Skoðun

Popúlismi

Hrafnkell Karlsson skrifar

Popúlismi er skilgreindur sem pólitísk stefna sem reynir að ná til sem flesta hópa fólks sem líður að þeirra mál eru ekki til umræðu í pólitíkinni eða hjá elítunni. Þetta er ákveðin hugmyndafræði sem stjórnmálaflokkar hérlendis hafa tekið til sín þegar þeim vantar einhver málefni til að fjalla um fyrir athyglina. Þetta er oft mjög auðveld og ódýr leið fyrir stjórnmálaflokka til að taka að sér málefni, oft sem þau vita lítið um, til að næla sér í auka atkvæði og athygli rétt fyrir kosningar. 

Eitt dæmi um þetta er auglýsing Framsóknar í Hafnarfirði þar sem þau tala um að þau munu fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það eru nokkrir stórir gallar við þetta kosningaloforð. Í fyrsta lagi þá er Alþingi búið að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks, reyndar eru sex ár síðan að Alþingi fullgilti hann. Í öðru lagi er það hlutverk Alþingis, ekki sveitarfélaganna, til að lögfesta samninginn. 

Þegar er búið að lögfesta samninginn þá geta sveitarfélögin innleitt hann til að bæta hag fatlaðs fólks í sínu sveitarfélagi. Í þriðja lagi tel ég slík popúlísk loforð vera blekking og oftar en ekki skaðlegt fyrir baráttu markhópsins sem um ræðir. Þetta loforð Framsóknar sýnir fullkomlega þekkingarleysi sitt á þessum málaflokki og er þetta ódýr leið til að laða að sér atkvæði um málaflokk sem þau vita ekki nógu mikið um. 

Oddviti Framsóknar í Hafnarfirði talar um í athugasemd að þetta loforð snýst meira um að vinna eftir samningnum, heldur en að fullgilda hann en af hverju var það þá ekki auglýsingin? Það hjálpar engum að lofa upp úr ermi sinni um málefni ákveðinna markhópa í samfelaginu þegar þú ert ekki með á hreinu hvernig kerfið virkar

Höfundur er í 11. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.




Skoðun

Sjá meira


×