Sýndu kvarti Halldórs skilning: „En það er bara hellingur af vitlausum dómum í handbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2022 09:59 Einvígi Selfoss og Vals er lokið með afar öruggum sigri Valsmanna. vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Seinni bylgjunnar sýndu því skilning að Selfyssingar settu út á það hvernig Valsmenn framkvæmdu „hraða miðju“ í einvígi liðanna. Stundum hafi það verið gert ólöglega en ekki svo að það skipti miklu máli. Valur komst með afar sannfærandi hætti áfram í úrslit Olís-deildarinnar í handbolta og mætir þar ÍBV eða Haukum, sem mætast klukkan 18 í kvöld í Eyjum. Valsmenn unnu einvígi sitt gegn Selfossi 3-0 og engan leikjanna með minna en sex marka mun. Eftir leik tvö kvartaði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, yfir því hvernig hið ógnarfljóta lið Vals framkvæmdi hraða miðju eftir að hafa fengið á sig mark. „Hversu oft eiga þeir að fá að taka ólöglega hraða miðju? Hversu oft á að leyfa það? Eru dómararnir ekki í standi til þess að fylgja þessu eftir? Hver á að fylgja þessu eftir ef þeir eru ekki í standi til þess eða geta það ekki?“ sagði Halldór meðal annars. Umfjöllun Seinni bylgjunnar um málið, fyrir þriðja og síðasta leik einvígisins, má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Hröð miðja Stefán Árni Pálsson benti á að það væri stefna dómara að vera ekki með smámunasemi þegar kæmi að framkvæmd miðju en þó mætti ekki vera lengra en skóstærð frá miðjupunktinum og enginn mætti vera kominn fram fyrir miðlínuna. „Ekkert eðlilega erfitt að dæma þetta“ Hann skoðaði myndir úr fyrstu tveimur leikjum Vals og Selfoss ásamt þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Róberti Gunnarssyni. „Það er ekkert eðlilega erfitt að dæma þetta. Þetta gerist svo sjúklega hratt,“ sagði Stefán Árni. Ásgeir sýndi kvörtun Halldórs skilning: „Ef það væri verið að hlaupa yfir mig, með þessum hraða, og ég kæmist svo að því að nokkrar miðjurnar hefðu verið ólöglegar þá væri ég mjög svekktur. En mér finnst þetta samt ekki vera afgerandi risaþáttur í leiknum,“ sagði Ásgeir og Róbert tók undir: „Ég held að mér hafi talist til að þetta væru 6-7 mörk sem þeir eru að skora úr hraðri miðju. Auðvitað geta einhver þeirra verið ólögleg og ég skil Selfyssinga vel að vera fúlir yfir því. En það er bara hellingur af vitlausum dómum í handbolta. Þannig er bara sportið og þetta er hluti af þessu. Þetta eru ekki fleiri mörk en þetta og Valsmenn skora 24 mörk úr hraðaupphlaupum í þessum tveimur leikjum svo Selfyssingar ættu kannski frekar að skoða það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla UMF Selfoss Valur Seinni bylgjan Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Valur komst með afar sannfærandi hætti áfram í úrslit Olís-deildarinnar í handbolta og mætir þar ÍBV eða Haukum, sem mætast klukkan 18 í kvöld í Eyjum. Valsmenn unnu einvígi sitt gegn Selfossi 3-0 og engan leikjanna með minna en sex marka mun. Eftir leik tvö kvartaði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, yfir því hvernig hið ógnarfljóta lið Vals framkvæmdi hraða miðju eftir að hafa fengið á sig mark. „Hversu oft eiga þeir að fá að taka ólöglega hraða miðju? Hversu oft á að leyfa það? Eru dómararnir ekki í standi til þess að fylgja þessu eftir? Hver á að fylgja þessu eftir ef þeir eru ekki í standi til þess eða geta það ekki?“ sagði Halldór meðal annars. Umfjöllun Seinni bylgjunnar um málið, fyrir þriðja og síðasta leik einvígisins, má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Hröð miðja Stefán Árni Pálsson benti á að það væri stefna dómara að vera ekki með smámunasemi þegar kæmi að framkvæmd miðju en þó mætti ekki vera lengra en skóstærð frá miðjupunktinum og enginn mætti vera kominn fram fyrir miðlínuna. „Ekkert eðlilega erfitt að dæma þetta“ Hann skoðaði myndir úr fyrstu tveimur leikjum Vals og Selfoss ásamt þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Róberti Gunnarssyni. „Það er ekkert eðlilega erfitt að dæma þetta. Þetta gerist svo sjúklega hratt,“ sagði Stefán Árni. Ásgeir sýndi kvörtun Halldórs skilning: „Ef það væri verið að hlaupa yfir mig, með þessum hraða, og ég kæmist svo að því að nokkrar miðjurnar hefðu verið ólöglegar þá væri ég mjög svekktur. En mér finnst þetta samt ekki vera afgerandi risaþáttur í leiknum,“ sagði Ásgeir og Róbert tók undir: „Ég held að mér hafi talist til að þetta væru 6-7 mörk sem þeir eru að skora úr hraðri miðju. Auðvitað geta einhver þeirra verið ólögleg og ég skil Selfyssinga vel að vera fúlir yfir því. En það er bara hellingur af vitlausum dómum í handbolta. Þannig er bara sportið og þetta er hluti af þessu. Þetta eru ekki fleiri mörk en þetta og Valsmenn skora 24 mörk úr hraðaupphlaupum í þessum tveimur leikjum svo Selfyssingar ættu kannski frekar að skoða það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla UMF Selfoss Valur Seinni bylgjan Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira