Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 84-79 | Valsmenn tóku forystuna á ný eftir endurkomusigur Andri Már Eggertsson skrifar 12. maí 2022 23:59 Valsmenn fögnuðu með sínum stuðningsmönnum eftir leik Vísir/Bára Valur leiðir einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta 2-1 eftir fimm stiga sigur á heimavelli gegn Tindastól í kvöld, 84-79. Stólarnir náðu mest 21 stigs forystu í leiknum, en að lokum voru það Valsarar sem fögnuðu sigri. Stuðningsmenn Tindastóls byrjuðu leikinn á að syngja velkomnir í Síkið og leikmenn Tindastóls svöruðu stuðningnum með því að spila eins og þeir væru í Síkinu. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, byrjaði með sama lið og í síðasta leik. Zoran Vrkic gerði níu stig í leik kvöldsinsVísir/Bára Flestir áttu von á að Valsmenn myndu mæta með blóð á tönnunum eftir síðasta leik en síður en svo var raunin. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en gestirnir tóku yfir leikinn um miðjan fyrsta leikhluta og voru gestirnir fimm stigum yfir eftir fyrsta fjórðung. Það sem stóð upp úr í fyrri hálfleik var að Valur tók tíu þriggja stiga skot og klikkaði úr öllum skotunum. Valur tapaði einnig tíu boltum. Tindastóll keyrði yfir Val í öðrum leikhluta og hleypti heimamönnum aldrei inn í leikinn. Gestirnir voru mest 21 stigi yfir. Taiwo Hassan Badmus, leikmaður Tindastóls, kveikti í húsinu þegar hann setti niður þrjá þrista í þremur sóknum. Gestirnir voru sextán stigum yfir í hálfleik, 36-52. Tindastóll komst mest 21 stigi yfir í leiknum.Vísir/Bára Eftir afleitan fyrri hálfleik var allt annað að sjá Val í þriðja leikhluta. Heimamenn settu niður fjóra þrista og minnkuðu forskot Tindastóls niður í tíu stig á fimm mínútum sem fékk Baldur Þór Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, til að taka leikhlé. Það virtist ekki breyta máli hvort Valur gerði tvær, þrjár körfur í röð eða spilaði eina góða vörn. Heimamönnum tókst aldrei að koma Tindastóli úr jafnvægi. Hjálmar Stefánsson endaði þriðja leikhluta með flautukörfu og voru gestirnir tólf stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Kristófer Acox tróð í leik kvöldsins.Vísir/Bára Það er í raun ekki hægt að útskýra hvað gerðist í fjórða leikhluta. Sigtryggur Arnar Björnsson setti niður þrist í fyrstu sókn leikhlutans og eftir það lagði Tindastóll árar í bát. Gestirnir gerðu næstu körfu sex mínútum síðar og þá var staðan 73-75. Eftir það skiptust liðin á körfum og voru lokamínúturnar æsispennandi. Kári Jónsson kom Val stigi yfir þegar 33 sekúndur voru eftir og reyndi Taiwo Badmus að svara því með þriggja stiga skoti en klikkaði og þá fóru gestirnir að brjóta. Valur vann á endanum 84-79. Pavel og Kristófer voru kátir eftir leik.Vísir/Bára Af hverju vann Valur? Það var í raun með ólíkindum að Valur hafi endað sem sigurvegari í þessum leik. Gestirnir frá Sauðárkróki komust mest 21 stigi yfir. Valur vann fjórða leikhluta með sautján stigum sem skilaði sér í fimm stiga sigri. Hverjir stóðu upp úr? Kristófer Acox endaði með tvöfalda tvennu þar sem hann gerði 13 stig og tók 10 fráköst. Kristófer hefur verið misjafn á vítalínunni í vetur en þegar allt var undir í kvöld stóðst hann prófið og hitti úr tveimur afar mikilvægum vítum. Taiwo Hassan Badmus var stigahæstur hjá Tindastóli með 21 stig. Badmus setti þó aðeins niður einn þrist í seinni hálfleik en þrjá í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Bæði lið áttu hauskúpu hálfleik. Það gekk ekkert upp hjá Val í fyrri hálfleik. Tindastóll gerði 52 stig í fyrri hálfleik en aðeins 27 í seinni hálfleik. Sigtryggur Arnar Björnsson gerði 8 stig og var kominn með fimm villur þegar allt var undir í fjórða leikhluta. Pablo Bertone var afleitur í fyrri hálfleik en fann sig betur í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst á Sauðárkróki á sunnudaginn klukkan 20:15. Þá getur Valur orðið Íslandsmeistari. Baldur: Hættum að hreyfa boltann í seinni hálfleik Baldur Þór Ragnarsson var að vanda líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Bára Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var afar svekktur eftir fimm stiga tap gegn Val. „Valur byrjaði seinni hálfleik af mikilli ákefð á meðan við gáfum eftir á öllum sviðum,“ sagði Baldur beint eftir leik. Sóknarleikur Tindastóls var frábær í fyrri hálfleik en Baldur var ekki ánægður með sóknarleikinn í seinni hálfleik þar sem Tindastóll gerði aðeins 27 stig. „Í fyrri hálfleik vorum við að láta boltann ganga og sækja á hringinn. Í fjórða leikhluta hættum við að spila okkar leik.“ „Við fórum að tapa fullt af boltum í fjórða leikhluta og það segir sig sjálft að þú vinnur ekki leik þannig,“ sagði Baldur að lokum. Pétur: Ætlum að vinna næsta leik og koma aftur í Origo-höllina Pétur Rúnar Birgisson var afar svekktur eftir tap kvöldsins.Vísir/Bára Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, var niðurlútur eftir svekkjandi tap í Origo-höllinni. „Það var mjög svekkjandi að tapa þessum leik. Við vorum yfir nánast allan leikinn, í fjórða leikhluta vorum við fimmtán stigum yfir og það var afar lélegt að tapa þessu,“ sagði Pétur Rúnar svekktur eftir leik. Tindastóll komst fimmtán stigum yfir eftir þriggja stiga körfu Sigtryggs en eftir það tók Valur yfir leikinn. „Eftir þriggja stiga körfu Sigtryggs var sagan búin hjá okkur. Við fengum fullt af góðum skotum og eitt af þeim varð til þess að Sigtryggur Arnar fékk sína fimmtu villu.“ Pétur Rúnar var að lokum sannfærður um að Tindastóll myndi vinna næsta leik og mæta aftur í Origo-höllina í leik fimm. Myndir: Stuðningsmenn Vals voru í stuðiVísir/Bára Grettismenn voru í stuði í kvöldVísir/Bára Finnur Freyr Stefánsson veit að það þarf einn leik til viðbótar til að landa ÍslandsmeistaratitlinumVísir/Bára Kári Jónsson gerði 18 stig í leiknumVísir/Bára Hjálmar í baráttuVísir/Bára Pétur í baráttunni við BertoneVísir/Bára Subway-deild karla Valur Tindastóll
Valur leiðir einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta 2-1 eftir fimm stiga sigur á heimavelli gegn Tindastól í kvöld, 84-79. Stólarnir náðu mest 21 stigs forystu í leiknum, en að lokum voru það Valsarar sem fögnuðu sigri. Stuðningsmenn Tindastóls byrjuðu leikinn á að syngja velkomnir í Síkið og leikmenn Tindastóls svöruðu stuðningnum með því að spila eins og þeir væru í Síkinu. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, byrjaði með sama lið og í síðasta leik. Zoran Vrkic gerði níu stig í leik kvöldsinsVísir/Bára Flestir áttu von á að Valsmenn myndu mæta með blóð á tönnunum eftir síðasta leik en síður en svo var raunin. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en gestirnir tóku yfir leikinn um miðjan fyrsta leikhluta og voru gestirnir fimm stigum yfir eftir fyrsta fjórðung. Það sem stóð upp úr í fyrri hálfleik var að Valur tók tíu þriggja stiga skot og klikkaði úr öllum skotunum. Valur tapaði einnig tíu boltum. Tindastóll keyrði yfir Val í öðrum leikhluta og hleypti heimamönnum aldrei inn í leikinn. Gestirnir voru mest 21 stigi yfir. Taiwo Hassan Badmus, leikmaður Tindastóls, kveikti í húsinu þegar hann setti niður þrjá þrista í þremur sóknum. Gestirnir voru sextán stigum yfir í hálfleik, 36-52. Tindastóll komst mest 21 stigi yfir í leiknum.Vísir/Bára Eftir afleitan fyrri hálfleik var allt annað að sjá Val í þriðja leikhluta. Heimamenn settu niður fjóra þrista og minnkuðu forskot Tindastóls niður í tíu stig á fimm mínútum sem fékk Baldur Þór Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, til að taka leikhlé. Það virtist ekki breyta máli hvort Valur gerði tvær, þrjár körfur í röð eða spilaði eina góða vörn. Heimamönnum tókst aldrei að koma Tindastóli úr jafnvægi. Hjálmar Stefánsson endaði þriðja leikhluta með flautukörfu og voru gestirnir tólf stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Kristófer Acox tróð í leik kvöldsins.Vísir/Bára Það er í raun ekki hægt að útskýra hvað gerðist í fjórða leikhluta. Sigtryggur Arnar Björnsson setti niður þrist í fyrstu sókn leikhlutans og eftir það lagði Tindastóll árar í bát. Gestirnir gerðu næstu körfu sex mínútum síðar og þá var staðan 73-75. Eftir það skiptust liðin á körfum og voru lokamínúturnar æsispennandi. Kári Jónsson kom Val stigi yfir þegar 33 sekúndur voru eftir og reyndi Taiwo Badmus að svara því með þriggja stiga skoti en klikkaði og þá fóru gestirnir að brjóta. Valur vann á endanum 84-79. Pavel og Kristófer voru kátir eftir leik.Vísir/Bára Af hverju vann Valur? Það var í raun með ólíkindum að Valur hafi endað sem sigurvegari í þessum leik. Gestirnir frá Sauðárkróki komust mest 21 stigi yfir. Valur vann fjórða leikhluta með sautján stigum sem skilaði sér í fimm stiga sigri. Hverjir stóðu upp úr? Kristófer Acox endaði með tvöfalda tvennu þar sem hann gerði 13 stig og tók 10 fráköst. Kristófer hefur verið misjafn á vítalínunni í vetur en þegar allt var undir í kvöld stóðst hann prófið og hitti úr tveimur afar mikilvægum vítum. Taiwo Hassan Badmus var stigahæstur hjá Tindastóli með 21 stig. Badmus setti þó aðeins niður einn þrist í seinni hálfleik en þrjá í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Bæði lið áttu hauskúpu hálfleik. Það gekk ekkert upp hjá Val í fyrri hálfleik. Tindastóll gerði 52 stig í fyrri hálfleik en aðeins 27 í seinni hálfleik. Sigtryggur Arnar Björnsson gerði 8 stig og var kominn með fimm villur þegar allt var undir í fjórða leikhluta. Pablo Bertone var afleitur í fyrri hálfleik en fann sig betur í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst á Sauðárkróki á sunnudaginn klukkan 20:15. Þá getur Valur orðið Íslandsmeistari. Baldur: Hættum að hreyfa boltann í seinni hálfleik Baldur Þór Ragnarsson var að vanda líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Bára Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var afar svekktur eftir fimm stiga tap gegn Val. „Valur byrjaði seinni hálfleik af mikilli ákefð á meðan við gáfum eftir á öllum sviðum,“ sagði Baldur beint eftir leik. Sóknarleikur Tindastóls var frábær í fyrri hálfleik en Baldur var ekki ánægður með sóknarleikinn í seinni hálfleik þar sem Tindastóll gerði aðeins 27 stig. „Í fyrri hálfleik vorum við að láta boltann ganga og sækja á hringinn. Í fjórða leikhluta hættum við að spila okkar leik.“ „Við fórum að tapa fullt af boltum í fjórða leikhluta og það segir sig sjálft að þú vinnur ekki leik þannig,“ sagði Baldur að lokum. Pétur: Ætlum að vinna næsta leik og koma aftur í Origo-höllina Pétur Rúnar Birgisson var afar svekktur eftir tap kvöldsins.Vísir/Bára Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, var niðurlútur eftir svekkjandi tap í Origo-höllinni. „Það var mjög svekkjandi að tapa þessum leik. Við vorum yfir nánast allan leikinn, í fjórða leikhluta vorum við fimmtán stigum yfir og það var afar lélegt að tapa þessu,“ sagði Pétur Rúnar svekktur eftir leik. Tindastóll komst fimmtán stigum yfir eftir þriggja stiga körfu Sigtryggs en eftir það tók Valur yfir leikinn. „Eftir þriggja stiga körfu Sigtryggs var sagan búin hjá okkur. Við fengum fullt af góðum skotum og eitt af þeim varð til þess að Sigtryggur Arnar fékk sína fimmtu villu.“ Pétur Rúnar var að lokum sannfærður um að Tindastóll myndi vinna næsta leik og mæta aftur í Origo-höllina í leik fimm. Myndir: Stuðningsmenn Vals voru í stuðiVísir/Bára Grettismenn voru í stuði í kvöldVísir/Bára Finnur Freyr Stefánsson veit að það þarf einn leik til viðbótar til að landa ÍslandsmeistaratitlinumVísir/Bára Kári Jónsson gerði 18 stig í leiknumVísir/Bára Hjálmar í baráttuVísir/Bára Pétur í baráttunni við BertoneVísir/Bára
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti