Setjum fólkið í fyrsta sæti! Jakob Frímann Magnússon skrifar 12. maí 2022 22:32 Um helgina verður kosið um forgangsröðun verkefna á borðum þeirra sem með völdin fá að fara að fengnu umboði kjósenda og skattgreiðenda. Fyrstu krónum skattgreiðandans ber samkvæmt fornri hefð að verja til öryggismála, þ.e. húsnæðisöryggis, fæðuöryggis og öryggis gegn glæpum. Við í Flokki fólksins orðum þetta með einföldum og skýrum hætti: Fólkið fyrst – svo allt hitt! Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Áherslur stjórnvalda hafa því miður ekki speglað þessa grunnþætti sem skyldi. Alvarlegur skortur er á húsnæði og kostnaður við að leigja eða kaupa húsnæði er í sögulegu hámarki. Matarkarfan á Íslandi er ein sú dýrasta í heimi og u.þ.b. tíundi hluti okkar ríku þjóðar má horfast í augu við fátækt og tóman ísskáp um miðjan hvern mánuð eða fyrr. Flokkur fólksins vill útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru nefnilega ekki einkaréttur útvalinna! Dvínandi öryggistilfinning Öryggistilfinng fer hér þverrandi, ekki síst meðal viðkvæmustu hópa samfélagsins. Á sama tíma og stríð geisar í austurvegi fer glæpatíðni vaxandi á Íslandi, heimilisofbeldi og líkamsárásir á götum úti virðast löggæslunni í landinu um megn að sporna við. Öryggistilfinning venjulegs fólks hraðminnkar á meðan skemmdarverkum fjölgar frá degi til dags á heimilum og húseignum venjulegs fólks. Ekkert viðnám er lengur veitt gegndarlausu kroti á húsveggjum um alla Reykjavíkurborg og verst er ástandið í miðborginni sem vekur óhug þeirra sem um fara. Þrif á veggjum, götum og gangstéttum eru í sögulegu lágmarki. Allt skerðir þetta öryggistilfinningu og líðan þeirra sem um fara og fyrir verða. Farsæl forystusveit Kvíði og þunglyndi eru í reynd alvarlegt heilbrigðisvandamál og Íslendingar eiga nú heimsmet í neyslu kvíðastillandi lyfja. Það eitt og sér væri verðugt rannsóknarefni. Svo vill til að framboðslistar Flokks fólksins bæði í Reykjavík og á Akureyri njóta forystu sérfræðinga á sviði geðheilbrigðis. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi, hefur um árabil sinnt viðkvæmustu hópum samfélagsins af kostgæfni. Hún ásamt Helgu Þórðardóttur kennara, Einari S. Guðmundssyni kerfisfræðingi, Natalie G. Gunnarsdóttur stuðningsfulltrúa og Rúnari Sigurjónssyni vélsmiði myndar glæsilegan forystukvintett Flokks fólksins í Reykjavík. Þetta er samstilltur hópur sem hægt er að treysta. Á Akureyri er það geðlæknirinn farsæli, Brynjólfur Ingvarsson, sem fer fyrir glæstri forystusveit sem einnig inniber hjúkrunarfræðinginn Málfríði S. Þórðardóttur, sagnfræðinginn Jón Hjaltason, Hannesínu Scheving, kennara, og Tinnu Guðmundsdóttur, hjúkrunarnema. Allt á þetta góða fólk að sameiginlegt að hafa gert að sínum einkunnarorð Flokks fólksins um að hafa sjálft fólkið í fyrirrúmi, öryggi þess, velferð og vellíðan. Áherslur þessa góða fólks í stjórnmálum eru skapandi tilbrigði við sjálft lykilstef Flokks fólksins. Valið um helgina er því einfalt: Við setjum x við F – Flokk fólksins! Greinarhöfundur er alþingismaður Flokks fólksins á NA kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Flokkur fólksins Reykjavík Akureyri Jakob Frímann Magnússon Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Um helgina verður kosið um forgangsröðun verkefna á borðum þeirra sem með völdin fá að fara að fengnu umboði kjósenda og skattgreiðenda. Fyrstu krónum skattgreiðandans ber samkvæmt fornri hefð að verja til öryggismála, þ.e. húsnæðisöryggis, fæðuöryggis og öryggis gegn glæpum. Við í Flokki fólksins orðum þetta með einföldum og skýrum hætti: Fólkið fyrst – svo allt hitt! Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Áherslur stjórnvalda hafa því miður ekki speglað þessa grunnþætti sem skyldi. Alvarlegur skortur er á húsnæði og kostnaður við að leigja eða kaupa húsnæði er í sögulegu hámarki. Matarkarfan á Íslandi er ein sú dýrasta í heimi og u.þ.b. tíundi hluti okkar ríku þjóðar má horfast í augu við fátækt og tóman ísskáp um miðjan hvern mánuð eða fyrr. Flokkur fólksins vill útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru nefnilega ekki einkaréttur útvalinna! Dvínandi öryggistilfinning Öryggistilfinng fer hér þverrandi, ekki síst meðal viðkvæmustu hópa samfélagsins. Á sama tíma og stríð geisar í austurvegi fer glæpatíðni vaxandi á Íslandi, heimilisofbeldi og líkamsárásir á götum úti virðast löggæslunni í landinu um megn að sporna við. Öryggistilfinning venjulegs fólks hraðminnkar á meðan skemmdarverkum fjölgar frá degi til dags á heimilum og húseignum venjulegs fólks. Ekkert viðnám er lengur veitt gegndarlausu kroti á húsveggjum um alla Reykjavíkurborg og verst er ástandið í miðborginni sem vekur óhug þeirra sem um fara. Þrif á veggjum, götum og gangstéttum eru í sögulegu lágmarki. Allt skerðir þetta öryggistilfinningu og líðan þeirra sem um fara og fyrir verða. Farsæl forystusveit Kvíði og þunglyndi eru í reynd alvarlegt heilbrigðisvandamál og Íslendingar eiga nú heimsmet í neyslu kvíðastillandi lyfja. Það eitt og sér væri verðugt rannsóknarefni. Svo vill til að framboðslistar Flokks fólksins bæði í Reykjavík og á Akureyri njóta forystu sérfræðinga á sviði geðheilbrigðis. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi, hefur um árabil sinnt viðkvæmustu hópum samfélagsins af kostgæfni. Hún ásamt Helgu Þórðardóttur kennara, Einari S. Guðmundssyni kerfisfræðingi, Natalie G. Gunnarsdóttur stuðningsfulltrúa og Rúnari Sigurjónssyni vélsmiði myndar glæsilegan forystukvintett Flokks fólksins í Reykjavík. Þetta er samstilltur hópur sem hægt er að treysta. Á Akureyri er það geðlæknirinn farsæli, Brynjólfur Ingvarsson, sem fer fyrir glæstri forystusveit sem einnig inniber hjúkrunarfræðinginn Málfríði S. Þórðardóttur, sagnfræðinginn Jón Hjaltason, Hannesínu Scheving, kennara, og Tinnu Guðmundsdóttur, hjúkrunarnema. Allt á þetta góða fólk að sameiginlegt að hafa gert að sínum einkunnarorð Flokks fólksins um að hafa sjálft fólkið í fyrirrúmi, öryggi þess, velferð og vellíðan. Áherslur þessa góða fólks í stjórnmálum eru skapandi tilbrigði við sjálft lykilstef Flokks fólksins. Valið um helgina er því einfalt: Við setjum x við F – Flokk fólksins! Greinarhöfundur er alþingismaður Flokks fólksins á NA kjördæmi.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar