Forseti Íslands heimsækir Færeyjar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2022 16:43 Guðni Th. Jóhannesson er búinn að jafna sig á Covid-19 smiti sínu og farinn á ferð og flug. Vísir/Egill Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heldur í kvöld til Færeyja vegna opinberrar heimsóknar dagana 10. og 11. maí. Heimsóknin hefst á morgun þriðjudag í Þinganesi í Þórshöfn þar sem forseti fundar með lögmanni Færeyja, Bárði á Steig Nielsen. Þaðan liggur leiðin til Eiðis á Austurey þar sem forseti heimsækir Sigrúnu Gunnarsdóttur myndlistarkonu sem tekur á móti honum í stúdíói sínu og segir frá list sinni. Þá verður haldið til Syðrigötu, þar sem forseti hittir arkitektinn Ósbjørn Jacobsen, aðalarkitekt tónlistarhússins Hörpu í Reykjavík. Loks verður ekið til Glyvrar á Austurey, þar sem forseti á hádegisverðarfund með bæjarstjóra Rúnavíkur, Torbjørn Jacobsen. Á leið aftur til Þórshafnar verður numið staðar í stærsta samgöngumannvirki Færeyja, neðansjávargöngunum milli Straumeyjar og Austureyjar. Þar taka á móti forseta Brandur Patursson myndlistarmaður og Teitur Samuelsen, forstjóri verktakafyrirtækisins P/F Eystur- og Sandoyartunlar, og segja þeir forseta frá gerð ganganna og listaverkinu sem þau prýðir. Síðdegis á þriðjudag á forseti fund í sendiráðsbústað Íslands í Þórshöfn með hópi Færeyinga sem komu að frækinni björgunaraðgerð eftir flugslysið í Mykinesi 26. september 1970. Þá brotlenti vél Flugfélags Íslands með þeim afleiðingum að átta manns létust en 26 var bjargað. Þess verður minnst að rúm 50 ár eru nú liðin frá atburðinum. Að þeirri athöfn lokinni flytur forseti fyrirlestur við Fróðskaparsetur Færeyja, háskólann í Þórshöfn, með yfirskriftinni „Nationalism in Turbulent Times: Lessons for Small Nations in the North Atlantic“. Miðvikudaginn 11. maí á forseti fund með borgarstjóra Þórshafnar, Heðin Mortensen, í ráðhúsinu. Að þeim fundi loknum flýgur forseti til Mykiness þar sem gengið verður á fjallið Knúk að minnisvarða sem reistur hefur verið um flugslysið og björgunina. Þá býður bæjarstjórinn í Mykinesi til hádegisverðar en síðdegis heldur forseti loks að Vágum og flýgur þaðan til Keflavíkur. Forseti Íslands Íslendingar erlendis Færeyjar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
Þaðan liggur leiðin til Eiðis á Austurey þar sem forseti heimsækir Sigrúnu Gunnarsdóttur myndlistarkonu sem tekur á móti honum í stúdíói sínu og segir frá list sinni. Þá verður haldið til Syðrigötu, þar sem forseti hittir arkitektinn Ósbjørn Jacobsen, aðalarkitekt tónlistarhússins Hörpu í Reykjavík. Loks verður ekið til Glyvrar á Austurey, þar sem forseti á hádegisverðarfund með bæjarstjóra Rúnavíkur, Torbjørn Jacobsen. Á leið aftur til Þórshafnar verður numið staðar í stærsta samgöngumannvirki Færeyja, neðansjávargöngunum milli Straumeyjar og Austureyjar. Þar taka á móti forseta Brandur Patursson myndlistarmaður og Teitur Samuelsen, forstjóri verktakafyrirtækisins P/F Eystur- og Sandoyartunlar, og segja þeir forseta frá gerð ganganna og listaverkinu sem þau prýðir. Síðdegis á þriðjudag á forseti fund í sendiráðsbústað Íslands í Þórshöfn með hópi Færeyinga sem komu að frækinni björgunaraðgerð eftir flugslysið í Mykinesi 26. september 1970. Þá brotlenti vél Flugfélags Íslands með þeim afleiðingum að átta manns létust en 26 var bjargað. Þess verður minnst að rúm 50 ár eru nú liðin frá atburðinum. Að þeirri athöfn lokinni flytur forseti fyrirlestur við Fróðskaparsetur Færeyja, háskólann í Þórshöfn, með yfirskriftinni „Nationalism in Turbulent Times: Lessons for Small Nations in the North Atlantic“. Miðvikudaginn 11. maí á forseti fund með borgarstjóra Þórshafnar, Heðin Mortensen, í ráðhúsinu. Að þeim fundi loknum flýgur forseti til Mykiness þar sem gengið verður á fjallið Knúk að minnisvarða sem reistur hefur verið um flugslysið og björgunina. Þá býður bæjarstjórinn í Mykinesi til hádegisverðar en síðdegis heldur forseti loks að Vágum og flýgur þaðan til Keflavíkur.
Forseti Íslands Íslendingar erlendis Færeyjar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira