfitt að lifa með samanburðinum við pabba og afa? „Ég hugsa ekkert um það. Þetta hefur alltaf verið svona og verður alltaf svona. Ég er orðinn vanur þessu,“ segir Sveinn sem lék sinn fyrsta A-landsleik í fyrra og hefur nú spilað tólf slíka. Aðspurður hvort að alltaf hafi verið gerðar miklar væntingar til hans á Íslandi svarar Sveinn: „Væntingarnar koma meira frá sjálfum mér en nokkrum öðrum, svo ég hef aðallega fundið fyrir þeim frá mér sjálfum.“ Næsti leikur Sveins og félaga er á heimavelli gegn Djurgården í dag. Sigur gæti fleytt Elfsborg upp í 4. sæti.
Sænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira