Græna borgin Reynir Heiðar Antonsson skrifar 10. maí 2022 16:00 Það hefur verið töluverður uppgangur á Akureyri að undanförnu. Eitt gleggsta merkið um það er að hér ríkir hálfgert Reykjavíkurástand í húsnæðismálum. Líklega þó ekki af sama tagi og í Reykjavík þar sem fasteignaverð hefur hækkað svo mjög vegna þeirra tilhneigingar verktaka að byggja svo dýrt húsnæði að venjulegt fólk hefur ekki haft efni á því. Þó líka spili inn í hversu erfitt það er að fá greiðslumat þannig að fólk neyðist til þess að leigja á sjöföldu evrópsku okurverði enda engar hömlur hér í lögum á leigumarkaðsverði. Mikilvægt er að sú uppbygging sem nú í pípunum er hér á Akureyri verði þannig að venjulegt fólk ráði við að kaupa eða leigja. Mjög mætti auka hér framboð á starfsemi óhagnaðardrifinna leigufélaga og húsnæðissamvinnufélaga. Annars er þessi húsnæðisvandi öðrum þræði til marks um að fólk vilji búa á Akureyri enda hefur bærinn auðvitað mikið aðdráttarafl. Hugmyndir eru uppi um að Akureyri verði svokölluð svæðisborg, en óljóst er hvað í því felst og verður það vonandi eitthvað meira heldur en hugmyndin um vetraríþróttarmiðstöð Íslands sem aldrei hefur almennilega komist á koppinn vegna þess að henni hefur ekki fylgt fjármagn. Sennilega er besta lausnin varðandi svæðisborgina að skipaður verði starfshópur ríkis og bæjaryfirvalda sem geri einhvers konar borgarsáttmála sín á milli og þeim sáttmála þyrfti að sjálfsögðu að fylgja skýrt afmarkað fjármagn. Með svæðisborg er þó engann veginn átt við að Akureyri verði yfir önnur sveitarfélög hafin heldur á hún að vera fremst meðal jafningja. Því miður er byggðaþróun á Íslandi meira í ætt við Kúveit eða Mongólíu heldur en þróuð lönd. Íslensk byggðaþróun er hvorki umhverfis- né efnahagslega hagkvæm því borgríkið við Faxaflóa getur aldrei orðið sjálfbært. Akureyri hefur að mörgu leyti unnið brautryðjandi starf í umhverfismálum t.d. urðum við meðal fyrstu sveitarfélaga til þess að flokka sorp, strætisvagnar hér ganga fyrir endurunnu rusli og reynt er að vinna markvisst gegn svifryki. Akureyri hefur alla burði til að verða græn svæðisborg sem ekki tekur neitt frá öðrum sveitarfélögum, heldur stendur í forystu fyri þeim fjölbreyttu landsbyggðum sem okkar stóra land samanstendur af. Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 16. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið töluverður uppgangur á Akureyri að undanförnu. Eitt gleggsta merkið um það er að hér ríkir hálfgert Reykjavíkurástand í húsnæðismálum. Líklega þó ekki af sama tagi og í Reykjavík þar sem fasteignaverð hefur hækkað svo mjög vegna þeirra tilhneigingar verktaka að byggja svo dýrt húsnæði að venjulegt fólk hefur ekki haft efni á því. Þó líka spili inn í hversu erfitt það er að fá greiðslumat þannig að fólk neyðist til þess að leigja á sjöföldu evrópsku okurverði enda engar hömlur hér í lögum á leigumarkaðsverði. Mikilvægt er að sú uppbygging sem nú í pípunum er hér á Akureyri verði þannig að venjulegt fólk ráði við að kaupa eða leigja. Mjög mætti auka hér framboð á starfsemi óhagnaðardrifinna leigufélaga og húsnæðissamvinnufélaga. Annars er þessi húsnæðisvandi öðrum þræði til marks um að fólk vilji búa á Akureyri enda hefur bærinn auðvitað mikið aðdráttarafl. Hugmyndir eru uppi um að Akureyri verði svokölluð svæðisborg, en óljóst er hvað í því felst og verður það vonandi eitthvað meira heldur en hugmyndin um vetraríþróttarmiðstöð Íslands sem aldrei hefur almennilega komist á koppinn vegna þess að henni hefur ekki fylgt fjármagn. Sennilega er besta lausnin varðandi svæðisborgina að skipaður verði starfshópur ríkis og bæjaryfirvalda sem geri einhvers konar borgarsáttmála sín á milli og þeim sáttmála þyrfti að sjálfsögðu að fylgja skýrt afmarkað fjármagn. Með svæðisborg er þó engann veginn átt við að Akureyri verði yfir önnur sveitarfélög hafin heldur á hún að vera fremst meðal jafningja. Því miður er byggðaþróun á Íslandi meira í ætt við Kúveit eða Mongólíu heldur en þróuð lönd. Íslensk byggðaþróun er hvorki umhverfis- né efnahagslega hagkvæm því borgríkið við Faxaflóa getur aldrei orðið sjálfbært. Akureyri hefur að mörgu leyti unnið brautryðjandi starf í umhverfismálum t.d. urðum við meðal fyrstu sveitarfélaga til þess að flokka sorp, strætisvagnar hér ganga fyrir endurunnu rusli og reynt er að vinna markvisst gegn svifryki. Akureyri hefur alla burði til að verða græn svæðisborg sem ekki tekur neitt frá öðrum sveitarfélögum, heldur stendur í forystu fyri þeim fjölbreyttu landsbyggðum sem okkar stóra land samanstendur af. Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 16. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar