Hjól í skjól og hollur morgunmatur Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 11. maí 2022 22:30 Hin fullkomnu sveitarstjórnarmál. Einfaldar breytingar sem bæta líf íbúa, gera hversdagsleikann léttari og sem enginn vill vera án þegar þær hafa fest sig í sessi. Tillögur sem munu auðvelda líf Garðbæinga og sem Garðabæjarlistinn ætlar að koma til framkvæmda í samfélaginu okkar á næsta kjörtímabili. Allir sem hafa verið á íbúasíðu Garðabæjar lengur en nokkra daga vita að sífellt er verið að stela hjólum og hlaupahjólum af íbúum bæjarins. Okkar samfélag er fjölbreytt samfélag og Garðabæjarlistinn leggur meðal annars áherslu á að fjölbreyttir ferðamátar séu raunverulegur valkostur fyrir íbúa. Í ljósi þess að æ fleiri kjósa að nota reiðhjól, rafhjól og rafmagnshlaupahjól til þess að fara á milli staða verður bærinn að bregðast við, rétt eins og gert er ráð fyrir bílastæðum fyrir einkabíla. Garðabæjarlistinn vill koma upp yfirbyggðum, öruggum og myndavélavöktuðum skýlum fyrir minni farartæki við alla skóla og íþróttamannvirki. Margir foreldrar grunnskólabarna kannast líklega við að standa, allt of seint að kvöldi, í röð með pizzasnúða og epli á kassanum í Hagkaup daginn fyrir skóla. Með okkar tillögu væru slíkar skotferðir úr sögunni fyrir foreldra og kostnaðurinn fyrir barnaheimili sömuleiðis. Okkar samfélag er nefnilega barnvænt samfélag. Garðabæjarlistinn vill að börn bæjarins geti fengið hollan morgunmat í skólanum. Við viljum að gjaldfrjáls hafragrautur verði í boði í öllum grunnskólum Garðabæjar fyrir kennslu og að börn geti jafnframt fengið ávexti og grænmeti án endurgjalds í nestistímanum. Þau tvö mál sem hér hafa verið nefnd eru einfaldar lausnir sem munu hafa jákvæð áhrif á allt samfélagið okkar. Þetta eru mál sem skipta máli fyrir Garðbæinga. Garðabæjarlistinn ætlar að koma þessum og mörgum fleiri mikilvægum málum til leiðar. Við óskum eftir stuðningi ykkar við það verkefni á kjördag, 14. maí. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans, X-G. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hin fullkomnu sveitarstjórnarmál. Einfaldar breytingar sem bæta líf íbúa, gera hversdagsleikann léttari og sem enginn vill vera án þegar þær hafa fest sig í sessi. Tillögur sem munu auðvelda líf Garðbæinga og sem Garðabæjarlistinn ætlar að koma til framkvæmda í samfélaginu okkar á næsta kjörtímabili. Allir sem hafa verið á íbúasíðu Garðabæjar lengur en nokkra daga vita að sífellt er verið að stela hjólum og hlaupahjólum af íbúum bæjarins. Okkar samfélag er fjölbreytt samfélag og Garðabæjarlistinn leggur meðal annars áherslu á að fjölbreyttir ferðamátar séu raunverulegur valkostur fyrir íbúa. Í ljósi þess að æ fleiri kjósa að nota reiðhjól, rafhjól og rafmagnshlaupahjól til þess að fara á milli staða verður bærinn að bregðast við, rétt eins og gert er ráð fyrir bílastæðum fyrir einkabíla. Garðabæjarlistinn vill koma upp yfirbyggðum, öruggum og myndavélavöktuðum skýlum fyrir minni farartæki við alla skóla og íþróttamannvirki. Margir foreldrar grunnskólabarna kannast líklega við að standa, allt of seint að kvöldi, í röð með pizzasnúða og epli á kassanum í Hagkaup daginn fyrir skóla. Með okkar tillögu væru slíkar skotferðir úr sögunni fyrir foreldra og kostnaðurinn fyrir barnaheimili sömuleiðis. Okkar samfélag er nefnilega barnvænt samfélag. Garðabæjarlistinn vill að börn bæjarins geti fengið hollan morgunmat í skólanum. Við viljum að gjaldfrjáls hafragrautur verði í boði í öllum grunnskólum Garðabæjar fyrir kennslu og að börn geti jafnframt fengið ávexti og grænmeti án endurgjalds í nestistímanum. Þau tvö mál sem hér hafa verið nefnd eru einfaldar lausnir sem munu hafa jákvæð áhrif á allt samfélagið okkar. Þetta eru mál sem skipta máli fyrir Garðbæinga. Garðabæjarlistinn ætlar að koma þessum og mörgum fleiri mikilvægum málum til leiðar. Við óskum eftir stuðningi ykkar við það verkefni á kjördag, 14. maí. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans, X-G.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar