Hvað ræður þínu atkvæði? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Árni Múli Jónasson skrifa 11. maí 2022 09:00 Kosningapróf fjölmiðla fyrir sveitarstjórnarkosningarnar afhjúpa það sem margt fatlað fólk hefur lengi vitað: að lítill áhugi er fyrir mannréttindum fatlaðs fólks meðal kjósenda, hins opinbera og fjölmiðla. Í könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið voru kjósendur spurðir að því hve mikilvæga þeir teldu ákveðna málaflokka. Engin spurning var um málaflokk fatlaðs fólks. Sama er uppi á teningnum í kosningaprófum Ríkisútvarpsins og Stundarinnar, þar sem engin spurning varðar fatlað fólk. Sveitarfélög sinna umfangsmikilli þjónustu við fatlað fólk og ber lögboðin skylda til þess að standa við bæði íslensk lög og skuldbindingar vegna fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þrátt fyrir það fær málaflokkurinn litla athygli í opinberri umræðu, nema helst sé til þess að ræða hve sligandi málaflokkurinn er fyrir sveitarfélög. Alltaf virðast þó vera fjármunir til að lofa gjaldfrjálsum leikskólum og nýjum íþróttahöllum, sem vissulega má færa rök fyrir að séu mikilvæg mál, en þau eru ekki lögboðin skylda. Fatlað fólk á betra skilið en að fá aðeins pláss í umræðunni þegar ræða á krónur og aura, en að umræðan komist aldrei á það plan að ræða framtíðarsýn, betri þjónustu og hvernig eigi að innleiða þau ákvæði sem samningur SÞ telur á um. Andleysið í málaflokknum er algjört og fatlað fólk málað upp sem byrði, eins og það að veita framúrskarandi þjónustu til fatlaðs fólks sé eins og að taka tappann úr baðkari sjóða sveitarfélaga. Fjölmiðlar hafa skyldum að gegna gagnvart fötluðu fólki samkvæmt samningi SÞ, og er RÚV þar með sérstaka skyldu sem ríkisfjölmiðill. Þessari skyldu hefur verið mætt að litlu leyti. Fatlað fólk á betra skilið! Landssamtökin Þroskahjálp skora á kjósendur að láta mannréttindi eins berskjaldaðasta hóps samfélagsins ráða atkvæði sínu. Inga Björk er verkefnastjóri hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjölmiðlar Málefni fatlaðs fólks Árni Múli Jónasson Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Sjá meira
Kosningapróf fjölmiðla fyrir sveitarstjórnarkosningarnar afhjúpa það sem margt fatlað fólk hefur lengi vitað: að lítill áhugi er fyrir mannréttindum fatlaðs fólks meðal kjósenda, hins opinbera og fjölmiðla. Í könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið voru kjósendur spurðir að því hve mikilvæga þeir teldu ákveðna málaflokka. Engin spurning var um málaflokk fatlaðs fólks. Sama er uppi á teningnum í kosningaprófum Ríkisútvarpsins og Stundarinnar, þar sem engin spurning varðar fatlað fólk. Sveitarfélög sinna umfangsmikilli þjónustu við fatlað fólk og ber lögboðin skylda til þess að standa við bæði íslensk lög og skuldbindingar vegna fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þrátt fyrir það fær málaflokkurinn litla athygli í opinberri umræðu, nema helst sé til þess að ræða hve sligandi málaflokkurinn er fyrir sveitarfélög. Alltaf virðast þó vera fjármunir til að lofa gjaldfrjálsum leikskólum og nýjum íþróttahöllum, sem vissulega má færa rök fyrir að séu mikilvæg mál, en þau eru ekki lögboðin skylda. Fatlað fólk á betra skilið en að fá aðeins pláss í umræðunni þegar ræða á krónur og aura, en að umræðan komist aldrei á það plan að ræða framtíðarsýn, betri þjónustu og hvernig eigi að innleiða þau ákvæði sem samningur SÞ telur á um. Andleysið í málaflokknum er algjört og fatlað fólk málað upp sem byrði, eins og það að veita framúrskarandi þjónustu til fatlaðs fólks sé eins og að taka tappann úr baðkari sjóða sveitarfélaga. Fjölmiðlar hafa skyldum að gegna gagnvart fötluðu fólki samkvæmt samningi SÞ, og er RÚV þar með sérstaka skyldu sem ríkisfjölmiðill. Þessari skyldu hefur verið mætt að litlu leyti. Fatlað fólk á betra skilið! Landssamtökin Þroskahjálp skora á kjósendur að láta mannréttindi eins berskjaldaðasta hóps samfélagsins ráða atkvæði sínu. Inga Björk er verkefnastjóri hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun