Velferð og umhyggja í Rangárþingi eystra Árný Hrund Svavarsdóttir og Sigríður Karólína Viðarsdóttir skrifa 12. maí 2022 11:46 Öll erum við misjöfn eins og við erum mörg, við höfum misjafnar þarfir og væntingar. Sumir hafa sterkt bakland en aðrir ekki, sumir eru einmanna en aðrir ekki. Félagslegi þátturinn er því mjög mikilvægur hvort sem við erum ung eða gömul. Við viljum gera átak í því að hvetja eldri íbúa til þátttöku í félagsstarfi til að koma í veg fyrir einmannaleikann. Er við lítum til eldri íbúa okkar, sem njóta sinna efri ára, þá er nauðsynlegt að við tryggjum þeim góða þjónustu. Starf félags eldri borgara hér í Rangárvallasýslu er mjög gott og viljum við efla það enn frekar. Með því að finna þeim varanlegt húsnæði til félagsstarfs getum við skapað góðar aðstæður fyrir samveru, viðburði og iðkun tómstunda. Hlutverk þannig félagsmiðstöðvar eldra fólks tryggir, félagsskap, tómstundir og þá drögum við úr hættu á félagslegri einangrun. Einnig viljum við stuðla að heilsueflingu eldri íbúa og hvetja þá til fjölbreyttra hreyfinga. Við viljum kanna möguleika á því að byggja upp þjónustuíbúðakjarna þar sem heimili og þjónusta væru tengd saman. Íbúðirnar væru leiguíbúðir sem tengjast sameiginlegri þjónustu, með því skapast öryggi og samvera. Við viljum efla ýmsa þjónustu og aðstoð til dæmis með umhirðu garða og fleira fyrir eldri íbúana okkar. Í samfélaginu okkar er mikilvægt að eiga öfluga félagsþjónustu fyrir fólkið okkar. Við viljum að allir hafi jöfn tækifræi til að búa í sveitarfélaginu okkar. Við viljum bæta upplýsingagjöf um það hvað félagsþjónustan býður fólki upp á. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um skipan í öldungaráðs. Það ráð viljum við efla enn frekar og virkja aðkomu þess til ákvarðanatöku sveitastjórnar. Þannig getum við tengt samfélag eldri íbúa inn í stjórnsýsluna til að koma sínum málefnum á framfæri. Það er alveg ljóst að við þurfum að gera betur þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélaginu. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu sér um framkvæmd þjónustu við fatlað fólk og sinnir því eftirliti á okkar svæði. Leitast er eftir því að tryggja fötluðu fólki jafnrétti, gera því kleift að lifa eðlilegu lífi og skapa skilyrði fyrir þau að taka virkan þátt í lífinu. Við viljum bæta aðgengi fatlaðra í sveitarfélaginu, með því að tryggja aðgengi við allar opinberar byggingar sveitarfélagsins auk gangstíga, gatna og annarra svæða. Einnig viljum við auka möguleika á hreyfingu fatlaðra meðal annars með því að koma upp lyftubúnaði við sundlaugina á Hvolsvelli. Við viljum byggja búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í samvinnu við Bergrisann bs, á kjörtímabilinu. Kæru kjósendur, það er trú okkar fólks á D-lista Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna að með samtali og samvinnu við íbúa er varðar málefni sveitarfélagsins, þá munum við uppskera gott samfélag. Við ætlum að vinna að heilindum fyrir sveitarfélagið okkar. Merktu X við D næstkomandi laugardag. Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing eystra Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Öll erum við misjöfn eins og við erum mörg, við höfum misjafnar þarfir og væntingar. Sumir hafa sterkt bakland en aðrir ekki, sumir eru einmanna en aðrir ekki. Félagslegi þátturinn er því mjög mikilvægur hvort sem við erum ung eða gömul. Við viljum gera átak í því að hvetja eldri íbúa til þátttöku í félagsstarfi til að koma í veg fyrir einmannaleikann. Er við lítum til eldri íbúa okkar, sem njóta sinna efri ára, þá er nauðsynlegt að við tryggjum þeim góða þjónustu. Starf félags eldri borgara hér í Rangárvallasýslu er mjög gott og viljum við efla það enn frekar. Með því að finna þeim varanlegt húsnæði til félagsstarfs getum við skapað góðar aðstæður fyrir samveru, viðburði og iðkun tómstunda. Hlutverk þannig félagsmiðstöðvar eldra fólks tryggir, félagsskap, tómstundir og þá drögum við úr hættu á félagslegri einangrun. Einnig viljum við stuðla að heilsueflingu eldri íbúa og hvetja þá til fjölbreyttra hreyfinga. Við viljum kanna möguleika á því að byggja upp þjónustuíbúðakjarna þar sem heimili og þjónusta væru tengd saman. Íbúðirnar væru leiguíbúðir sem tengjast sameiginlegri þjónustu, með því skapast öryggi og samvera. Við viljum efla ýmsa þjónustu og aðstoð til dæmis með umhirðu garða og fleira fyrir eldri íbúana okkar. Í samfélaginu okkar er mikilvægt að eiga öfluga félagsþjónustu fyrir fólkið okkar. Við viljum að allir hafi jöfn tækifræi til að búa í sveitarfélaginu okkar. Við viljum bæta upplýsingagjöf um það hvað félagsþjónustan býður fólki upp á. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um skipan í öldungaráðs. Það ráð viljum við efla enn frekar og virkja aðkomu þess til ákvarðanatöku sveitastjórnar. Þannig getum við tengt samfélag eldri íbúa inn í stjórnsýsluna til að koma sínum málefnum á framfæri. Það er alveg ljóst að við þurfum að gera betur þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélaginu. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu sér um framkvæmd þjónustu við fatlað fólk og sinnir því eftirliti á okkar svæði. Leitast er eftir því að tryggja fötluðu fólki jafnrétti, gera því kleift að lifa eðlilegu lífi og skapa skilyrði fyrir þau að taka virkan þátt í lífinu. Við viljum bæta aðgengi fatlaðra í sveitarfélaginu, með því að tryggja aðgengi við allar opinberar byggingar sveitarfélagsins auk gangstíga, gatna og annarra svæða. Einnig viljum við auka möguleika á hreyfingu fatlaðra meðal annars með því að koma upp lyftubúnaði við sundlaugina á Hvolsvelli. Við viljum byggja búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í samvinnu við Bergrisann bs, á kjörtímabilinu. Kæru kjósendur, það er trú okkar fólks á D-lista Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna að með samtali og samvinnu við íbúa er varðar málefni sveitarfélagsins, þá munum við uppskera gott samfélag. Við ætlum að vinna að heilindum fyrir sveitarfélagið okkar. Merktu X við D næstkomandi laugardag. Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi eystra.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar