Vaktin: Selenskí segir hernaðarlegan ósigur Rússa augljósan Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Smári Jökull Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 12. maí 2022 06:46 Íbúar Donetsk sjást hér fylla á vatnsbirgðir sínar. Vísir/AP Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að eftir innrás Rússa í Úkraínu og samkomulag þeirra við Kína sé Rússland helsta ógnin sem heimurinn stendur frammi fyrir um þessar mundir. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir hernaðarlegan ósigur Rússa augljósan fyrir alla en að Rússa skorti hugrekki til að viðurkenna hann. Bandaríkjamenn hafa heitið stuðningi við aðildarumsókn Finna að NATO, sem staðfest var í morgun, sem og mögulega umsókn Svía en gert er ráð fyrir að þeir feti í fótspor nágranna sinna og tilkynni umsókn sína strax eftir helgi. Varaforstjóri Unicef sagði á fundi með Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna að tæplega 100 börn hafi látist í Úkraínu í apríl. Sú ákvörðun ráðamanna í Finnlandi að sækja um tafarlausa aðild að Atlantshafsbandalaginu hefur leitt til mikillar reiði í Rússlandi. Talsmaður Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, hefur sagt aðild Finna að NATO vera ógn gagnvart Rússlandi. Dmitry Peskov sagði ákvörðunina ekki gera heiminn stöðugri og að Rússar yrðu að bregðast við. Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, hefur varað þá íbúa sem hafa flúið við því að snúa aftur. Eins og sakir standa sé ekki hægt að tryggja öryggi borgara. Það að rússneskar hersveitir hafi hörfað frá Kharkív er í raun viðurkenning á því að Rússar hafi ekki haft getu til að að ná lykilborgum í Úkraínu þar sem þeir gerðu ráð fyrir takmarkaðri mótspyrnu íbúa, segir breska varnarmálaráðuneytið. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur gefið út skýrslu um áróðursmaskínu Rússa og sakað þá um að nota aðild sína að alþjóðlegum stofnunum til að dreifa falsupplýsingum og reyna að réttlæta aðgerðir sínar í Úkraínu. Þá ítrekar ráðuneytið að Rússar séu þekktir fyrir að saka aðra um einmitt þau brot sem þeir sjálfir hafa framið eða hyggjast fremja. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir hernaðarlegan ósigur Rússa augljósan fyrir alla en að Rússa skorti hugrekki til að viðurkenna hann. Bandaríkjamenn hafa heitið stuðningi við aðildarumsókn Finna að NATO, sem staðfest var í morgun, sem og mögulega umsókn Svía en gert er ráð fyrir að þeir feti í fótspor nágranna sinna og tilkynni umsókn sína strax eftir helgi. Varaforstjóri Unicef sagði á fundi með Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna að tæplega 100 börn hafi látist í Úkraínu í apríl. Sú ákvörðun ráðamanna í Finnlandi að sækja um tafarlausa aðild að Atlantshafsbandalaginu hefur leitt til mikillar reiði í Rússlandi. Talsmaður Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, hefur sagt aðild Finna að NATO vera ógn gagnvart Rússlandi. Dmitry Peskov sagði ákvörðunina ekki gera heiminn stöðugri og að Rússar yrðu að bregðast við. Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, hefur varað þá íbúa sem hafa flúið við því að snúa aftur. Eins og sakir standa sé ekki hægt að tryggja öryggi borgara. Það að rússneskar hersveitir hafi hörfað frá Kharkív er í raun viðurkenning á því að Rússar hafi ekki haft getu til að að ná lykilborgum í Úkraínu þar sem þeir gerðu ráð fyrir takmarkaðri mótspyrnu íbúa, segir breska varnarmálaráðuneytið. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur gefið út skýrslu um áróðursmaskínu Rússa og sakað þá um að nota aðild sína að alþjóðlegum stofnunum til að dreifa falsupplýsingum og reyna að réttlæta aðgerðir sínar í Úkraínu. Þá ítrekar ráðuneytið að Rússar séu þekktir fyrir að saka aðra um einmitt þau brot sem þeir sjálfir hafa framið eða hyggjast fremja. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira