Setjum fólkið í fyrsta sæti! Jakob Frímann Magnússon skrifar 12. maí 2022 22:32 Um helgina verður kosið um forgangsröðun verkefna á borðum þeirra sem með völdin fá að fara að fengnu umboði kjósenda og skattgreiðenda. Fyrstu krónum skattgreiðandans ber samkvæmt fornri hefð að verja til öryggismála, þ.e. húsnæðisöryggis, fæðuöryggis og öryggis gegn glæpum. Við í Flokki fólksins orðum þetta með einföldum og skýrum hætti: Fólkið fyrst – svo allt hitt! Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Áherslur stjórnvalda hafa því miður ekki speglað þessa grunnþætti sem skyldi. Alvarlegur skortur er á húsnæði og kostnaður við að leigja eða kaupa húsnæði er í sögulegu hámarki. Matarkarfan á Íslandi er ein sú dýrasta í heimi og u.þ.b. tíundi hluti okkar ríku þjóðar má horfast í augu við fátækt og tóman ísskáp um miðjan hvern mánuð eða fyrr. Flokkur fólksins vill útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru nefnilega ekki einkaréttur útvalinna! Dvínandi öryggistilfinning Öryggistilfinng fer hér þverrandi, ekki síst meðal viðkvæmustu hópa samfélagsins. Á sama tíma og stríð geisar í austurvegi fer glæpatíðni vaxandi á Íslandi, heimilisofbeldi og líkamsárásir á götum úti virðast löggæslunni í landinu um megn að sporna við. Öryggistilfinning venjulegs fólks hraðminnkar á meðan skemmdarverkum fjölgar frá degi til dags á heimilum og húseignum venjulegs fólks. Ekkert viðnám er lengur veitt gegndarlausu kroti á húsveggjum um alla Reykjavíkurborg og verst er ástandið í miðborginni sem vekur óhug þeirra sem um fara. Þrif á veggjum, götum og gangstéttum eru í sögulegu lágmarki. Allt skerðir þetta öryggistilfinningu og líðan þeirra sem um fara og fyrir verða. Farsæl forystusveit Kvíði og þunglyndi eru í reynd alvarlegt heilbrigðisvandamál og Íslendingar eiga nú heimsmet í neyslu kvíðastillandi lyfja. Það eitt og sér væri verðugt rannsóknarefni. Svo vill til að framboðslistar Flokks fólksins bæði í Reykjavík og á Akureyri njóta forystu sérfræðinga á sviði geðheilbrigðis. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi, hefur um árabil sinnt viðkvæmustu hópum samfélagsins af kostgæfni. Hún ásamt Helgu Þórðardóttur kennara, Einari S. Guðmundssyni kerfisfræðingi, Natalie G. Gunnarsdóttur stuðningsfulltrúa og Rúnari Sigurjónssyni vélsmiði myndar glæsilegan forystukvintett Flokks fólksins í Reykjavík. Þetta er samstilltur hópur sem hægt er að treysta. Á Akureyri er það geðlæknirinn farsæli, Brynjólfur Ingvarsson, sem fer fyrir glæstri forystusveit sem einnig inniber hjúkrunarfræðinginn Málfríði S. Þórðardóttur, sagnfræðinginn Jón Hjaltason, Hannesínu Scheving, kennara, og Tinnu Guðmundsdóttur, hjúkrunarnema. Allt á þetta góða fólk að sameiginlegt að hafa gert að sínum einkunnarorð Flokks fólksins um að hafa sjálft fólkið í fyrirrúmi, öryggi þess, velferð og vellíðan. Áherslur þessa góða fólks í stjórnmálum eru skapandi tilbrigði við sjálft lykilstef Flokks fólksins. Valið um helgina er því einfalt: Við setjum x við F – Flokk fólksins! Greinarhöfundur er alþingismaður Flokks fólksins á NA kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Flokkur fólksins Reykjavík Akureyri Jakob Frímann Magnússon Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Um helgina verður kosið um forgangsröðun verkefna á borðum þeirra sem með völdin fá að fara að fengnu umboði kjósenda og skattgreiðenda. Fyrstu krónum skattgreiðandans ber samkvæmt fornri hefð að verja til öryggismála, þ.e. húsnæðisöryggis, fæðuöryggis og öryggis gegn glæpum. Við í Flokki fólksins orðum þetta með einföldum og skýrum hætti: Fólkið fyrst – svo allt hitt! Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Áherslur stjórnvalda hafa því miður ekki speglað þessa grunnþætti sem skyldi. Alvarlegur skortur er á húsnæði og kostnaður við að leigja eða kaupa húsnæði er í sögulegu hámarki. Matarkarfan á Íslandi er ein sú dýrasta í heimi og u.þ.b. tíundi hluti okkar ríku þjóðar má horfast í augu við fátækt og tóman ísskáp um miðjan hvern mánuð eða fyrr. Flokkur fólksins vill útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru nefnilega ekki einkaréttur útvalinna! Dvínandi öryggistilfinning Öryggistilfinng fer hér þverrandi, ekki síst meðal viðkvæmustu hópa samfélagsins. Á sama tíma og stríð geisar í austurvegi fer glæpatíðni vaxandi á Íslandi, heimilisofbeldi og líkamsárásir á götum úti virðast löggæslunni í landinu um megn að sporna við. Öryggistilfinning venjulegs fólks hraðminnkar á meðan skemmdarverkum fjölgar frá degi til dags á heimilum og húseignum venjulegs fólks. Ekkert viðnám er lengur veitt gegndarlausu kroti á húsveggjum um alla Reykjavíkurborg og verst er ástandið í miðborginni sem vekur óhug þeirra sem um fara. Þrif á veggjum, götum og gangstéttum eru í sögulegu lágmarki. Allt skerðir þetta öryggistilfinningu og líðan þeirra sem um fara og fyrir verða. Farsæl forystusveit Kvíði og þunglyndi eru í reynd alvarlegt heilbrigðisvandamál og Íslendingar eiga nú heimsmet í neyslu kvíðastillandi lyfja. Það eitt og sér væri verðugt rannsóknarefni. Svo vill til að framboðslistar Flokks fólksins bæði í Reykjavík og á Akureyri njóta forystu sérfræðinga á sviði geðheilbrigðis. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi, hefur um árabil sinnt viðkvæmustu hópum samfélagsins af kostgæfni. Hún ásamt Helgu Þórðardóttur kennara, Einari S. Guðmundssyni kerfisfræðingi, Natalie G. Gunnarsdóttur stuðningsfulltrúa og Rúnari Sigurjónssyni vélsmiði myndar glæsilegan forystukvintett Flokks fólksins í Reykjavík. Þetta er samstilltur hópur sem hægt er að treysta. Á Akureyri er það geðlæknirinn farsæli, Brynjólfur Ingvarsson, sem fer fyrir glæstri forystusveit sem einnig inniber hjúkrunarfræðinginn Málfríði S. Þórðardóttur, sagnfræðinginn Jón Hjaltason, Hannesínu Scheving, kennara, og Tinnu Guðmundsdóttur, hjúkrunarnema. Allt á þetta góða fólk að sameiginlegt að hafa gert að sínum einkunnarorð Flokks fólksins um að hafa sjálft fólkið í fyrirrúmi, öryggi þess, velferð og vellíðan. Áherslur þessa góða fólks í stjórnmálum eru skapandi tilbrigði við sjálft lykilstef Flokks fólksins. Valið um helgina er því einfalt: Við setjum x við F – Flokk fólksins! Greinarhöfundur er alþingismaður Flokks fólksins á NA kjördæmi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun