Hæstbjóðendur komi til baka á hnjánum Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2022 09:00 Valdimar Víðisson, Jón Ingi Hákonarson, Rósa Guðbjartsdóttir, Sigurður Pétur Sigmundsson. Sigurður Þ. Ragnarsson, Haraldur Rafn Ingvason, Guðmundur Árni Stefánsson og Davíð Arnar Stefánsson voru fyrir svörum. Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir markmiðið að fella núverandi meirihluta í Hafnarfirði og koma jafnaðarmönnum aftur til valda í bænum. Oddvitar átta framboða í Hafnarfirði mættu til kappræðna í beinni útsendingu á Vísi í gær. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði margt og mikið hafa verið fært til betri vegar á liðnu kjörtímabili. Hún lýsti sig reiðubúna til að vinna með flestum þeim sem í framboði eru. Það væri til að mynda verið að byggja þúsund íbúðir í Hafnarfirði í dag. Frambjóðendur vildu allir efla þjónustu bæjarins og aðstöðu til íþrótta- og menningarlífs en tókust hart á um ýmis áhersluatriði. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks.Vísir/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði gríðarlega uppbyggingu vera í gangi. „Framundan á næstu árum, hver sem verður í meirihluta, vil ég fullyrða er eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu bæjarins.“ Þannig að þið eruð að skila góðu búi? „Við erum að skila mjög góðu búi og við erum afar ánægð.“ Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera staðráðinn í að ná fjórum mönnum í kosningunum á laugardag. „Við ætlum að fella þennan meirihluta og búa til nýjan meirihluta. Vera þar í forystu með þessu góða fólki.“ Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna og Sigurður P. Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans. Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna, segir samfélagið standa frammi fyrir miklum breytingum. „Á landsvísu og eins á sveitarfélagastigi og eins sem einstaklingar. Við þurfum að taka til hjá okkur í loftslagsmálunum og ég heyri þau hreinlega ekki vera á dagskrá hjá okkur.“ Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar, segist vilja losna við sérhagsmunagæslupólitík. Hver er þessi hagsmunagæslupólitík? „Hagsmunagæslupólitíkin er sú að hér er verið að hygla svolítið ákveðnum verktökum. Það er verið að bjóða hérna lóðir hæstbjóðanda sem kemur síðan til baka á hnjánum og fær afslátt.“ Haraldur R. Ingvason, oddviti Pírata í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins, segir fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils hafa verið hreinustu hörmung. „Þegar fólki fækkar í bænum. Þegar krafan á aukna þjónustu eykst. Enda dalar hún í skoðanakönnunum.“ Sigurður P. Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans, segir að það þurfi að taka betur til í bænum. „Fyrir utan miðbæinn þá er fullt af brotnum gangstéttum. Það eru holur hér og þar. Og rusl, eða rusl er ekki hirt. Við þurfum að laga þetta til.“ Sigurður Pétur Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans og Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Það er hins vegar í gangi núna greinileg undiralda að fella núverandi meirihluta. Ég hugsa að það takist,“ segir Haraldur R. Ingvason, oddviti Pírata. „Meirihlutinn er á þessu kjörtímabili. Svo kemur upp úr kjörkössunum. Þá eru flokkarnir allir jafnir og þá er bara farið í það að mynda nýjan meirihluta,“ segir Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði margt og mikið hafa verið fært til betri vegar á liðnu kjörtímabili. Hún lýsti sig reiðubúna til að vinna með flestum þeim sem í framboði eru. Það væri til að mynda verið að byggja þúsund íbúðir í Hafnarfirði í dag. Frambjóðendur vildu allir efla þjónustu bæjarins og aðstöðu til íþrótta- og menningarlífs en tókust hart á um ýmis áhersluatriði. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks.Vísir/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði gríðarlega uppbyggingu vera í gangi. „Framundan á næstu árum, hver sem verður í meirihluta, vil ég fullyrða er eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu bæjarins.“ Þannig að þið eruð að skila góðu búi? „Við erum að skila mjög góðu búi og við erum afar ánægð.“ Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera staðráðinn í að ná fjórum mönnum í kosningunum á laugardag. „Við ætlum að fella þennan meirihluta og búa til nýjan meirihluta. Vera þar í forystu með þessu góða fólki.“ Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna og Sigurður P. Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans. Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna, segir samfélagið standa frammi fyrir miklum breytingum. „Á landsvísu og eins á sveitarfélagastigi og eins sem einstaklingar. Við þurfum að taka til hjá okkur í loftslagsmálunum og ég heyri þau hreinlega ekki vera á dagskrá hjá okkur.“ Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar, segist vilja losna við sérhagsmunagæslupólitík. Hver er þessi hagsmunagæslupólitík? „Hagsmunagæslupólitíkin er sú að hér er verið að hygla svolítið ákveðnum verktökum. Það er verið að bjóða hérna lóðir hæstbjóðanda sem kemur síðan til baka á hnjánum og fær afslátt.“ Haraldur R. Ingvason, oddviti Pírata í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins, segir fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils hafa verið hreinustu hörmung. „Þegar fólki fækkar í bænum. Þegar krafan á aukna þjónustu eykst. Enda dalar hún í skoðanakönnunum.“ Sigurður P. Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans, segir að það þurfi að taka betur til í bænum. „Fyrir utan miðbæinn þá er fullt af brotnum gangstéttum. Það eru holur hér og þar. Og rusl, eða rusl er ekki hirt. Við þurfum að laga þetta til.“ Sigurður Pétur Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans og Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Það er hins vegar í gangi núna greinileg undiralda að fella núverandi meirihluta. Ég hugsa að það takist,“ segir Haraldur R. Ingvason, oddviti Pírata. „Meirihlutinn er á þessu kjörtímabili. Svo kemur upp úr kjörkössunum. Þá eru flokkarnir allir jafnir og þá er bara farið í það að mynda nýjan meirihluta,“ segir Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira