Það sem enginn vill ræða en allir vilja hafa Guðlaug Svala Kristjánsdóttir skrifar 12. maí 2022 10:00 Sveitarfélögum ber að tryggja mannréttindi og sjá til þess að allir hafi jöfn tækifæri. Það þýðir þó ekki að öllum eigi alltaf að bjóðast það sama – því sum okkar þurfa meiri stuðning til að geta nýtt tækifærin til jafns. Við skiljum þetta flest en þó getur verið ótrúlega erfitt að koma þeim skilningi í framkvæmd. Málefni fatlaðra, öryrkja og þeirra sem þurfa félagslegan stuðning eru meðal þess sem jafnan mælist minnst ánægja með í könnunum um þjónustu Hafnarfjarðar. Íbúum finnst aldrei nógu vel gert í þessum málum, enda sýnir sig að aldrei má sofna á verðinum ef ekki á hreinlega að verða afturför í mannréttindum frá ári til árs. Þrýstingur á flokka og framboð – sem og umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda kosninga – endurspeglar þó aldrei þennan veruleika. Sjúkraþjálfarinn í mér Ég er menntuð í fagi sem styður fólk frá vöggu til grafar og á öllum stigum getu og heilsu. Mín köllun í faginu var þó alltaf sú að styðja fólk við að komast „úr mínus í núll“ ef svo má segja. Ég vann með fötluðum og langveikum, á bráðadeildum og gjörgæslu og með barnshafandi konum sem glímdu við vanheilsu á meðgöngu. Ég er á svipuðum slóðum í bæjarmálunum og hef öðru fremur beitt mér á þeim sviðum sem styðja fólk til að finna sinn stað í samfélaginu, komast leiðar sinnar og njóta eðlilegra (og lögbundinna!) réttinda. Réttindi til sjálfstæðs lífs, til að ákveða eigin búsetu og stuðning, ættu að vera sjálfsögð og auðsótt en eru þó í sífelldri hættu. Ef ekki er staðinn virkur vörður um þau þá hallar undan fæti. Þetta hljómar kannski svartsýnt hjá mér en er einfaldlega veruleikinn. Það þekkja öll þau sem reiða sig á hvers kyns þjónustu í daglegu lífi. Má þarna nefna stuðning við börn í skólum, liðveislu, ferðaþjónustu, framboð á sjálfstæðri búsetu, starfsframboð, heimaþjónustu og liðveislu. Það liggur við að það sé erfiðara að berjast fyrir þessum málum sem bæjarfulltrúi en sem utanaðkomandi hagsmunaaðili. Ætli eitt sveitarfélag að gera úrbætur kemur oft hjóð úr horni annars staðar frá, þar sem upp kemur ótti við fordæmi sem þarf að fylgja. Því þarf sífellt að hjálpa dropanum að hola steininn. Málefni fatlaðra, öryrkja og umbjóðenda félagsþjónustunnar eru nefnilega alltof oft rædd sem beinn kostnaður, en ekki sem fjárfesting á borð við húsbyggingar. Það er mjög öfugsnúið, því sveitarfélag sem ekki fjárfestir í öllu sínu fólki, hvar á vegi sem það er statt, getur varla talist hafa efni á því að bera höfuðið hátt. Áherslur Bæjarlistans í Hafnarfirði í málefnum fatlaðra, öryrkja og jaðarsettra hópa Bæjarlistinn leggur meðal annars áherslu á nýsköpun í atvinnu- og búsetumálum fatlaðra. Við viljum standa vörð um NPA samninga og að bæjarbúar sitji við sama borð þegar þjónusta til sjálfstæðs lífs er annars vegar. Við bendum á að fjölga þarf úrræðum fyrir ungmenni sem glíma við fíkn og geðræn vandamál og styðja við skólabörn og fjölskyldur með fjölþættri aðkomu fagfólks svo sem þroskaþjálfa, sálfræðinga og iðjuþjálfa. Við höfum sáralítið verið spurð um þessar áherslur eða þessa málaflokka og þykir mér þau hafa fallið í skuggann af annarri umræðu. Þess vegna skrifa ég þessar línur. Það mun nefnilega án efa sýna sig í næstu þjónustukönnun – sem endranær – að bæjarbúar eru síst af öllu ánægðir með það hvernig Hafnarfjörður sinnir þeim íbúum sem þurfa stuðning til að blómstra í lífinu. Við í Bæjarlistanum viljum gera okkar til að bæta úr því. Það skiptir nefnilega ekki bara máli hver er aðal, heldur líka hvaða raddir fá að heyrast í bæjarstjórninni hverju sinni. Því biðjum við bæjarbúa að skoða hvað við höfum staðið fyrir undanfarin 4 ár og hvað við viljum gera í næstu fjögur. Höfundur er fráfarandi oddviti Bæjarlistans Hafnarfirði og skipar nú 4. sæti listans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélögum ber að tryggja mannréttindi og sjá til þess að allir hafi jöfn tækifæri. Það þýðir þó ekki að öllum eigi alltaf að bjóðast það sama – því sum okkar þurfa meiri stuðning til að geta nýtt tækifærin til jafns. Við skiljum þetta flest en þó getur verið ótrúlega erfitt að koma þeim skilningi í framkvæmd. Málefni fatlaðra, öryrkja og þeirra sem þurfa félagslegan stuðning eru meðal þess sem jafnan mælist minnst ánægja með í könnunum um þjónustu Hafnarfjarðar. Íbúum finnst aldrei nógu vel gert í þessum málum, enda sýnir sig að aldrei má sofna á verðinum ef ekki á hreinlega að verða afturför í mannréttindum frá ári til árs. Þrýstingur á flokka og framboð – sem og umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda kosninga – endurspeglar þó aldrei þennan veruleika. Sjúkraþjálfarinn í mér Ég er menntuð í fagi sem styður fólk frá vöggu til grafar og á öllum stigum getu og heilsu. Mín köllun í faginu var þó alltaf sú að styðja fólk við að komast „úr mínus í núll“ ef svo má segja. Ég vann með fötluðum og langveikum, á bráðadeildum og gjörgæslu og með barnshafandi konum sem glímdu við vanheilsu á meðgöngu. Ég er á svipuðum slóðum í bæjarmálunum og hef öðru fremur beitt mér á þeim sviðum sem styðja fólk til að finna sinn stað í samfélaginu, komast leiðar sinnar og njóta eðlilegra (og lögbundinna!) réttinda. Réttindi til sjálfstæðs lífs, til að ákveða eigin búsetu og stuðning, ættu að vera sjálfsögð og auðsótt en eru þó í sífelldri hættu. Ef ekki er staðinn virkur vörður um þau þá hallar undan fæti. Þetta hljómar kannski svartsýnt hjá mér en er einfaldlega veruleikinn. Það þekkja öll þau sem reiða sig á hvers kyns þjónustu í daglegu lífi. Má þarna nefna stuðning við börn í skólum, liðveislu, ferðaþjónustu, framboð á sjálfstæðri búsetu, starfsframboð, heimaþjónustu og liðveislu. Það liggur við að það sé erfiðara að berjast fyrir þessum málum sem bæjarfulltrúi en sem utanaðkomandi hagsmunaaðili. Ætli eitt sveitarfélag að gera úrbætur kemur oft hjóð úr horni annars staðar frá, þar sem upp kemur ótti við fordæmi sem þarf að fylgja. Því þarf sífellt að hjálpa dropanum að hola steininn. Málefni fatlaðra, öryrkja og umbjóðenda félagsþjónustunnar eru nefnilega alltof oft rædd sem beinn kostnaður, en ekki sem fjárfesting á borð við húsbyggingar. Það er mjög öfugsnúið, því sveitarfélag sem ekki fjárfestir í öllu sínu fólki, hvar á vegi sem það er statt, getur varla talist hafa efni á því að bera höfuðið hátt. Áherslur Bæjarlistans í Hafnarfirði í málefnum fatlaðra, öryrkja og jaðarsettra hópa Bæjarlistinn leggur meðal annars áherslu á nýsköpun í atvinnu- og búsetumálum fatlaðra. Við viljum standa vörð um NPA samninga og að bæjarbúar sitji við sama borð þegar þjónusta til sjálfstæðs lífs er annars vegar. Við bendum á að fjölga þarf úrræðum fyrir ungmenni sem glíma við fíkn og geðræn vandamál og styðja við skólabörn og fjölskyldur með fjölþættri aðkomu fagfólks svo sem þroskaþjálfa, sálfræðinga og iðjuþjálfa. Við höfum sáralítið verið spurð um þessar áherslur eða þessa málaflokka og þykir mér þau hafa fallið í skuggann af annarri umræðu. Þess vegna skrifa ég þessar línur. Það mun nefnilega án efa sýna sig í næstu þjónustukönnun – sem endranær – að bæjarbúar eru síst af öllu ánægðir með það hvernig Hafnarfjörður sinnir þeim íbúum sem þurfa stuðning til að blómstra í lífinu. Við í Bæjarlistanum viljum gera okkar til að bæta úr því. Það skiptir nefnilega ekki bara máli hver er aðal, heldur líka hvaða raddir fá að heyrast í bæjarstjórninni hverju sinni. Því biðjum við bæjarbúa að skoða hvað við höfum staðið fyrir undanfarin 4 ár og hvað við viljum gera í næstu fjögur. Höfundur er fráfarandi oddviti Bæjarlistans Hafnarfirði og skipar nú 4. sæti listans.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun