Setjum fólkið í fyrsta sæti! Jakob Frímann Magnússon skrifar 12. maí 2022 22:32 Um helgina verður kosið um forgangsröðun verkefna á borðum þeirra sem með völdin fá að fara að fengnu umboði kjósenda og skattgreiðenda. Fyrstu krónum skattgreiðandans ber samkvæmt fornri hefð að verja til öryggismála, þ.e. húsnæðisöryggis, fæðuöryggis og öryggis gegn glæpum. Við í Flokki fólksins orðum þetta með einföldum og skýrum hætti: Fólkið fyrst – svo allt hitt! Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Áherslur stjórnvalda hafa því miður ekki speglað þessa grunnþætti sem skyldi. Alvarlegur skortur er á húsnæði og kostnaður við að leigja eða kaupa húsnæði er í sögulegu hámarki. Matarkarfan á Íslandi er ein sú dýrasta í heimi og u.þ.b. tíundi hluti okkar ríku þjóðar má horfast í augu við fátækt og tóman ísskáp um miðjan hvern mánuð eða fyrr. Flokkur fólksins vill útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru nefnilega ekki einkaréttur útvalinna! Dvínandi öryggistilfinning Öryggistilfinng fer hér þverrandi, ekki síst meðal viðkvæmustu hópa samfélagsins. Á sama tíma og stríð geisar í austurvegi fer glæpatíðni vaxandi á Íslandi, heimilisofbeldi og líkamsárásir á götum úti virðast löggæslunni í landinu um megn að sporna við. Öryggistilfinning venjulegs fólks hraðminnkar á meðan skemmdarverkum fjölgar frá degi til dags á heimilum og húseignum venjulegs fólks. Ekkert viðnám er lengur veitt gegndarlausu kroti á húsveggjum um alla Reykjavíkurborg og verst er ástandið í miðborginni sem vekur óhug þeirra sem um fara. Þrif á veggjum, götum og gangstéttum eru í sögulegu lágmarki. Allt skerðir þetta öryggistilfinningu og líðan þeirra sem um fara og fyrir verða. Farsæl forystusveit Kvíði og þunglyndi eru í reynd alvarlegt heilbrigðisvandamál og Íslendingar eiga nú heimsmet í neyslu kvíðastillandi lyfja. Það eitt og sér væri verðugt rannsóknarefni. Svo vill til að framboðslistar Flokks fólksins bæði í Reykjavík og á Akureyri njóta forystu sérfræðinga á sviði geðheilbrigðis. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi, hefur um árabil sinnt viðkvæmustu hópum samfélagsins af kostgæfni. Hún ásamt Helgu Þórðardóttur kennara, Einari S. Guðmundssyni kerfisfræðingi, Natalie G. Gunnarsdóttur stuðningsfulltrúa og Rúnari Sigurjónssyni vélsmiði myndar glæsilegan forystukvintett Flokks fólksins í Reykjavík. Þetta er samstilltur hópur sem hægt er að treysta. Á Akureyri er það geðlæknirinn farsæli, Brynjólfur Ingvarsson, sem fer fyrir glæstri forystusveit sem einnig inniber hjúkrunarfræðinginn Málfríði S. Þórðardóttur, sagnfræðinginn Jón Hjaltason, Hannesínu Scheving, kennara, og Tinnu Guðmundsdóttur, hjúkrunarnema. Allt á þetta góða fólk að sameiginlegt að hafa gert að sínum einkunnarorð Flokks fólksins um að hafa sjálft fólkið í fyrirrúmi, öryggi þess, velferð og vellíðan. Áherslur þessa góða fólks í stjórnmálum eru skapandi tilbrigði við sjálft lykilstef Flokks fólksins. Valið um helgina er því einfalt: Við setjum x við F – Flokk fólksins! Greinarhöfundur er alþingismaður Flokks fólksins á NA kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Flokkur fólksins Reykjavík Akureyri Jakob Frímann Magnússon Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Um helgina verður kosið um forgangsröðun verkefna á borðum þeirra sem með völdin fá að fara að fengnu umboði kjósenda og skattgreiðenda. Fyrstu krónum skattgreiðandans ber samkvæmt fornri hefð að verja til öryggismála, þ.e. húsnæðisöryggis, fæðuöryggis og öryggis gegn glæpum. Við í Flokki fólksins orðum þetta með einföldum og skýrum hætti: Fólkið fyrst – svo allt hitt! Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Áherslur stjórnvalda hafa því miður ekki speglað þessa grunnþætti sem skyldi. Alvarlegur skortur er á húsnæði og kostnaður við að leigja eða kaupa húsnæði er í sögulegu hámarki. Matarkarfan á Íslandi er ein sú dýrasta í heimi og u.þ.b. tíundi hluti okkar ríku þjóðar má horfast í augu við fátækt og tóman ísskáp um miðjan hvern mánuð eða fyrr. Flokkur fólksins vill útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru nefnilega ekki einkaréttur útvalinna! Dvínandi öryggistilfinning Öryggistilfinng fer hér þverrandi, ekki síst meðal viðkvæmustu hópa samfélagsins. Á sama tíma og stríð geisar í austurvegi fer glæpatíðni vaxandi á Íslandi, heimilisofbeldi og líkamsárásir á götum úti virðast löggæslunni í landinu um megn að sporna við. Öryggistilfinning venjulegs fólks hraðminnkar á meðan skemmdarverkum fjölgar frá degi til dags á heimilum og húseignum venjulegs fólks. Ekkert viðnám er lengur veitt gegndarlausu kroti á húsveggjum um alla Reykjavíkurborg og verst er ástandið í miðborginni sem vekur óhug þeirra sem um fara. Þrif á veggjum, götum og gangstéttum eru í sögulegu lágmarki. Allt skerðir þetta öryggistilfinningu og líðan þeirra sem um fara og fyrir verða. Farsæl forystusveit Kvíði og þunglyndi eru í reynd alvarlegt heilbrigðisvandamál og Íslendingar eiga nú heimsmet í neyslu kvíðastillandi lyfja. Það eitt og sér væri verðugt rannsóknarefni. Svo vill til að framboðslistar Flokks fólksins bæði í Reykjavík og á Akureyri njóta forystu sérfræðinga á sviði geðheilbrigðis. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi, hefur um árabil sinnt viðkvæmustu hópum samfélagsins af kostgæfni. Hún ásamt Helgu Þórðardóttur kennara, Einari S. Guðmundssyni kerfisfræðingi, Natalie G. Gunnarsdóttur stuðningsfulltrúa og Rúnari Sigurjónssyni vélsmiði myndar glæsilegan forystukvintett Flokks fólksins í Reykjavík. Þetta er samstilltur hópur sem hægt er að treysta. Á Akureyri er það geðlæknirinn farsæli, Brynjólfur Ingvarsson, sem fer fyrir glæstri forystusveit sem einnig inniber hjúkrunarfræðinginn Málfríði S. Þórðardóttur, sagnfræðinginn Jón Hjaltason, Hannesínu Scheving, kennara, og Tinnu Guðmundsdóttur, hjúkrunarnema. Allt á þetta góða fólk að sameiginlegt að hafa gert að sínum einkunnarorð Flokks fólksins um að hafa sjálft fólkið í fyrirrúmi, öryggi þess, velferð og vellíðan. Áherslur þessa góða fólks í stjórnmálum eru skapandi tilbrigði við sjálft lykilstef Flokks fólksins. Valið um helgina er því einfalt: Við setjum x við F – Flokk fólksins! Greinarhöfundur er alþingismaður Flokks fólksins á NA kjördæmi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar