Þegar samvinna býr til samfélagsleg verðmæti Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar 11. maí 2022 11:15 Endurbætur og stækkun Þorlákshafnar á árunum 2015-2017 undir forystu Framfarasinna er framkvæmd sem gjörbreytt hefur samfélaginu í Ölfusi með jákvæðum hætti. Hjörtur Jónsson var ráðinn hafnarstjóri Þorlákshafnar í ársbyrjun 2014 og upp úr því fóru magnaðir hlutir að gerast í góðu samstarfi starfsmanna og kjörinna fulltrúa. Þessi jákvæðu áhrif af verkefninu ná langt út fyrir nærsvæði Þorlákshafnar og styrkja þau grunn atvinnuuppbyggingar á Suðurlandi. Hugmynd ein og sér gerir hana ekki að veruleika, hún verður að vera raunsæ, verulega vel útfærð með sterkri framtíðarsýn og haldið frá kastljósi fjölmiðla. Allur undirbúningur þessarar hugmyndar var með þeim hætti og vel var haldið utan um framkvæmdina. Skipulega var unnið að öflun verkefna allt frá byrjun sem skilaði t.a.m. samningi við Smyril Line sem ekki byggði á neinum tilviljunum. Þróunin er í samræmi við upphaflegar áætlanir Sögunni allri er hægt að fletta upp í ítarlegum greinargerðum með fjárhagsáætlunum á síðasta kjörtímabili á vefsíðu Ölfuss, www. olfus.is. Það er gaman að sjá að Þorlákshöfn vex og dafnar í takti áætlanir sem þá voru gerðar og að framtíðarsýnin er að teiknast upp eins og við sáum hana fyrir 8 árum síðan. Eftirfarandi er tekið úr greinargerðinni sem skrifuð var haustið 2014: „Með framangreindum framkvæmdum, er áætlað að stærri skip geti athafnað sig innan hafnar sem opnar á möguleika á að fá inn stærri fragtskip en nú, skemmtiferðaskip sem alls ekki koma í dag og einnig stórar vöru- og fólksflutningaferjur. Auk þess sem þjónustugetan við núverandi viðskiptavini myndi aukast verulega strax.“ Framtíðarsýnin hefði vart geta verið betur sett á blað í ljósi sögunnar. Sérfræðingarnir sem komu að gerð þessara greinargerða eða öllu heldur stefnumörkun, voru starfsfólk sveitarfélagsins í samstarfi við kjörna fulltrúa. Þegar slík samvinna og virðing er viðhöfð verða til samfélagsleg verðmæti. Þorlákshöfn vex hraðar en aðrar hafnir á Íslandi Það er áhugavert að fara yfir nokkrar tölulegar staðreyndir og samanburð úr ársreikningum. Árið 2010 var Þorlákshöfn 11. stærsta höfn landsins í tekjum talið, 2016 var hún í 10. sæti, 2018 var hún í 8. sæti og stekkur upp í 6 sæti árið 2020. Tekjur Þorlákshafnar hafa vaxið hlutfallslega mun meira frá árinu 2016 en tekjur þeirra hafna sem fyrir ofan eru á listanum. Samanburður vegna 2021 liggur ekki fyrir en ljóst er að Þorlákshöfn heldur áfram að vaxa sem sýnir hversu verðmæt þessi hugmynd er sem lögð var á borð í Ráðhúsi Ölfuss í byrjun árs 2014. Eftirfarandi mynd segir meira en mörg orð: Gott samstarf kjörinna fulltrúa og starfsfólks sveitarfélagsins eru þau vinnubrögð sem við ætlum að tryggja á næsta kjörtímabili fáum við til þess umboð. Ég er tilbúinn til deila af reynslu minni og þekkingu og vinna fyrir ykkur af heilindum að framförum og umbótum í sveitarfélaginu okkar og óska því eftir ykkar stuðningi í komandi kosningum þann 14. maí. Setjum X við B og vinnum saman að bjartri framtíð Ölfuss. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri Ölfuss, 3. sæti á lista XB Framfarasinna í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ölfus Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Endurbætur og stækkun Þorlákshafnar á árunum 2015-2017 undir forystu Framfarasinna er framkvæmd sem gjörbreytt hefur samfélaginu í Ölfusi með jákvæðum hætti. Hjörtur Jónsson var ráðinn hafnarstjóri Þorlákshafnar í ársbyrjun 2014 og upp úr því fóru magnaðir hlutir að gerast í góðu samstarfi starfsmanna og kjörinna fulltrúa. Þessi jákvæðu áhrif af verkefninu ná langt út fyrir nærsvæði Þorlákshafnar og styrkja þau grunn atvinnuuppbyggingar á Suðurlandi. Hugmynd ein og sér gerir hana ekki að veruleika, hún verður að vera raunsæ, verulega vel útfærð með sterkri framtíðarsýn og haldið frá kastljósi fjölmiðla. Allur undirbúningur þessarar hugmyndar var með þeim hætti og vel var haldið utan um framkvæmdina. Skipulega var unnið að öflun verkefna allt frá byrjun sem skilaði t.a.m. samningi við Smyril Line sem ekki byggði á neinum tilviljunum. Þróunin er í samræmi við upphaflegar áætlanir Sögunni allri er hægt að fletta upp í ítarlegum greinargerðum með fjárhagsáætlunum á síðasta kjörtímabili á vefsíðu Ölfuss, www. olfus.is. Það er gaman að sjá að Þorlákshöfn vex og dafnar í takti áætlanir sem þá voru gerðar og að framtíðarsýnin er að teiknast upp eins og við sáum hana fyrir 8 árum síðan. Eftirfarandi er tekið úr greinargerðinni sem skrifuð var haustið 2014: „Með framangreindum framkvæmdum, er áætlað að stærri skip geti athafnað sig innan hafnar sem opnar á möguleika á að fá inn stærri fragtskip en nú, skemmtiferðaskip sem alls ekki koma í dag og einnig stórar vöru- og fólksflutningaferjur. Auk þess sem þjónustugetan við núverandi viðskiptavini myndi aukast verulega strax.“ Framtíðarsýnin hefði vart geta verið betur sett á blað í ljósi sögunnar. Sérfræðingarnir sem komu að gerð þessara greinargerða eða öllu heldur stefnumörkun, voru starfsfólk sveitarfélagsins í samstarfi við kjörna fulltrúa. Þegar slík samvinna og virðing er viðhöfð verða til samfélagsleg verðmæti. Þorlákshöfn vex hraðar en aðrar hafnir á Íslandi Það er áhugavert að fara yfir nokkrar tölulegar staðreyndir og samanburð úr ársreikningum. Árið 2010 var Þorlákshöfn 11. stærsta höfn landsins í tekjum talið, 2016 var hún í 10. sæti, 2018 var hún í 8. sæti og stekkur upp í 6 sæti árið 2020. Tekjur Þorlákshafnar hafa vaxið hlutfallslega mun meira frá árinu 2016 en tekjur þeirra hafna sem fyrir ofan eru á listanum. Samanburður vegna 2021 liggur ekki fyrir en ljóst er að Þorlákshöfn heldur áfram að vaxa sem sýnir hversu verðmæt þessi hugmynd er sem lögð var á borð í Ráðhúsi Ölfuss í byrjun árs 2014. Eftirfarandi mynd segir meira en mörg orð: Gott samstarf kjörinna fulltrúa og starfsfólks sveitarfélagsins eru þau vinnubrögð sem við ætlum að tryggja á næsta kjörtímabili fáum við til þess umboð. Ég er tilbúinn til deila af reynslu minni og þekkingu og vinna fyrir ykkur af heilindum að framförum og umbótum í sveitarfélaginu okkar og óska því eftir ykkar stuðningi í komandi kosningum þann 14. maí. Setjum X við B og vinnum saman að bjartri framtíð Ölfuss. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri Ölfuss, 3. sæti á lista XB Framfarasinna í Ölfusi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun